„Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. maí 2025 20:35 Margrét Kristín Pálsdóttir hefur tekið við embætti Úlfars Lúðvíkssonar. Vísir/Samsett Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. „Þetta leggst bara ágætlega vel í mig. Þetta ber svolítið bratt að og ég er auðvitað líka þakklát að hafa fengið þetta traust til að leiða þetta stóra og mikilvæga embætti þó það sé í stuttan tíma,“ segir Margrét Kristín Pálsdóttir í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag var greint frá því að Úlfar Lúðvíksson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, baðst lausnar úr embætti eftir að Þorbjörg Sigríðar Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti honum að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Það eru breyttar forsendur og það eru auðvitað pólitískar áherslur í auknu vægi í áherslu okkar á stjórn landamæra. Ég get endurtekið við þig það sem ég sagði við Úlfar að þetta hefur ekkert með hans störf að gera heldur breyttar áherslur og aukin stærð og þungi embættisins,“ sagði Þorbjörg í samtali við fréttastofu. Margréti Kristínu var boðin staðan í hádeginu í dag. „Strax í fyrramálið mun ég hitta framkvæmdastjórn og síðan mun ég reyna hitta sem flesta starfsmenn.“ Margrét er lögfræðimenntuð og var skipuð í stöðu aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í maí árið 2024. Hún hefur áður starfað á Suðurnesjunum sem aðstoðarlögreglustjóri. „Ég hef alltaf sagt að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er auðvitað mjög umfangsmikið og fjölmargar áskoranir sem eru þar. Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek henni bara vel,“ segir Margrét. „Ég mun taka stöðuna á morgun á fólkinu en þetta er auðvitað tímabundin staða sem ég tek að mér þangað til það verður auglýst eftir nýjum lögreglustjóra. Ég hef töluverða reynslu af bæði störfum lögreglu og málefnum landamæra þannig það var kannski nærtækt að hafa samband við mig á þessu augnabliki.“ Setning Margrétar er til 1. október svo hún gerir ráð fyrir að nýr lögreglustjóri verði skipaður fyrir þann tíma. Að hennar sögn ætlar hún ekki í áherslubreytingar innan embættisins heldur sé einungis um tímabundna stöðu að ræða. „Ég held að hlutverk mitt sé að sinna þessu almenna starfi lögreglustjóra og annast daglega starfsemi embættisins. Svo kemur það í ljós hvort að það verði einhverjar breytingar gerðar en ég sé það ekki fyrir mér á þessu tímabili en það verður að koma í ljós.“ Í viðtali við dómsmálaráðherra sagði hún að töluverðar breytingar séu fyrirhugaðar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Breytingarnar séu í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar um aukin þunga í landamærapólitík. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
„Þetta leggst bara ágætlega vel í mig. Þetta ber svolítið bratt að og ég er auðvitað líka þakklát að hafa fengið þetta traust til að leiða þetta stóra og mikilvæga embætti þó það sé í stuttan tíma,“ segir Margrét Kristín Pálsdóttir í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag var greint frá því að Úlfar Lúðvíksson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, baðst lausnar úr embætti eftir að Þorbjörg Sigríðar Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti honum að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Það eru breyttar forsendur og það eru auðvitað pólitískar áherslur í auknu vægi í áherslu okkar á stjórn landamæra. Ég get endurtekið við þig það sem ég sagði við Úlfar að þetta hefur ekkert með hans störf að gera heldur breyttar áherslur og aukin stærð og þungi embættisins,“ sagði Þorbjörg í samtali við fréttastofu. Margréti Kristínu var boðin staðan í hádeginu í dag. „Strax í fyrramálið mun ég hitta framkvæmdastjórn og síðan mun ég reyna hitta sem flesta starfsmenn.“ Margrét er lögfræðimenntuð og var skipuð í stöðu aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í maí árið 2024. Hún hefur áður starfað á Suðurnesjunum sem aðstoðarlögreglustjóri. „Ég hef alltaf sagt að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er auðvitað mjög umfangsmikið og fjölmargar áskoranir sem eru þar. Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek henni bara vel,“ segir Margrét. „Ég mun taka stöðuna á morgun á fólkinu en þetta er auðvitað tímabundin staða sem ég tek að mér þangað til það verður auglýst eftir nýjum lögreglustjóra. Ég hef töluverða reynslu af bæði störfum lögreglu og málefnum landamæra þannig það var kannski nærtækt að hafa samband við mig á þessu augnabliki.“ Setning Margrétar er til 1. október svo hún gerir ráð fyrir að nýr lögreglustjóri verði skipaður fyrir þann tíma. Að hennar sögn ætlar hún ekki í áherslubreytingar innan embættisins heldur sé einungis um tímabundna stöðu að ræða. „Ég held að hlutverk mitt sé að sinna þessu almenna starfi lögreglustjóra og annast daglega starfsemi embættisins. Svo kemur það í ljós hvort að það verði einhverjar breytingar gerðar en ég sé það ekki fyrir mér á þessu tímabili en það verður að koma í ljós.“ Í viðtali við dómsmálaráðherra sagði hún að töluverðar breytingar séu fyrirhugaðar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Breytingarnar séu í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar um aukin þunga í landamærapólitík.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?