Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 11. maí 2025 10:02 Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur 18. maí ár hvert og í ár er yfirskrift hans Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Þemað er sérlega viðeigandi, enda tengjast söfn samfélögum sínum órjúfanlegum böndum. Þau eru spegill á samfélagið, heimild um fortíð og samtíð, sem nýtist til framtíðar. Söfn eru einnig mikilvægir og virkir þátttakendur í sínu samfélagi. Oft eru þau menningarmiðstöðvar á sínum svæðum og standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Söfn geta fengið okkur til að spyrja mikilvægra spurninga, fjalla um margvísleg áríðandi málefni í samtímanum og miðla á fjölbreyttan hátt til ólíkra hópa. Á söfnum er hægt að varpa nýju ljósi á viðfangsefni, draga fram ný eða óvænt sjónarhorn og beina sjónum að hópum sem áður voru ósýnilegir. Með því aukum við skilning og með auknum skilningi eykst virðing, víðsýni og samkennd. Eiginleikar sem eru nauðsynlegir í öllum samfélögum og eiginleikar sem er brýn þörf á að efla, því samkvæmt nýjum rannsóknum fer samkennd á Íslandi minnkandi. Söfn miðla og fræða, vekja okkur til umhugsunar og hvetja til samtals. Safnastarfið er líka nauðsynlegt á tímum þar sem er sífellt erfiðara að átta sig á hvað er satt og hvað ekki. Söfn eru stofnanir sem njóta trausts í samfélaginu. Það er mikilvægt nú og mun verða enn mikilvægara á komandi árum, með upplýsingaóreiðu, falsfréttum, samsæriskenningum, djúpfölsunum og gervigreind. Að baki safnastarfi og sýningum liggur ótrúlega mikil sérfræðiþekking og vandaðar rannsóknir sem byggja á traustum heimildum. Í tengslum við þema dagsins í ár er vert að hafa í huga að framtíðin er langt í frá óskrifað blað. Þær áherslur og ákvarðanir sem eru teknar núna móta framtíðina. Þetta á vel við á söfnum sem hafa það hlutverk að safna, varðveita, rannsaka, miðla og fræða, fyrir framtíðina. Til þess að þetta sé mögulegt er nauðsynlegt að söfnin fái fjármagn og stuðning til þessara verkefna. Það er mikilvægt að tryggja framtíð safna, fyrir samfélagið og okkur öll. Höfundur er verkefnastjóri Alþjóðlega safnadagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur 18. maí ár hvert og í ár er yfirskrift hans Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Þemað er sérlega viðeigandi, enda tengjast söfn samfélögum sínum órjúfanlegum böndum. Þau eru spegill á samfélagið, heimild um fortíð og samtíð, sem nýtist til framtíðar. Söfn eru einnig mikilvægir og virkir þátttakendur í sínu samfélagi. Oft eru þau menningarmiðstöðvar á sínum svæðum og standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Söfn geta fengið okkur til að spyrja mikilvægra spurninga, fjalla um margvísleg áríðandi málefni í samtímanum og miðla á fjölbreyttan hátt til ólíkra hópa. Á söfnum er hægt að varpa nýju ljósi á viðfangsefni, draga fram ný eða óvænt sjónarhorn og beina sjónum að hópum sem áður voru ósýnilegir. Með því aukum við skilning og með auknum skilningi eykst virðing, víðsýni og samkennd. Eiginleikar sem eru nauðsynlegir í öllum samfélögum og eiginleikar sem er brýn þörf á að efla, því samkvæmt nýjum rannsóknum fer samkennd á Íslandi minnkandi. Söfn miðla og fræða, vekja okkur til umhugsunar og hvetja til samtals. Safnastarfið er líka nauðsynlegt á tímum þar sem er sífellt erfiðara að átta sig á hvað er satt og hvað ekki. Söfn eru stofnanir sem njóta trausts í samfélaginu. Það er mikilvægt nú og mun verða enn mikilvægara á komandi árum, með upplýsingaóreiðu, falsfréttum, samsæriskenningum, djúpfölsunum og gervigreind. Að baki safnastarfi og sýningum liggur ótrúlega mikil sérfræðiþekking og vandaðar rannsóknir sem byggja á traustum heimildum. Í tengslum við þema dagsins í ár er vert að hafa í huga að framtíðin er langt í frá óskrifað blað. Þær áherslur og ákvarðanir sem eru teknar núna móta framtíðina. Þetta á vel við á söfnum sem hafa það hlutverk að safna, varðveita, rannsaka, miðla og fræða, fyrir framtíðina. Til þess að þetta sé mögulegt er nauðsynlegt að söfnin fái fjármagn og stuðning til þessara verkefna. Það er mikilvægt að tryggja framtíð safna, fyrir samfélagið og okkur öll. Höfundur er verkefnastjóri Alþjóðlega safnadagsins
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun