Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 12:02 Elísa Kristinsdóttir og Mari Jaersk hlupu lengst í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð fyrir ári síðan. Núna er glæsilegur bíll í verðlaun ef sigurvegarinn fer að minnsta kosti 91 hring. Samsett/KIA/Vilhelm Ef sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíðinni, sem hefst á morgun, nær að slá Íslandsmetið með stæl og fara að minnsta kosti 91 hring þá fær hann glænýjan Kia EV3 rafbíl í verðlaun. Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu Náttúruhlaupa í dag, sólarhring áður en keppni hefst en keppendur fara af stað í fyrsta hring klukkan 9 í fyrramálið, við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð. Bakgarðshlaupið virkar þannig að keppendur hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og eru svo ræstir af stað að nýju þegar nýr klukkutími hefst. Þeir hlaupa svo eins marga hringi og þeir geta þar til aðeins einn stendur eftir sem sigurvegari og má þá ekki hlaupa lengra. Íslandsmetið í bakgarðshlaupi er 62 hringir (415 kílómetrar) og því vissulega ólíklegt að einhver eignist bifreiðina. Eftir því sem næst verður komist hafa aðeins 17 einstaklingar í heiminum náð að fara 91 hring eða fleiri frá upphafi bakgarðshlaupa en glænýtt heimsmet er 116 hringir (777 kílómetrar). Frá Reykjavík til Vopnafjarðar á fjórum dögum Að fara 91 hring jafngildir því að fara 609,7 kílómetra. Það myndi taka hátt í fjóra sólarhringa fyrir viðkomandi að fara slíka vegalengd í bakgarðshlaupi, enda um að ræða um það bil jafnmarga kílómetra og frá Reykjavík til Vopnafjarðar. Vegalengdin sem þarf að fara til að vinna rafbílinn er engin tilviljun heldur tekur hún mið af því að drægni Kia EV3 er 605 kílómetrar. Hin magnaða Mari Järsk vann Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð fyrir ári síðan og var það Elísa Kristinsdóttir sem fylgdi henni lengst. Mari kláraði 57 hringi en Elísa varð að játa sig sigraða á 57. hringnum. Mari hljóp því tæplega 382 kílómetra, eða í tvo sólarhringa og níu klukkutíma. Bakgarðshlaup Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Sjá meira
Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu Náttúruhlaupa í dag, sólarhring áður en keppni hefst en keppendur fara af stað í fyrsta hring klukkan 9 í fyrramálið, við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð. Bakgarðshlaupið virkar þannig að keppendur hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og eru svo ræstir af stað að nýju þegar nýr klukkutími hefst. Þeir hlaupa svo eins marga hringi og þeir geta þar til aðeins einn stendur eftir sem sigurvegari og má þá ekki hlaupa lengra. Íslandsmetið í bakgarðshlaupi er 62 hringir (415 kílómetrar) og því vissulega ólíklegt að einhver eignist bifreiðina. Eftir því sem næst verður komist hafa aðeins 17 einstaklingar í heiminum náð að fara 91 hring eða fleiri frá upphafi bakgarðshlaupa en glænýtt heimsmet er 116 hringir (777 kílómetrar). Frá Reykjavík til Vopnafjarðar á fjórum dögum Að fara 91 hring jafngildir því að fara 609,7 kílómetra. Það myndi taka hátt í fjóra sólarhringa fyrir viðkomandi að fara slíka vegalengd í bakgarðshlaupi, enda um að ræða um það bil jafnmarga kílómetra og frá Reykjavík til Vopnafjarðar. Vegalengdin sem þarf að fara til að vinna rafbílinn er engin tilviljun heldur tekur hún mið af því að drægni Kia EV3 er 605 kílómetrar. Hin magnaða Mari Järsk vann Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð fyrir ári síðan og var það Elísa Kristinsdóttir sem fylgdi henni lengst. Mari kláraði 57 hringi en Elísa varð að játa sig sigraða á 57. hringnum. Mari hljóp því tæplega 382 kílómetra, eða í tvo sólarhringa og níu klukkutíma.
Bakgarðshlaup Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Sjá meira