Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. maí 2025 16:21 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar Friðriksson. Vísir/Anton Brink Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sakar stjórnarandstöðuna um pólitískan leik með því að hafa látið sig hverfa af þingfundi áður en Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra mætti til að svara umræðum þeirra á laugardag. Hann segir það algilda venju að breytingartillögum um nefndarvísan sé frestað milli þingfunda. Daði segist hafa haft öðrum skyldum að gegna. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði á laugardag fram tillögu um að veiðigjaldafrumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar. Atkvæði verða greidd um tillöguna í dag. „Mjög góð mæting meirihluta“ á laugardaginn Í samtali við fréttamann á laugardaginn sagði Hildur vandræðalegt að Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra, sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar Friðriksson, hafi ekki getað sýnt þá virðingu að mæta á fundinn til að sitja fyrir svörum. Hver stjórnarandstöðuþingmaðurinn á fætur öðrum gerði athugasemd við mætingarleysið í pontu í dag, bæði í umræðum um fundarstjórn og óundirbúnum fyrirspurnum. Hildur Sverrisdóttir sagði lágmarkskurteisi að ráðherrar mæti þegar mál sem undir þá heyra eru til umræðu. „Annað er með ólíkindum mikið virðingarleysi,“ sagði hún. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði mætingarleysið hafa lýst leiðinlegum hroka í garð þingsins að stjórnarþingmenn skuli ekki hafa mætt með þeim hætti að mönnun væri forsvaranleg. Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðuna um mætingarleysi stjórnarflokkanna ekki koma sér á óvart. „Þar sem er einhvern veginn reynt að láta liggja í ljósi að hér hafi ekki verið góð mæting meirihluta, hér var bara mjög góð mæting meirihluta á laugardaginn,“ sagði hann í umræðum um fundarstjórn forseta. Daði Már í húsi en á fundi Hann sagði það nánast algilda venju að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Þær upplýsingar hafi hann fengið frá þingfundaskrifstofu Alþingis. „Að reyna að stilla þessu einhvern veginn svona upp er einhvers konar pólitískur leikur sem mér þykir ekki... Ég ætla ekki að klára þá setningu.“ Þá vék hann aftur að mætingu Daða Más. „Svo er kallað eftir ráðherra og við fáum þær upplýsingar að hann sé á leiðinni. En svo þegar hann er réttókominn í hús þá draga allir stjórnarandstæðingarnir sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi áður en ráðherra kemur til að svara þeirra umræðu. Og þá er það gert sem pólitískur leikur að ráðherra hafi ekki mætt til leiks.“ Síðar í óundirbúnum fyrirspurnum sagðist Daði Már hafa haft öðrum skyldum að gegna, hann hafi verið á fundi í Smiðju meðan þingfundurinn fór fram á laugardaginn. „Ég er örlítið hrærður yfir áhuga þingsins á mér og mætingu minni. Og þykir mikil upphefð af því,“ sagði Daði Már. Hann hafi haft í hyggju að sækja fundinn í lok umræðunnar, sem reyndist styttri en gert var ráð fyrir. Vissulega sé óheppilegt að hann hafi ekki náð að mæta á laugardaginn. „Ég vil kannski koma því að að ég hef ávallt verið viðstaddur fyrstu umræður allra þeirra mála sem ég hef mælt fyrir í þinginu.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. 10. maí 2025 15:44 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði á laugardag fram tillögu um að veiðigjaldafrumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar. Atkvæði verða greidd um tillöguna í dag. „Mjög góð mæting meirihluta“ á laugardaginn Í samtali við fréttamann á laugardaginn sagði Hildur vandræðalegt að Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra, sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar Friðriksson, hafi ekki getað sýnt þá virðingu að mæta á fundinn til að sitja fyrir svörum. Hver stjórnarandstöðuþingmaðurinn á fætur öðrum gerði athugasemd við mætingarleysið í pontu í dag, bæði í umræðum um fundarstjórn og óundirbúnum fyrirspurnum. Hildur Sverrisdóttir sagði lágmarkskurteisi að ráðherrar mæti þegar mál sem undir þá heyra eru til umræðu. „Annað er með ólíkindum mikið virðingarleysi,“ sagði hún. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði mætingarleysið hafa lýst leiðinlegum hroka í garð þingsins að stjórnarþingmenn skuli ekki hafa mætt með þeim hætti að mönnun væri forsvaranleg. Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðuna um mætingarleysi stjórnarflokkanna ekki koma sér á óvart. „Þar sem er einhvern veginn reynt að láta liggja í ljósi að hér hafi ekki verið góð mæting meirihluta, hér var bara mjög góð mæting meirihluta á laugardaginn,“ sagði hann í umræðum um fundarstjórn forseta. Daði Már í húsi en á fundi Hann sagði það nánast algilda venju að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Þær upplýsingar hafi hann fengið frá þingfundaskrifstofu Alþingis. „Að reyna að stilla þessu einhvern veginn svona upp er einhvers konar pólitískur leikur sem mér þykir ekki... Ég ætla ekki að klára þá setningu.“ Þá vék hann aftur að mætingu Daða Más. „Svo er kallað eftir ráðherra og við fáum þær upplýsingar að hann sé á leiðinni. En svo þegar hann er réttókominn í hús þá draga allir stjórnarandstæðingarnir sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi áður en ráðherra kemur til að svara þeirra umræðu. Og þá er það gert sem pólitískur leikur að ráðherra hafi ekki mætt til leiks.“ Síðar í óundirbúnum fyrirspurnum sagðist Daði Már hafa haft öðrum skyldum að gegna, hann hafi verið á fundi í Smiðju meðan þingfundurinn fór fram á laugardaginn. „Ég er örlítið hrærður yfir áhuga þingsins á mér og mætingu minni. Og þykir mikil upphefð af því,“ sagði Daði Már. Hann hafi haft í hyggju að sækja fundinn í lok umræðunnar, sem reyndist styttri en gert var ráð fyrir. Vissulega sé óheppilegt að hann hafi ekki náð að mæta á laugardaginn. „Ég vil kannski koma því að að ég hef ávallt verið viðstaddur fyrstu umræður allra þeirra mála sem ég hef mælt fyrir í þinginu.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. 10. maí 2025 15:44 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
„Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01
Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. 10. maí 2025 15:44