Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 13. maí 2025 22:01 Tvær konur á efri árum hafa verið myrtar í tengslum við heimilisofbeldi á síðustu fimm árum, og eitt mannslát er til rannsóknar þar sem grunur leikur á að tæplega þrítug kona hafi orðið áttræðum föður sínum að bana. Svona hefst ein frétt á Heimildinni sem birt var fyrir skemmstu. Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Heimilisofbeldi gegn fólki 56 ára og eldri er einn stærsti flokkurinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast einhver í nánasta umhverfi, jafnvel einhver sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Hvað er hægt að gera? Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt á fundi Landssambands eldri borgara og hjá fleiri hagsmunasamtökum. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Því er brýnt að við hugum að eldra fólki í nærumhverfi okkar. Mestu skiptir að vera meðvitaður og láta okkur þessi mál varða. Það þarf almenna vitundarvakningu og stjórnvöld þurfa að vera meðvituð. Finna þarf leiðir til að sporna við þessari óheillaþróun. Mikilvægt er að hvetja starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum, til að vera vakandi og tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi. Auka þarf fræðslu og forvarnir en einnig að skylda allar stofnanir sem annast eldra fólk að hafa viðbragðsáætlun og virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er ekki óalgengt að það sé hunsað, sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Gleymum því ekki að elsta kynslóðin í dag var alin upp við að kvarta helst aldrei heldur harka af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Heimilisofbeldi Eldri borgarar Flokkur fólksins Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Tvær konur á efri árum hafa verið myrtar í tengslum við heimilisofbeldi á síðustu fimm árum, og eitt mannslát er til rannsóknar þar sem grunur leikur á að tæplega þrítug kona hafi orðið áttræðum föður sínum að bana. Svona hefst ein frétt á Heimildinni sem birt var fyrir skemmstu. Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Heimilisofbeldi gegn fólki 56 ára og eldri er einn stærsti flokkurinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast einhver í nánasta umhverfi, jafnvel einhver sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Hvað er hægt að gera? Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt á fundi Landssambands eldri borgara og hjá fleiri hagsmunasamtökum. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Því er brýnt að við hugum að eldra fólki í nærumhverfi okkar. Mestu skiptir að vera meðvitaður og láta okkur þessi mál varða. Það þarf almenna vitundarvakningu og stjórnvöld þurfa að vera meðvituð. Finna þarf leiðir til að sporna við þessari óheillaþróun. Mikilvægt er að hvetja starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum, til að vera vakandi og tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi. Auka þarf fræðslu og forvarnir en einnig að skylda allar stofnanir sem annast eldra fólk að hafa viðbragðsáætlun og virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er ekki óalgengt að það sé hunsað, sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Gleymum því ekki að elsta kynslóðin í dag var alin upp við að kvarta helst aldrei heldur harka af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun