Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. maí 2025 19:04 Íbúðin er í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem er merkt fyrri eigendum, orlofsnefnd húsmæðra. vísir/bjarni Leigusali á Hverfisgötu segist tala fyrir daufum eyrum lögreglu og Reykjavíkurborgar vegna íbúa í húsnæði á vegum borgarinnar sem haldi nágrönnum í heljargreipum. Leigusalinn hafi sjálfur titrað af hræðslu í samskiptum sínum við manninn. Íbúar á Hverfisgötu lýsa ófremdarástandi vegna manns sem haldi þeim í heljargreipum. Maðurinn býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar en húsið er merkt fyrri eigendum, orlofsnefnd húsmæðra. Að þeirra mati ætti maðurinn að vera vistaður á stofnun og er um tifandi tímasprengju að ræða. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu. Hann var fyrir tveimur vikum handtekinn vegna gruns um að hafa frelsissvipt ferðamann og haldið honum nauðugum í íbúðinni í nokkra klukkutíma. Í framhaldinu var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald, en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi fyrir skömmu. Starði á hann inn um gluggann Verjandi Sigurðar sagði í samtali við fréttastofu fyrir tveimur vikum að Sigurður glími við geðrænan vanda. Hann væri bæði hættulegur sjálfum sér og öðrum. Nágrannar Sigurðar sem fréttastofa ræddi við báðust undan því að koma fram undir nafni af ótta um líf sitt og limi. Þau sögðu óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspekktir úti á götu. Stanslaust partýstand og slagsmál væru í íbúðinni. Einn íbúi hafði hringt fimmtán sinnum á lögregluna frá því í janúar án þess að nokkuð hafi verið aðhafst. Í gær vaknaði annar íbúi við að Sigurður hafði klifrað upp á skúr við húsið og starað á hann inn um gluggann. Fyrir um tveimur vikum vaknaði sami maður við að sérsveitin var í garði hans vegna fyrrnefndrar frelsissviptingar. „Ég bara titraði“ Leigusali nágranna Sigurðar á Hverfisgötu segir ástandið ólíðandi. Sigurður hafi sjálfur ógnað honum eftir stutt samtal. Hræðsluástand ríki meðal íbúa í grenndinni. „Síðan labba ég upp Hverfisgötuna og upp sundið þarna og þá kemur hann stökkvandi á eftir mér og hótar mér.“ Hvernig leið þér? „Illa, mjög illa. Ég var lengi að jafna mig eftir þetta og ég bara titraði. Það var bara heppni að hann sló mig ekki eða gerði eitthvað meira.“ Talar fyrir daufum eyrum Hann hafi hringt í lögregluna en talað fyrir daufum eyrum. Sömu sögu sé að segja um samskipti hans við Reykjavíkurborg. „Lögmaðurinn hans og Guðmundur Þóroddsson [formaður Afstöðu] telja hann ekki hæfan til að vera hérna, búandi einan hérna.“ Hvað vilt þú sjá gert? „Að honum sé fundið eitthvað annað húsnæði, inn á einhverja stofnun eða hvernig sem er. Eitthvað viðeigandi úrræði? „Já en það er ekki mitt að finna honum úrræði. Hann á ekki heima hérna því miður.“ Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Íbúar á Hverfisgötu lýsa ófremdarástandi vegna manns sem haldi þeim í heljargreipum. Maðurinn býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar en húsið er merkt fyrri eigendum, orlofsnefnd húsmæðra. Að þeirra mati ætti maðurinn að vera vistaður á stofnun og er um tifandi tímasprengju að ræða. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu. Hann var fyrir tveimur vikum handtekinn vegna gruns um að hafa frelsissvipt ferðamann og haldið honum nauðugum í íbúðinni í nokkra klukkutíma. Í framhaldinu var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald, en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi fyrir skömmu. Starði á hann inn um gluggann Verjandi Sigurðar sagði í samtali við fréttastofu fyrir tveimur vikum að Sigurður glími við geðrænan vanda. Hann væri bæði hættulegur sjálfum sér og öðrum. Nágrannar Sigurðar sem fréttastofa ræddi við báðust undan því að koma fram undir nafni af ótta um líf sitt og limi. Þau sögðu óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspekktir úti á götu. Stanslaust partýstand og slagsmál væru í íbúðinni. Einn íbúi hafði hringt fimmtán sinnum á lögregluna frá því í janúar án þess að nokkuð hafi verið aðhafst. Í gær vaknaði annar íbúi við að Sigurður hafði klifrað upp á skúr við húsið og starað á hann inn um gluggann. Fyrir um tveimur vikum vaknaði sami maður við að sérsveitin var í garði hans vegna fyrrnefndrar frelsissviptingar. „Ég bara titraði“ Leigusali nágranna Sigurðar á Hverfisgötu segir ástandið ólíðandi. Sigurður hafi sjálfur ógnað honum eftir stutt samtal. Hræðsluástand ríki meðal íbúa í grenndinni. „Síðan labba ég upp Hverfisgötuna og upp sundið þarna og þá kemur hann stökkvandi á eftir mér og hótar mér.“ Hvernig leið þér? „Illa, mjög illa. Ég var lengi að jafna mig eftir þetta og ég bara titraði. Það var bara heppni að hann sló mig ekki eða gerði eitthvað meira.“ Talar fyrir daufum eyrum Hann hafi hringt í lögregluna en talað fyrir daufum eyrum. Sömu sögu sé að segja um samskipti hans við Reykjavíkurborg. „Lögmaðurinn hans og Guðmundur Þóroddsson [formaður Afstöðu] telja hann ekki hæfan til að vera hérna, búandi einan hérna.“ Hvað vilt þú sjá gert? „Að honum sé fundið eitthvað annað húsnæði, inn á einhverja stofnun eða hvernig sem er. Eitthvað viðeigandi úrræði? „Já en það er ekki mitt að finna honum úrræði. Hann á ekki heima hérna því miður.“
Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira