Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 12:02 Elísa Kristinsdóttir og Mari Jaersk hlupu lengst í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð fyrir ári síðan. Núna er glæsilegur bíll í verðlaun ef sigurvegarinn fer að minnsta kosti 91 hring. Samsett/KIA/Vilhelm Ef sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíðinni, sem hefst á morgun, nær að slá Íslandsmetið með stæl og fara að minnsta kosti 91 hring þá fær hann glænýjan Kia EV3 rafbíl í verðlaun. Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu Náttúruhlaupa í dag, sólarhring áður en keppni hefst en keppendur fara af stað í fyrsta hring klukkan 9 í fyrramálið, við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð. Bakgarðshlaupið virkar þannig að keppendur hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og eru svo ræstir af stað að nýju þegar nýr klukkutími hefst. Þeir hlaupa svo eins marga hringi og þeir geta þar til aðeins einn stendur eftir sem sigurvegari og má þá ekki hlaupa lengra. Íslandsmetið í bakgarðshlaupi er 62 hringir (415 kílómetrar) og því vissulega ólíklegt að einhver eignist bifreiðina. Eftir því sem næst verður komist hafa aðeins 17 einstaklingar í heiminum náð að fara 91 hring eða fleiri frá upphafi bakgarðshlaupa en glænýtt heimsmet er 116 hringir (777 kílómetrar). Frá Reykjavík til Vopnafjarðar á fjórum dögum Að fara 91 hring jafngildir því að fara 609,7 kílómetra. Það myndi taka hátt í fjóra sólarhringa fyrir viðkomandi að fara slíka vegalengd í bakgarðshlaupi, enda um að ræða um það bil jafnmarga kílómetra og frá Reykjavík til Vopnafjarðar. Vegalengdin sem þarf að fara til að vinna rafbílinn er engin tilviljun heldur tekur hún mið af því að drægni Kia EV3 er 605 kílómetrar. Hin magnaða Mari Järsk vann Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð fyrir ári síðan og var það Elísa Kristinsdóttir sem fylgdi henni lengst. Mari kláraði 57 hringi en Elísa varð að játa sig sigraða á 57. hringnum. Mari hljóp því tæplega 382 kílómetra, eða í tvo sólarhringa og níu klukkutíma. Bakgarðshlaup Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira
Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu Náttúruhlaupa í dag, sólarhring áður en keppni hefst en keppendur fara af stað í fyrsta hring klukkan 9 í fyrramálið, við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð. Bakgarðshlaupið virkar þannig að keppendur hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og eru svo ræstir af stað að nýju þegar nýr klukkutími hefst. Þeir hlaupa svo eins marga hringi og þeir geta þar til aðeins einn stendur eftir sem sigurvegari og má þá ekki hlaupa lengra. Íslandsmetið í bakgarðshlaupi er 62 hringir (415 kílómetrar) og því vissulega ólíklegt að einhver eignist bifreiðina. Eftir því sem næst verður komist hafa aðeins 17 einstaklingar í heiminum náð að fara 91 hring eða fleiri frá upphafi bakgarðshlaupa en glænýtt heimsmet er 116 hringir (777 kílómetrar). Frá Reykjavík til Vopnafjarðar á fjórum dögum Að fara 91 hring jafngildir því að fara 609,7 kílómetra. Það myndi taka hátt í fjóra sólarhringa fyrir viðkomandi að fara slíka vegalengd í bakgarðshlaupi, enda um að ræða um það bil jafnmarga kílómetra og frá Reykjavík til Vopnafjarðar. Vegalengdin sem þarf að fara til að vinna rafbílinn er engin tilviljun heldur tekur hún mið af því að drægni Kia EV3 er 605 kílómetrar. Hin magnaða Mari Järsk vann Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð fyrir ári síðan og var það Elísa Kristinsdóttir sem fylgdi henni lengst. Mari kláraði 57 hringi en Elísa varð að játa sig sigraða á 57. hringnum. Mari hljóp því tæplega 382 kílómetra, eða í tvo sólarhringa og níu klukkutíma.
Bakgarðshlaup Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira