Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2025 07:02 Stuðningsfólk Manchester United er ekki beint ánægt með eigendur félagsins. James Gill/Getty Images Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, hefur ákveðið að borga fyrir fjölskyldur starfsliðs síns á úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir að í ljós kom að félagið myndi aðeins gefa hverjum starfsmanni möguleika á að kaupa tvo miða á leikinn gegn Tottenham Hotspur. ESPN greinir frá því að starfslið aðalliðs Man United hafi aðeins fengið möguleika á að kaupa tvo miða á leikinn. Þá var félagið ekki til í að leggja neitt til varðandi ferðakostnað. Það kemur í raun ekki á óvart þar sem Sir Jim Ratcliffe og Glazer-fjölskyldan gerðu slíkt hið sama þegar félagið komst í úrslit ensku bikarkeppninnar á síðasta ári. Þá reyndi fyrirliðinn Bruno Fernandes að kaupa miða fyrir þá meðlimi starfsliðsins sem ekki fengu miða en forráðamenn félagsins leyfðu það ekki því það myndi líta illa út fyrir þá. Áður var venjan að félagið borgaði fyrir ferðina til Lundúna, gistingu og miða á völlinn en nú eru breyttir tímar. Þjálfarinn Rúben Amorim tók þetta hins vegar ekki í mál og vildi sýna stuðning í verki. Hann hefur því ákveðið að sjá til þess að allir starfsmenn geti tekið tvo aðila með sér á leikinn. Svo virðist sem hann hafi fengið það í gegn ólíkt Bruni á síðustu leiktíð. Í frétt ESPN um málið er bent á að París Saint-Germain hafi ákveðið að borga fyrir 600 starfsmenn félagsins á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Ruben Amorim pays for Manchester United staff tickets for Europa League final after being told club would not fund trip to Bilbao https://t.co/YUve1Ek5TF— Mark Ogden (@MarkOgden_) May 13, 2025 Man United og Tottenham mætast í Bilbao þann 21. maí næstkomandi. Sigurvegarinn stendur uppi sem Evrópudeildarmeistari og mun taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liðin eru í 16. og 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Sjá meira
ESPN greinir frá því að starfslið aðalliðs Man United hafi aðeins fengið möguleika á að kaupa tvo miða á leikinn. Þá var félagið ekki til í að leggja neitt til varðandi ferðakostnað. Það kemur í raun ekki á óvart þar sem Sir Jim Ratcliffe og Glazer-fjölskyldan gerðu slíkt hið sama þegar félagið komst í úrslit ensku bikarkeppninnar á síðasta ári. Þá reyndi fyrirliðinn Bruno Fernandes að kaupa miða fyrir þá meðlimi starfsliðsins sem ekki fengu miða en forráðamenn félagsins leyfðu það ekki því það myndi líta illa út fyrir þá. Áður var venjan að félagið borgaði fyrir ferðina til Lundúna, gistingu og miða á völlinn en nú eru breyttir tímar. Þjálfarinn Rúben Amorim tók þetta hins vegar ekki í mál og vildi sýna stuðning í verki. Hann hefur því ákveðið að sjá til þess að allir starfsmenn geti tekið tvo aðila með sér á leikinn. Svo virðist sem hann hafi fengið það í gegn ólíkt Bruni á síðustu leiktíð. Í frétt ESPN um málið er bent á að París Saint-Germain hafi ákveðið að borga fyrir 600 starfsmenn félagsins á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Ruben Amorim pays for Manchester United staff tickets for Europa League final after being told club would not fund trip to Bilbao https://t.co/YUve1Ek5TF— Mark Ogden (@MarkOgden_) May 13, 2025 Man United og Tottenham mætast í Bilbao þann 21. maí næstkomandi. Sigurvegarinn stendur uppi sem Evrópudeildarmeistari og mun taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liðin eru í 16. og 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Sjá meira