Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar 14. maí 2025 15:32 Íþróttahreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og flestir landsmenn eiga samleið með hreyfingunni á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Okkar skipulagða íþróttastarf hringinn í kringum landið og árangur afreksíþróttafólksins okkar er heimsþekktur. Ég hef verið svo lánsamur að hafa fengið að hitta margt forystufólk annarra landa í íþróttum. Þegar þau spyrja hver sé lykilþátturinn í gróskumiklu íþróttastarfi Íslendinga er mitt fyrsta svar alltaf sjálfboðaliðinn. Íþróttastarfið okkar er byggt upp af dugmiklum sjálfboðaliðum í sinni heimabyggð og sínu nærumhverfi, frá grasrótinni upp í afreksstarf fullorðinna. Sjálfboðaliðinn er hornsteinn íþróttastarfsins. Takk! Munum öll að þakka þessum mikla fjölda einstaklinga fyrir sína samfélagsvinnu, eitt lítið takk gerir mikið. Án þeirra væri ekki bara íþróttahreyfingin fátækari heldur Ísland allt, árangur okkar á erlendri grund minni og Ísland minna þekkt út um allan heim. Það er einstakt hve vel Íslendingar standa sig í íþróttum, sérstaklega þegar litið er til smæðar þjóðarinnar, við búum við takmarkað fjármagn, oft er mannskapurinn fáliðaður og verkefnin dreifast á fáar hendur. Samt náum við árangri sem stórþjóðir öfunda. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Það byggir á sterkri grasrót, djúpum metnaði – og ómetanlegu sjálfboðaliðastarfi. Hver króna kemur margfalt til baka Íþróttir eru mikilvægur þáttur í forvörnum, uppeldi, og lýðheilsu. Þær kenna virðingu, aga, félagsfærni, samvinnu og jafnrétti. Ávinningurinn er langt umfram það sem mælt er í medalíum, hér er verið að móta einstaklinga, ekki bara sem íþróttafólk, þau verða virkir þátttakendur í samfélaginu, hvort sem þau verði kennarar, múrarar, læknar eða góðir nágrannar. Fjölmargar rannsóknir sýna að íþróttastarf sparar ríkinu verulegar fjárhæðir árlega, bæði í heilbrigðisútgjöldum og félagslegum stuðningi. Því ætti ekki að líta á fjármagn til íþrótta sem útgjöld heldur sem fjárfestingu – fjárfestingu í börnunum okkar, framtíðinni og heilbrigðara samfélagi. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri KKÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Hannes S. Jónsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Íþróttahreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og flestir landsmenn eiga samleið með hreyfingunni á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Okkar skipulagða íþróttastarf hringinn í kringum landið og árangur afreksíþróttafólksins okkar er heimsþekktur. Ég hef verið svo lánsamur að hafa fengið að hitta margt forystufólk annarra landa í íþróttum. Þegar þau spyrja hver sé lykilþátturinn í gróskumiklu íþróttastarfi Íslendinga er mitt fyrsta svar alltaf sjálfboðaliðinn. Íþróttastarfið okkar er byggt upp af dugmiklum sjálfboðaliðum í sinni heimabyggð og sínu nærumhverfi, frá grasrótinni upp í afreksstarf fullorðinna. Sjálfboðaliðinn er hornsteinn íþróttastarfsins. Takk! Munum öll að þakka þessum mikla fjölda einstaklinga fyrir sína samfélagsvinnu, eitt lítið takk gerir mikið. Án þeirra væri ekki bara íþróttahreyfingin fátækari heldur Ísland allt, árangur okkar á erlendri grund minni og Ísland minna þekkt út um allan heim. Það er einstakt hve vel Íslendingar standa sig í íþróttum, sérstaklega þegar litið er til smæðar þjóðarinnar, við búum við takmarkað fjármagn, oft er mannskapurinn fáliðaður og verkefnin dreifast á fáar hendur. Samt náum við árangri sem stórþjóðir öfunda. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Það byggir á sterkri grasrót, djúpum metnaði – og ómetanlegu sjálfboðaliðastarfi. Hver króna kemur margfalt til baka Íþróttir eru mikilvægur þáttur í forvörnum, uppeldi, og lýðheilsu. Þær kenna virðingu, aga, félagsfærni, samvinnu og jafnrétti. Ávinningurinn er langt umfram það sem mælt er í medalíum, hér er verið að móta einstaklinga, ekki bara sem íþróttafólk, þau verða virkir þátttakendur í samfélaginu, hvort sem þau verði kennarar, múrarar, læknar eða góðir nágrannar. Fjölmargar rannsóknir sýna að íþróttastarf sparar ríkinu verulegar fjárhæðir árlega, bæði í heilbrigðisútgjöldum og félagslegum stuðningi. Því ætti ekki að líta á fjármagn til íþrótta sem útgjöld heldur sem fjárfestingu – fjárfestingu í börnunum okkar, framtíðinni og heilbrigðara samfélagi. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri KKÍ.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun