„Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2025 11:32 Fyrirliðinn Millie Bright fagnar sjötta titli Chelsea í röð. Morgan Harlow/Getty Images Chelsea er Englandsmeistari kvenna í knattspyrnu sjötta árið í röð. Það sem meira er, nú fór liðið taplaust í gegnum alla 22 deildarleiki sína. Sonia Bompastor tók við stjórn Chelsea síðasta sumar eftir að Emma Hayes ákvað að færa sig til Bandaríkjanna og gerast landsliðsþjálfari. Efstu deild kvenna lauk í gær og þar með varð ljóst að Chelsea hefði farið taplaust í gegnum tímabilið. Áður en tímabilið fór af stað var reiknað með að Arsenal, Manchester City og jafnvel Man United gætu veitt Chelsea verðuga samkeppni. Það reyndist þó ekki raunin þar sem Chelsea er án efa langbesta lið Englands. Chelsea fékk 60 stig í 22 leikjum. Þar á eftir kom Arsenal með 48 stig, Man United með 44 stig og Man City með 43 stig. An invincible 22-game season ends with the #WSL trophy staying at Stamford Bridge. 🏆 pic.twitter.com/BrgJhNO5hO— Chelsea FC (@ChelseaFC) May 10, 2025 Eins ótrúlegt og það hljómar hefur Bompastor gert Chelsea enn betra. Sem er magnað þar sem leikmenn á borð við stjörnuframherjann Sam Kerr hafa verið frá keppni lungann af tímabilinu. Ábyrgðinni hefur hins vegar verið dreift. Það er einn af helstu styrkleikum Bompastor, hún treystir leikmannahópi sínum. „Ég hef sagt leikmönnunum mínum að þær munu hafa mismunandi hlutverk,“ sagði Bompastor eftir endurkomu Chelsea gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í mars. „Stundum munu þær byrja leiki, stundum munu þær ekki vera í leikmannahópnum og stundum munu þær skera úr um hver vinnur leikinn. Sama hvað, sama hvert hlutverkið er þá eru þær hér til að hjálpa liðinu. Þetta snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman.“ Chelsea vann efstu deild Englands með yfirburðum, sigraði Man City í úrslitum deildarbikarsins og mætir Man United í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Í Meistaradeildinni féll liðið úr leik í undanúrslitum eftir 8-2 tap samanlagt gegn ríkjandi Evrópumeisturum Barcelona. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Sonia Bompastor tók við stjórn Chelsea síðasta sumar eftir að Emma Hayes ákvað að færa sig til Bandaríkjanna og gerast landsliðsþjálfari. Efstu deild kvenna lauk í gær og þar með varð ljóst að Chelsea hefði farið taplaust í gegnum tímabilið. Áður en tímabilið fór af stað var reiknað með að Arsenal, Manchester City og jafnvel Man United gætu veitt Chelsea verðuga samkeppni. Það reyndist þó ekki raunin þar sem Chelsea er án efa langbesta lið Englands. Chelsea fékk 60 stig í 22 leikjum. Þar á eftir kom Arsenal með 48 stig, Man United með 44 stig og Man City með 43 stig. An invincible 22-game season ends with the #WSL trophy staying at Stamford Bridge. 🏆 pic.twitter.com/BrgJhNO5hO— Chelsea FC (@ChelseaFC) May 10, 2025 Eins ótrúlegt og það hljómar hefur Bompastor gert Chelsea enn betra. Sem er magnað þar sem leikmenn á borð við stjörnuframherjann Sam Kerr hafa verið frá keppni lungann af tímabilinu. Ábyrgðinni hefur hins vegar verið dreift. Það er einn af helstu styrkleikum Bompastor, hún treystir leikmannahópi sínum. „Ég hef sagt leikmönnunum mínum að þær munu hafa mismunandi hlutverk,“ sagði Bompastor eftir endurkomu Chelsea gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í mars. „Stundum munu þær byrja leiki, stundum munu þær ekki vera í leikmannahópnum og stundum munu þær skera úr um hver vinnur leikinn. Sama hvað, sama hvert hlutverkið er þá eru þær hér til að hjálpa liðinu. Þetta snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman.“ Chelsea vann efstu deild Englands með yfirburðum, sigraði Man City í úrslitum deildarbikarsins og mætir Man United í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Í Meistaradeildinni féll liðið úr leik í undanúrslitum eftir 8-2 tap samanlagt gegn ríkjandi Evrópumeisturum Barcelona.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira