Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. maí 2025 19:03 Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Bjarni Bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við sölu á hluti ríkisins í Íslandsbanka, um sé að ræða góða fjárfestingu. Útboð vegna sölunnar hófst í dag en fjármálaráðherra segir núverandi aðstæður á mörkuðum góðar fyrir sölu. Útboðið hófst klukkan hálf níu í morgun og er gert ráð fyrir því að því ljúki næsta fimmtudag klukkan fimm. Almenningur getur tekið þátt í útboðinu en þrjár leiðir eru í boði fyrir kaupendur: tilboðsbók A, B og C. Þær eru ólíkar hvað varðar forgang stærð tilboða og úthlutun og geta einstaklingar tekið þátt í tilboðsbók A og B, lögaðilar í gegnum tilboðsbók B og eftirlitsskyldir fagfjárfestar í gegnum tilboðsbók C. Fram hefur komið að þegar hefðu verið mótteknar pantanir umfram grunmagn, það er sem nær til tuttugu prósent útistandandi hlutafés. Líkt og kemur fram í útboðslýsingu hefur fjármála- og efnahagsráðherra heimild til að auka útboðsmagnið ef umframeftirspurn verður til staðar í útboðinu. Almenningur nýtur forgangs gagnvart lögaðilum og lögaðilar njóta forgangs gagnvart fjárfestum. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir um réttan tímapunkt að ræða til að hefja söluna. „Það er líka samdóma álit þeirra sem við fáum ráðgjöf hjá að þetta sé heppilegur tími, markaðir hafa verið frekar á uppleið og þetta er tækifæri.“ Að útboðinu loknu ætlar fjármála- og efnahagsráðuneytið að birta lista yfir kaupendur, bæði einstaklinga og lögaðila. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók A sem stendur almenningi til boða eru 106,56 krónur á hvern útboðshlut og lágmarkstilboð bundið við hundrað þúsund krónur, en mest er hægt að kaupa fyrir tuttugu milljónir. Markaðsgengi var 114,5 krónur í gær og jafngildir það því rúmlega 6,9 prósenta afslætti. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna í þetta skiptið. „Það sem var gagnrýnt var einmitt aðgengi almennings, það er búið að breyta því núna, tryggja forgang, svo eru þetta þrjár bækur þannig það er líka verið að reyna að horfa til fagfjárfesta og sinna þeirra þörfum, þannig að heilt yfir held ég að þetta sé, og markaðir eru bara í ágætis standi núna þannig ég er mjög bjartsýnn.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. 13. maí 2025 11:38 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Sjá meira
Útboðið hófst klukkan hálf níu í morgun og er gert ráð fyrir því að því ljúki næsta fimmtudag klukkan fimm. Almenningur getur tekið þátt í útboðinu en þrjár leiðir eru í boði fyrir kaupendur: tilboðsbók A, B og C. Þær eru ólíkar hvað varðar forgang stærð tilboða og úthlutun og geta einstaklingar tekið þátt í tilboðsbók A og B, lögaðilar í gegnum tilboðsbók B og eftirlitsskyldir fagfjárfestar í gegnum tilboðsbók C. Fram hefur komið að þegar hefðu verið mótteknar pantanir umfram grunmagn, það er sem nær til tuttugu prósent útistandandi hlutafés. Líkt og kemur fram í útboðslýsingu hefur fjármála- og efnahagsráðherra heimild til að auka útboðsmagnið ef umframeftirspurn verður til staðar í útboðinu. Almenningur nýtur forgangs gagnvart lögaðilum og lögaðilar njóta forgangs gagnvart fjárfestum. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir um réttan tímapunkt að ræða til að hefja söluna. „Það er líka samdóma álit þeirra sem við fáum ráðgjöf hjá að þetta sé heppilegur tími, markaðir hafa verið frekar á uppleið og þetta er tækifæri.“ Að útboðinu loknu ætlar fjármála- og efnahagsráðuneytið að birta lista yfir kaupendur, bæði einstaklinga og lögaðila. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók A sem stendur almenningi til boða eru 106,56 krónur á hvern útboðshlut og lágmarkstilboð bundið við hundrað þúsund krónur, en mest er hægt að kaupa fyrir tuttugu milljónir. Markaðsgengi var 114,5 krónur í gær og jafngildir það því rúmlega 6,9 prósenta afslætti. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna í þetta skiptið. „Það sem var gagnrýnt var einmitt aðgengi almennings, það er búið að breyta því núna, tryggja forgang, svo eru þetta þrjár bækur þannig það er líka verið að reyna að horfa til fagfjárfesta og sinna þeirra þörfum, þannig að heilt yfir held ég að þetta sé, og markaðir eru bara í ágætis standi núna þannig ég er mjög bjartsýnn.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. 13. maí 2025 11:38 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Sjá meira
Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. 13. maí 2025 11:38