Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 12:00 Joaquin Ketlun kveðst hafa sogið í sig þekkingu í heimsókninni til Madrid. Hann segir Thibaut Courtois besta markvörð heimsins í dag. Instagram/@joaketlun1 Hvað var markvörður 2. deildarliðs Víðis í Garði að gera starfandi fyrir spænska stóveldið Real Madrid á dögunum? Við því fengust svör í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Joaquin Ketlun hefur varið mark Víðis frá árinu 2022 og vann Fótbolti.net bikarinn með liðinu árið 2023. Samhliða því að spila fótbolta á Íslandi hefur Joaquin hins vegar getið sér gott orð fyrir greiningu sína á markmannsstöðunni. „Frá því að ég var ungur hef ég reynt að skilgreina allt sem varðar mína stöðu. Tærnar, hreyfingarnar, hendurnar, bara öll minnstu smáatriði,“ sagði Joaquin í spjalli við Val Pál Eiríksson í Garðinum en fréttina úr Sportpakkanum má sjá hér að neðan. Joaquin hefur undanfarin misseri klippt saman og deilt efni á samfélagsmiðlum sínum og er með tæplega 100 þúsund fylgjendur á Instagram. Hann fékk svo skilaboð frá Luis Llopis, markmannsþjálfara Real Madrid, sem vildi ólmur fá hann í heimsókn. „Hann bauð mér til Madrid. Í fyrstu sagði ég við hann: Þú ert líka velkominn til Íslands. Því ég vissi ekki hvort þetta væri satt eða ekki. En hann bauð mér og það var mjög góð reynsla. Þetta var auðvitað frábær reynsla. Stórir leikmenn, besti markvörður heimsins í dag, og staðurinn er magnaður. Fullt af sundlaugum, fullt af völlum. Þetta er klikkað. Maður varð agndofa við að sjá þetta allt saman,“ sagði Joaquin. View this post on Instagram A post shared by Joaquin Ketlun (@joaketlun1) En hvernig voru þessir dagar í Madrid? „Þetta var mjög áhugavert. Við skoðuðum fjölmörg myndbönd, greindum margar stöður og hvernig þeir sjá hlutverk markvarðar fyrir sér í Real Madrid. Við horfðum á myndbönd í minnst 6-7 tíma á dag og ég var þarna í fjóra daga. Ég sá örugglega 30-40 tíma af efni á þessum tíma,“ sagði Joaquin hlæjandi. Hann er þó ekki alfarinn til Madrid, að minnsta kosti að sinni, og byrjaður á nýrri leiktíð með Víði í 2. deildinni: „Víðir er í mínum huga fjölskylda mín. Ég hef leikið hér í fjögur tímabil og við höfum unnið einn bikar. Víðir er magnað félag,“ sagði Joaquin sem býr í Garðinum ásamt konu sinni. Spænski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Joaquin Ketlun hefur varið mark Víðis frá árinu 2022 og vann Fótbolti.net bikarinn með liðinu árið 2023. Samhliða því að spila fótbolta á Íslandi hefur Joaquin hins vegar getið sér gott orð fyrir greiningu sína á markmannsstöðunni. „Frá því að ég var ungur hef ég reynt að skilgreina allt sem varðar mína stöðu. Tærnar, hreyfingarnar, hendurnar, bara öll minnstu smáatriði,“ sagði Joaquin í spjalli við Val Pál Eiríksson í Garðinum en fréttina úr Sportpakkanum má sjá hér að neðan. Joaquin hefur undanfarin misseri klippt saman og deilt efni á samfélagsmiðlum sínum og er með tæplega 100 þúsund fylgjendur á Instagram. Hann fékk svo skilaboð frá Luis Llopis, markmannsþjálfara Real Madrid, sem vildi ólmur fá hann í heimsókn. „Hann bauð mér til Madrid. Í fyrstu sagði ég við hann: Þú ert líka velkominn til Íslands. Því ég vissi ekki hvort þetta væri satt eða ekki. En hann bauð mér og það var mjög góð reynsla. Þetta var auðvitað frábær reynsla. Stórir leikmenn, besti markvörður heimsins í dag, og staðurinn er magnaður. Fullt af sundlaugum, fullt af völlum. Þetta er klikkað. Maður varð agndofa við að sjá þetta allt saman,“ sagði Joaquin. View this post on Instagram A post shared by Joaquin Ketlun (@joaketlun1) En hvernig voru þessir dagar í Madrid? „Þetta var mjög áhugavert. Við skoðuðum fjölmörg myndbönd, greindum margar stöður og hvernig þeir sjá hlutverk markvarðar fyrir sér í Real Madrid. Við horfðum á myndbönd í minnst 6-7 tíma á dag og ég var þarna í fjóra daga. Ég sá örugglega 30-40 tíma af efni á þessum tíma,“ sagði Joaquin hlæjandi. Hann er þó ekki alfarinn til Madrid, að minnsta kosti að sinni, og byrjaður á nýrri leiktíð með Víði í 2. deildinni: „Víðir er í mínum huga fjölskylda mín. Ég hef leikið hér í fjögur tímabil og við höfum unnið einn bikar. Víðir er magnað félag,“ sagði Joaquin sem býr í Garðinum ásamt konu sinni.
Spænski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira