Enn eitt tapið á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2025 12:48 Tékkinn geðþekki kom gestunum yfir. Lee Parker/Getty Images Manchester United mátti þola enn eitt tapið á heimavelli sínum Old Trafford þegar West Ham United kom í heimsókn. Um var að ræða 17. deildartap liðsins á leiktíðinni. Eins og svo oft áður gekk Rauðu djöflunum ágætlega að skapa sér færi en inn vildi boltinn ekki. Á sama tíma þurftu gestirnir frá Lundúnum aðeins að horfa á markið til að skora. Ruben Amorim gerði nokkrar breytingar á liði sínu eftir að farseðillinn í úrslitaleik Evrópudeildarinnar var tryggður en Portúgalinn hefur viljað betri niðurstöðu gegn liði sem er á sama stað í töflunni. Hinn tékkneski Tomáš Souček skoraði eftir fyrirgjöf Mohammed Kudus um miðbik fyrri hálfleiks. Það var svo Aaron Wan-Bissaka, fyrrverandi leikmaður Man Utd, sem átti fyrirgjöf á Jarrod Bowen á 57. mínútu og staðan orðin 0-2. Reyndust það lokatölur á Old Trafford í dag. Ef horft er í tölfræðina þá skapaði Man Utd sér betri færi, heimamenn með 2.01 í xG (vænt mörk) gegn 1.28 hjá gestunum. Voru örlítið meira með boltann, áttu fleiri skot (19 gegn 9) og sköpuðu sér fleiri stór færi (4 gegn 2). Það er hins vegar ekki spurt að því þegar flautað er til leiksloka og Hamrarnir fara með stigin þrjú heim til Lundúna. Eftir tapið er Man Utd í 16. sæti með 39 stig að loknum 36 umferðum. West Ham er sæti ofar með 40 stig. Enski boltinn Fótbolti
Manchester United mátti þola enn eitt tapið á heimavelli sínum Old Trafford þegar West Ham United kom í heimsókn. Um var að ræða 17. deildartap liðsins á leiktíðinni. Eins og svo oft áður gekk Rauðu djöflunum ágætlega að skapa sér færi en inn vildi boltinn ekki. Á sama tíma þurftu gestirnir frá Lundúnum aðeins að horfa á markið til að skora. Ruben Amorim gerði nokkrar breytingar á liði sínu eftir að farseðillinn í úrslitaleik Evrópudeildarinnar var tryggður en Portúgalinn hefur viljað betri niðurstöðu gegn liði sem er á sama stað í töflunni. Hinn tékkneski Tomáš Souček skoraði eftir fyrirgjöf Mohammed Kudus um miðbik fyrri hálfleiks. Það var svo Aaron Wan-Bissaka, fyrrverandi leikmaður Man Utd, sem átti fyrirgjöf á Jarrod Bowen á 57. mínútu og staðan orðin 0-2. Reyndust það lokatölur á Old Trafford í dag. Ef horft er í tölfræðina þá skapaði Man Utd sér betri færi, heimamenn með 2.01 í xG (vænt mörk) gegn 1.28 hjá gestunum. Voru örlítið meira með boltann, áttu fleiri skot (19 gegn 9) og sköpuðu sér fleiri stór færi (4 gegn 2). Það er hins vegar ekki spurt að því þegar flautað er til leiksloka og Hamrarnir fara með stigin þrjú heim til Lundúna. Eftir tapið er Man Utd í 16. sæti með 39 stig að loknum 36 umferðum. West Ham er sæti ofar með 40 stig.
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti