Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 15:45 Joel Bengtsson afrekaði það að keppa á EM og HM en fékk sleggju í höfuðið áður en Ólympíudraumurinn gat ræst. Getty/Istvan Derencsenyi Sænski frjálsíþróttamaðurinn Joel Bengtsson var að æfa sig fyrir Ólympíuleikana í París þegar sleggju var kastað í höfuð hans. Hann segir ótrúlegt að hann hafi lifað af og er þakklátur þó að afreksferlinum hafi lokið við höggið. Bengtsson hefur nú í fyrsta sinn rætt um slysið í viðtali við sænska miðilinn Expressen. Hann var 24 ára og búinn að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, í Búdapest 2023, þegar hann hvarf af sjónarsviði frjálsíþróttanna. Nú vill hann bara geta átt eðlilegt líf. Bengtsson var á æfingu í Bandaríkjunum, haustið 2023, þegar hann fékk sleggjuna í höfuðið. „Ég missti ekki meðvitund en það var blóð úti um allt og ég vissi að það væri ekki gott. Á sjúkrahúsinu kom í ljós að ennið mitt hafði brotnað í litla bita og beinið við kinnholurnar var alveg kramið,“ sagði Bengtsson. „Það er ótrúlegt að ég hafi lifað af. Læknarnir sögðu mér að ef að sleggjan hefði farið nokkrum millímetrum lengra inn þá væri ég dáinn,“ sagði Bengtsson. Það eina sem sést er lítið ör Svíinn þurfti að gangast undir aðgerð þar sem læknarnir reyndu að endurgera beinin að fullu. „Það er frekar ótrúlegt en það eina sem sést á mér eftir þetta er fjögurra sentímetra langt ör í andlitinu. Lýtalæknirinn stóð sig frábærlega því annars hefði ég verið með stórt gat í höfðinu,“ saði Bengtsson. Glímir enn við bólgu og verki Við tók langt og strangt endurhæfingarferli en eftir nokkra mánuði gat Bengtsson byrjað léttar æfingar að nýju. Honum leið betur og betur, og þó að hann næði ekki að keppa neitt í fyrra þá virtist útlitið gott þar til að kom að alvarlegu bakslagi. „Ég vaknaði einn morguninn og höfuðið var ótrúlega bólgið og ég fann mikinn verk. Mér leið illa í nokkrar vikur,“ sagði Bengtsson. Hann hitti lækninn sinn sem vonaðist til að Bengtsson myndi jafna sig en þegar það gekk ekki þá þurfti hann að fara í aðra aðgerð, í byrjun þessa árs. Það hefur ekki hjálpað nægilega mikið. „Ég er enn að glíma við vandamál dags daglega vegna bólgu og slæmra verkja. Ég hef hitt tugi lækna en það veit enginn hvert vandamálið er,“ sagði Bengtsson. Frjálsar íþróttir Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sjá meira
Bengtsson hefur nú í fyrsta sinn rætt um slysið í viðtali við sænska miðilinn Expressen. Hann var 24 ára og búinn að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, í Búdapest 2023, þegar hann hvarf af sjónarsviði frjálsíþróttanna. Nú vill hann bara geta átt eðlilegt líf. Bengtsson var á æfingu í Bandaríkjunum, haustið 2023, þegar hann fékk sleggjuna í höfuðið. „Ég missti ekki meðvitund en það var blóð úti um allt og ég vissi að það væri ekki gott. Á sjúkrahúsinu kom í ljós að ennið mitt hafði brotnað í litla bita og beinið við kinnholurnar var alveg kramið,“ sagði Bengtsson. „Það er ótrúlegt að ég hafi lifað af. Læknarnir sögðu mér að ef að sleggjan hefði farið nokkrum millímetrum lengra inn þá væri ég dáinn,“ sagði Bengtsson. Það eina sem sést er lítið ör Svíinn þurfti að gangast undir aðgerð þar sem læknarnir reyndu að endurgera beinin að fullu. „Það er frekar ótrúlegt en það eina sem sést á mér eftir þetta er fjögurra sentímetra langt ör í andlitinu. Lýtalæknirinn stóð sig frábærlega því annars hefði ég verið með stórt gat í höfðinu,“ saði Bengtsson. Glímir enn við bólgu og verki Við tók langt og strangt endurhæfingarferli en eftir nokkra mánuði gat Bengtsson byrjað léttar æfingar að nýju. Honum leið betur og betur, og þó að hann næði ekki að keppa neitt í fyrra þá virtist útlitið gott þar til að kom að alvarlegu bakslagi. „Ég vaknaði einn morguninn og höfuðið var ótrúlega bólgið og ég fann mikinn verk. Mér leið illa í nokkrar vikur,“ sagði Bengtsson. Hann hitti lækninn sinn sem vonaðist til að Bengtsson myndi jafna sig en þegar það gekk ekki þá þurfti hann að fara í aðra aðgerð, í byrjun þessa árs. Það hefur ekki hjálpað nægilega mikið. „Ég er enn að glíma við vandamál dags daglega vegna bólgu og slæmra verkja. Ég hef hitt tugi lækna en það veit enginn hvert vandamálið er,“ sagði Bengtsson.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sjá meira