Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Jón Þór Stefánsson skrifar 14. maí 2025 10:30 Svavar telur að hárígræðslur séu algengari en flesta gruni. Bylgjan Svavar Elliði Svavarsson, kennari og tónlistarmaður, fór til Tyrklands í hárígræðslu fyrir um mánuði síðan. „Ég var búinn að pæla lengi í þessu því hárið mitt er að þynnast svo mikið. Manni verður svolítið kalt á hausnum,“ sagði Svavar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um aðgerðina. Hann segir ákvörðunina einnig hafa verið útlitslega. „Áður en þú ferð í aðgerðina máttu ekki drekka áfengi viku áður, og svoleiðis. Það er bara algjört bann við því. Svo máttu ekki hafa svona líkamlega kvilla eins og sykursýki eða hjartaveikindi og svo framvegis,“ segir Svavar. „Aðgerðin er bara þannig að þú ferð til læknis og hann skoðar þig. Þetta er hálfgerð verkfræði, að setja hár á höfuðið á þér.“ Aðgerðin sjálf snýst um að taka hár þaðan sem mikið er af því, sem er oft á hnakka, og færa yfir þar sem það vantar. „Þetta tók alveg átta klukkustundir. Maður er vakandi allan tímann,“ segir Svavar, sem var deyfður og fékk tíu mínútna matarpásu. „Maður finnur fyrir potinu allan tímann. En maður fann engan sársauka.“ En þegar deyfingin er farin? Var þetta þá vont? „Ég var aðallega bara bólginn. Ég fann ekki fyrir miklum sársauka. En það myndaðist bjúgur á hausnum, sem er eðlilegt eftir svona.“ Líkt og áður segir er nú um mánuður liðinn síðan hann fór í aðgerðina. Hann má því fara út að hlaupa aftur, en hann hefur ekkert mátt gera það síðan hann fór í aðgerðina. „Ég mátti ekkert svitna í heilan mánuð. Ég er mjög feginn að geta farið að hlaupa aftur.“ Svavar segir að hann megi búast við því að hárið fari að vaxa aftur þremur mánuðum eftir aðgerðina. „Þá á að koma hár sem er ekkert að fara aftur. Svo verður þetta alltaf meira og meira með tímanum.“ Heldur þú að það sé meira um þetta en fólk gerir sér grein fyrir? Vill fólk ekki tala um þetta? „Já, alveg klárlega. Ég sé það núna. Þegar maður leitar eftir því hugsar maður: Vá! Þessi fór í hárígræðslu,“ segir Svavar sem telur að karlar fari í svona ígræðslur frekar en konur. Bítið Lýtalækningar Tyrkland Íslendingar erlendis Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Ég var búinn að pæla lengi í þessu því hárið mitt er að þynnast svo mikið. Manni verður svolítið kalt á hausnum,“ sagði Svavar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um aðgerðina. Hann segir ákvörðunina einnig hafa verið útlitslega. „Áður en þú ferð í aðgerðina máttu ekki drekka áfengi viku áður, og svoleiðis. Það er bara algjört bann við því. Svo máttu ekki hafa svona líkamlega kvilla eins og sykursýki eða hjartaveikindi og svo framvegis,“ segir Svavar. „Aðgerðin er bara þannig að þú ferð til læknis og hann skoðar þig. Þetta er hálfgerð verkfræði, að setja hár á höfuðið á þér.“ Aðgerðin sjálf snýst um að taka hár þaðan sem mikið er af því, sem er oft á hnakka, og færa yfir þar sem það vantar. „Þetta tók alveg átta klukkustundir. Maður er vakandi allan tímann,“ segir Svavar, sem var deyfður og fékk tíu mínútna matarpásu. „Maður finnur fyrir potinu allan tímann. En maður fann engan sársauka.“ En þegar deyfingin er farin? Var þetta þá vont? „Ég var aðallega bara bólginn. Ég fann ekki fyrir miklum sársauka. En það myndaðist bjúgur á hausnum, sem er eðlilegt eftir svona.“ Líkt og áður segir er nú um mánuður liðinn síðan hann fór í aðgerðina. Hann má því fara út að hlaupa aftur, en hann hefur ekkert mátt gera það síðan hann fór í aðgerðina. „Ég mátti ekkert svitna í heilan mánuð. Ég er mjög feginn að geta farið að hlaupa aftur.“ Svavar segir að hann megi búast við því að hárið fari að vaxa aftur þremur mánuðum eftir aðgerðina. „Þá á að koma hár sem er ekkert að fara aftur. Svo verður þetta alltaf meira og meira með tímanum.“ Heldur þú að það sé meira um þetta en fólk gerir sér grein fyrir? Vill fólk ekki tala um þetta? „Já, alveg klárlega. Ég sé það núna. Þegar maður leitar eftir því hugsar maður: Vá! Þessi fór í hárígræðslu,“ segir Svavar sem telur að karlar fari í svona ígræðslur frekar en konur.
Bítið Lýtalækningar Tyrkland Íslendingar erlendis Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“