Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2025 08:32 Kristinn Gunnar Kristinsson varð hlutskarpastur í Bakgarðshlaupinu um helgina. vísir/viktor freyr Kristinn Gunnar Kristinsson hrósaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð um helgina. Áhorfendur fögnuðu honum vel og innilega þegar hann kom í mark eftir 43. hring sinn. Kristinn og Mari Järsk stóðu tvö eftir en sú síðarnefnda hætti í miðri braut á 43. hring og því var ljóst að Kristinn væri sigurvegari Bakgarðshlaupsins. „Ég er undrandi. Miðað við hvernig Mari leit út í allan dag og við vorum búin að rúlla mikið saman frá svona 14.-15. hring og búin að vera mikið í sambandi sem við erum venjulega ekki. Ég er kannski hraðari en hún og svo allt í einu fer hún hratt af stað,“ sagði Kristinn. „Við höfum aldrei verið mikið saman en núna æxlaðist það þannig að við vorum mikið saman. Hún aðstoðaði mig og ég vona að ég hafi aðstoðað hana eins og ég gat.“ Kristinn segir að hugurinn hafi farið með hann á ýmsa staði á meðan hlaupinu stóð. „Sjöundi og níundi hringur, þá var ég leiður inni í mér. Mjög skrítið en mér leið samt mjög vel, fannst ég vera sterkur, var að borða en var bara leiður og var bara: Af hverju er ég hérna? Þetta var geðveikt skrítin tilfinning en þetta voru ekki eins mikið af dölum og hefur verið,“ sagði Kristinn. Í þarsíðasta Bakgarðshlaupi hljóp hann 38 hringi og bætti því sitt persónulega met um fimm hringi um helgina. Vildi bæta sig og kominn með þjálfara Í viðtali við Vísi fyrir Bakgarðshlaupið að þessu sinni sagði Kristinn að markmiðið hefði verið að gera betur en síðast. „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu. Ég tók ákvörðun þegar ég byrjaði að hlaupa - ég er búinn að vera í mörgum íþróttum og það er alltaf verið að þrýsta þér að keppa - að gera þetta alltaf fyrir mig. Ef ég hleyp ekki fyrir sjálfan mig og mér finnst leiðinlegt að hlaupa og það er verið að þrýsta á mig að keppa, þá hætti ég,“ sagði Kristinn. Kristinn byrjaði að vinna með þjálfara fyrir Bakgarðshlaupið um helgina og breyttar áherslur hans skiluðu sér. „Ég er með nýsjálenskan þjálfara. Hann einbeitti sér mikið að því að ég ætti að klifra, meira en að hlaupa á sléttu. Í þrjá mánuði tók ég allar interval æfingar og allt þetta í halla,“ sagði Kristinn. „Allt var í halla og í um miðjan eða lok mars var ég bara: Hvað er ég að gera? Ég er ekkert að bæta mig og fannst ekkert vera að gerast því ég var bara í hæð. Þetta var allt í hæð. Síðan kom ein slétt æfing vikuna eftir þar sem ég fann að ég var orðinn mun sterkari og þetta er að skila mér miklu.“ Kristinn, sem er fæddur 1987, byrjaði hlaupa 2018 til að byggja upp þol fyrir klifur og fjallaskíði. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Mari Järsk endaði í 2. sæti í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíðinni um helgina. Á endanum sagði líkaminn stopp. 12. maí 2025 07:32 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Kristinn og Mari Järsk stóðu tvö eftir en sú síðarnefnda hætti í miðri braut á 43. hring og því var ljóst að Kristinn væri sigurvegari Bakgarðshlaupsins. „Ég er undrandi. Miðað við hvernig Mari leit út í allan dag og við vorum búin að rúlla mikið saman frá svona 14.-15. hring og búin að vera mikið í sambandi sem við erum venjulega ekki. Ég er kannski hraðari en hún og svo allt í einu fer hún hratt af stað,“ sagði Kristinn. „Við höfum aldrei verið mikið saman en núna æxlaðist það þannig að við vorum mikið saman. Hún aðstoðaði mig og ég vona að ég hafi aðstoðað hana eins og ég gat.“ Kristinn segir að hugurinn hafi farið með hann á ýmsa staði á meðan hlaupinu stóð. „Sjöundi og níundi hringur, þá var ég leiður inni í mér. Mjög skrítið en mér leið samt mjög vel, fannst ég vera sterkur, var að borða en var bara leiður og var bara: Af hverju er ég hérna? Þetta var geðveikt skrítin tilfinning en þetta voru ekki eins mikið af dölum og hefur verið,“ sagði Kristinn. Í þarsíðasta Bakgarðshlaupi hljóp hann 38 hringi og bætti því sitt persónulega met um fimm hringi um helgina. Vildi bæta sig og kominn með þjálfara Í viðtali við Vísi fyrir Bakgarðshlaupið að þessu sinni sagði Kristinn að markmiðið hefði verið að gera betur en síðast. „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu. Ég tók ákvörðun þegar ég byrjaði að hlaupa - ég er búinn að vera í mörgum íþróttum og það er alltaf verið að þrýsta þér að keppa - að gera þetta alltaf fyrir mig. Ef ég hleyp ekki fyrir sjálfan mig og mér finnst leiðinlegt að hlaupa og það er verið að þrýsta á mig að keppa, þá hætti ég,“ sagði Kristinn. Kristinn byrjaði að vinna með þjálfara fyrir Bakgarðshlaupið um helgina og breyttar áherslur hans skiluðu sér. „Ég er með nýsjálenskan þjálfara. Hann einbeitti sér mikið að því að ég ætti að klifra, meira en að hlaupa á sléttu. Í þrjá mánuði tók ég allar interval æfingar og allt þetta í halla,“ sagði Kristinn. „Allt var í halla og í um miðjan eða lok mars var ég bara: Hvað er ég að gera? Ég er ekkert að bæta mig og fannst ekkert vera að gerast því ég var bara í hæð. Þetta var allt í hæð. Síðan kom ein slétt æfing vikuna eftir þar sem ég fann að ég var orðinn mun sterkari og þetta er að skila mér miklu.“ Kristinn, sem er fæddur 1987, byrjaði hlaupa 2018 til að byggja upp þol fyrir klifur og fjallaskíði. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Mari Järsk endaði í 2. sæti í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíðinni um helgina. Á endanum sagði líkaminn stopp. 12. maí 2025 07:32 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Mari Järsk endaði í 2. sæti í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíðinni um helgina. Á endanum sagði líkaminn stopp. 12. maí 2025 07:32