Nótt innbrota í Laugardal: „Það er ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. maí 2025 14:38 Konan sem náðist á mynd í Rauðalæk er talin bera ábyrgð á fleiri innbrotum í bíla í hverfinu. Brotist var inn í fjölda bíla í Laugardal aðfaranótt fimmtudags og eigum margra íbúa stolið. Sömu nótt náðist myndband af konu reyna að fara inn í bíla við Rauðalæk. Einn íbúi segir innbrotin lýsa stærri vanda og annar furðar sig á því að taka megi upp myndbönd af húsum fólks í tíma og ótíma. Oddvar Haukur Árnason, íbúi í Rauðalæk, birti færslu í Facebook-hópnum Laugarneshverfi með myndbandi af konu í hvítri úlpu taka í hurðarhúna tveggja bíla og svipast um á lóð í Rauðalæk. Færslan vakti töluverða athygli og skrifaði fjölda íbúa ummæli við hana Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona, sagði í ummælum að brotist hefði verið inn í tvo bíla við hús hennar á Rauðalæk og myndlistarkonan Hanna frá Jaðri sagði að öllum sólgleraugum hefði verið stolið úr hennar bíl. Þá taldi Daníela Gabríeludóttir víst að konan í myndbandinu væri í úlpu sem hefði verið stolið úr bíl í miðbænum tveimur dögum fyrr. Aðrir íbúar furðuðu sig hins vegar á því að verið væri að taka upp hús og bíla í götunni. „Þetta er mjög slæmt EN eru myndavélar að vakta okkur hér í götunni? Mér finnst það ógnvekjandi ... stóri bróðir alls staðar,“ skrifaði Ragnheiður Sverrisdóttir við færsluna. Oddvar svaraði henni og sagði svo ekki vera, einungis væri um að ræða upptöku úr bíl. Marta María Jónsdóttir tók undir áhyggjur Ragnheiðar og sagði myndbandsupptöku sem þessa vera á gráðu svæði varðandi friðhelgi nágranna. Margir nágrannar haft samband „Það voru nokkrir sem lentu í að það var brotist inn,“ sagði Oddvar í samtali við fréttastofu. „Ég var með eina bílinn sem var með myndavél en hún fór ekkert inn í okkar bíl því hann var læstur. En hún gekk á röðina, þetta voru einhverjir tugir bíla.“ Oddvar á Teslu sem er með upptökubúnað sem virkjast þegar fólk snertir bílinn eða kemur ákveðið nálægt honum. Oddvar varð var við innbrotsþjófinn vegna myndavélabúnaðar Teslunnar.Farfuglar „Eina ástæðan fyrir að ég set þetta inn er til að upplýsa aðra og að ef einhver hefur lent í tjóni geti þeir farið til lögreglunnar. Það var eini tilgangurinn því við lentum sem betur fer ekki í neinu tjóni sjálf,“ sagði Oddvar. Hefurðu rætt við nágranna þína? „Það eru nokkrir sem hafa haft samband við mig og ég hef látið þá fá þessar upptökur svo þeir geti farið með þetta til lögreglunnar. Því það getur eiginlega ekki annað verið en að þetta sé þessi manneskja,“ sagði hann og bætti við: „Þetta hefur ekki gerst áður, skilst mér.“ Aðrir hafi ekki verið eins heppnir og Oddvar, nágranni Oddvars lenti í því að mikið af verðmætum hafi verið stolið úr vinnubíl. Sólgleraugu, pappírar og stöng úr skottinu Marta María býr ofar í Rauðalæknum og lenti í því að brotist var inn í bíl fjölskyldunnar. „Hún komst inn í bílinn en að okkur bestu vitund var hann læstur. Ég hjóla í vinnuna og tek eftir því að hurðin er ekki alveg lokuð bílstjóramegin. Þá fer ég og kíki inn í hann og sé þá að það er búið að fara í gegnum allan bílinn, taka allt úr hanskahólfinu og stela sólgleraugum,“ sagði Marta við fréttastofu. Þjófurinn hefði jafnframt tekið alla pappíra og nótur sem voru í bílnum og stöng úr skottinu sem virkar sem tjald til að draga yfir farangur. „Það voru skór og jakki sem búið var að taka fram í og greinilega máta,“ sagði Marta og bætti við: „Mér finnst eins og hún hafi hreinlega verið í bílnum yfir nóttina. Hún var búin að halla sætinu aftur og búin að taka niður spegilinn.“ Þau hafi hringt í lögregluna sem sagði þeim að taka mynd, ólíklegt væri að eitthvað kæmi út úr því. Marta segir atburðinn fyrst og fremst sorglegan Umhugsunarvert að mynda húsnæði með þessum hætti Hins vegar segir Marta myndatökuna hafa vakið mest óþægindi hjá sér. „Húsið okkar er þarna í mynd, öll hliðin, svefnherbergisgluggi, stofugluggi og svalirnar,“ sagði Marta sem veltir fyrir sér hvort það megi mynda húsnæði fólks með þessum hætti. „Ég sendi póst á Persónuvernd og spurði hvort það væri heimilað að mynda næsta hús, af því bíllinn er þannig staðsettur,“ sagði Marta sem hefur þó ekki enn fengið svar. „Mér finnst þetta mjög umhugsunarvert að þessar Teslur séu í alvörunni að mynda mann í hvert einasta skipti sem maður labbar framhjá þeim. Þetta er fáránlegt,“ segir hún. „Stopp, enginn inn í bíl!“ Ásrún Ágústsdóttir, íbúi í Bugðulæk, lenti einnig í því að brotist var inn í bíl hennar og virðist hann hafa verið notaður sem sprauturými. Hún segir atvikið hluta af stærri vanda. „Ég er ekki stóra fórnarlambið í þessu máli, þetta er kerfi sem er búið að bregðast þessu fólki algjörlega. Mér finnst það í raun sorglegast,“ sagði hún. Ásrún Ásgeirsdóttir telur stóra málið vera aðgerðarleysi í málum fólks í vímuefnavanda. Ásrún hafi verið að fara í vinnuna og með börn sín í skóla um morguninn þegar hún sá fullt af drasli og uppgötvaði að brotist hefði verið inn í bílinn. „Stopp, enginn inn í bíl!“ hafi hún þá sagt við börnin á meðan hún gaumgæfði hann. „Það var ónotuð sprautunál, ennþá í pakkanum, þannig maður var að leita hvort það væri eitthvað notað, sem er auðvitað óþægilegt.“ Þá hefði verið blóð í krumpuðum blautþurrkum í bílnum svo hugsanlega hafi einhver Skorti úrræði fyrir þennan hóp Áður en Ásrún flutti í Bugðulæk bjó hún á Kleppsvegi. Þar var algengt að fólk hafi verið að reyna að komast inn á stigaganga í húsaskjól og til að sprauta sig. „Það eru engin úrræði frá hvorki borg né ríki sem eru að hjálpa öllum þeim einstaklingum sem þurfa á því að halda. Þetta er grafalvarlegur fíknisjúkdómur og það er ekkert úrræði,“ segir Ásrún. Hún bendir á að eftir smáhýsi voru byggð við Hallgerðargötu hafi atvikum snarfækkað þar sem fólk reyndi að fara inn í hús annarra. Úrræðið hafi þannig verið jákvætt fyrir íbúa smáhýsanna og nágranna þeirra. Hún telur að málaflokkur vímuefnanotenda og heimilislausra þurfa meira vægi í umræðunni. „Það er ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra, þetta er stærri mynd,“ sagði hún. Reykjavík Lögreglumál Fíkn Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Oddvar Haukur Árnason, íbúi í Rauðalæk, birti færslu í Facebook-hópnum Laugarneshverfi með myndbandi af konu í hvítri úlpu taka í hurðarhúna tveggja bíla og svipast um á lóð í Rauðalæk. Færslan vakti töluverða athygli og skrifaði fjölda íbúa ummæli við hana Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona, sagði í ummælum að brotist hefði verið inn í tvo bíla við hús hennar á Rauðalæk og myndlistarkonan Hanna frá Jaðri sagði að öllum sólgleraugum hefði verið stolið úr hennar bíl. Þá taldi Daníela Gabríeludóttir víst að konan í myndbandinu væri í úlpu sem hefði verið stolið úr bíl í miðbænum tveimur dögum fyrr. Aðrir íbúar furðuðu sig hins vegar á því að verið væri að taka upp hús og bíla í götunni. „Þetta er mjög slæmt EN eru myndavélar að vakta okkur hér í götunni? Mér finnst það ógnvekjandi ... stóri bróðir alls staðar,“ skrifaði Ragnheiður Sverrisdóttir við færsluna. Oddvar svaraði henni og sagði svo ekki vera, einungis væri um að ræða upptöku úr bíl. Marta María Jónsdóttir tók undir áhyggjur Ragnheiðar og sagði myndbandsupptöku sem þessa vera á gráðu svæði varðandi friðhelgi nágranna. Margir nágrannar haft samband „Það voru nokkrir sem lentu í að það var brotist inn,“ sagði Oddvar í samtali við fréttastofu. „Ég var með eina bílinn sem var með myndavél en hún fór ekkert inn í okkar bíl því hann var læstur. En hún gekk á röðina, þetta voru einhverjir tugir bíla.“ Oddvar á Teslu sem er með upptökubúnað sem virkjast þegar fólk snertir bílinn eða kemur ákveðið nálægt honum. Oddvar varð var við innbrotsþjófinn vegna myndavélabúnaðar Teslunnar.Farfuglar „Eina ástæðan fyrir að ég set þetta inn er til að upplýsa aðra og að ef einhver hefur lent í tjóni geti þeir farið til lögreglunnar. Það var eini tilgangurinn því við lentum sem betur fer ekki í neinu tjóni sjálf,“ sagði Oddvar. Hefurðu rætt við nágranna þína? „Það eru nokkrir sem hafa haft samband við mig og ég hef látið þá fá þessar upptökur svo þeir geti farið með þetta til lögreglunnar. Því það getur eiginlega ekki annað verið en að þetta sé þessi manneskja,“ sagði hann og bætti við: „Þetta hefur ekki gerst áður, skilst mér.“ Aðrir hafi ekki verið eins heppnir og Oddvar, nágranni Oddvars lenti í því að mikið af verðmætum hafi verið stolið úr vinnubíl. Sólgleraugu, pappírar og stöng úr skottinu Marta María býr ofar í Rauðalæknum og lenti í því að brotist var inn í bíl fjölskyldunnar. „Hún komst inn í bílinn en að okkur bestu vitund var hann læstur. Ég hjóla í vinnuna og tek eftir því að hurðin er ekki alveg lokuð bílstjóramegin. Þá fer ég og kíki inn í hann og sé þá að það er búið að fara í gegnum allan bílinn, taka allt úr hanskahólfinu og stela sólgleraugum,“ sagði Marta við fréttastofu. Þjófurinn hefði jafnframt tekið alla pappíra og nótur sem voru í bílnum og stöng úr skottinu sem virkar sem tjald til að draga yfir farangur. „Það voru skór og jakki sem búið var að taka fram í og greinilega máta,“ sagði Marta og bætti við: „Mér finnst eins og hún hafi hreinlega verið í bílnum yfir nóttina. Hún var búin að halla sætinu aftur og búin að taka niður spegilinn.“ Þau hafi hringt í lögregluna sem sagði þeim að taka mynd, ólíklegt væri að eitthvað kæmi út úr því. Marta segir atburðinn fyrst og fremst sorglegan Umhugsunarvert að mynda húsnæði með þessum hætti Hins vegar segir Marta myndatökuna hafa vakið mest óþægindi hjá sér. „Húsið okkar er þarna í mynd, öll hliðin, svefnherbergisgluggi, stofugluggi og svalirnar,“ sagði Marta sem veltir fyrir sér hvort það megi mynda húsnæði fólks með þessum hætti. „Ég sendi póst á Persónuvernd og spurði hvort það væri heimilað að mynda næsta hús, af því bíllinn er þannig staðsettur,“ sagði Marta sem hefur þó ekki enn fengið svar. „Mér finnst þetta mjög umhugsunarvert að þessar Teslur séu í alvörunni að mynda mann í hvert einasta skipti sem maður labbar framhjá þeim. Þetta er fáránlegt,“ segir hún. „Stopp, enginn inn í bíl!“ Ásrún Ágústsdóttir, íbúi í Bugðulæk, lenti einnig í því að brotist var inn í bíl hennar og virðist hann hafa verið notaður sem sprauturými. Hún segir atvikið hluta af stærri vanda. „Ég er ekki stóra fórnarlambið í þessu máli, þetta er kerfi sem er búið að bregðast þessu fólki algjörlega. Mér finnst það í raun sorglegast,“ sagði hún. Ásrún Ásgeirsdóttir telur stóra málið vera aðgerðarleysi í málum fólks í vímuefnavanda. Ásrún hafi verið að fara í vinnuna og með börn sín í skóla um morguninn þegar hún sá fullt af drasli og uppgötvaði að brotist hefði verið inn í bílinn. „Stopp, enginn inn í bíl!“ hafi hún þá sagt við börnin á meðan hún gaumgæfði hann. „Það var ónotuð sprautunál, ennþá í pakkanum, þannig maður var að leita hvort það væri eitthvað notað, sem er auðvitað óþægilegt.“ Þá hefði verið blóð í krumpuðum blautþurrkum í bílnum svo hugsanlega hafi einhver Skorti úrræði fyrir þennan hóp Áður en Ásrún flutti í Bugðulæk bjó hún á Kleppsvegi. Þar var algengt að fólk hafi verið að reyna að komast inn á stigaganga í húsaskjól og til að sprauta sig. „Það eru engin úrræði frá hvorki borg né ríki sem eru að hjálpa öllum þeim einstaklingum sem þurfa á því að halda. Þetta er grafalvarlegur fíknisjúkdómur og það er ekkert úrræði,“ segir Ásrún. Hún bendir á að eftir smáhýsi voru byggð við Hallgerðargötu hafi atvikum snarfækkað þar sem fólk reyndi að fara inn í hús annarra. Úrræðið hafi þannig verið jákvætt fyrir íbúa smáhýsanna og nágranna þeirra. Hún telur að málaflokkur vímuefnanotenda og heimilislausra þurfa meira vægi í umræðunni. „Það er ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra, þetta er stærri mynd,“ sagði hún.
Reykjavík Lögreglumál Fíkn Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent