Erlent

Loft­á­rásir héldu á­fram og segja enn harðari á­rásir fram­undan.

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Gasa er enn í herkví Ísraela og hjálpargögn hafa ekki borist inn á svæðið síðustu tíu vikurnar að sögn breska ríkisútvarpsins.
Gasa er enn í herkví Ísraela og hjálpargögn hafa ekki borist inn á svæðið síðustu tíu vikurnar að sögn breska ríkisútvarpsins. EPA

Loftárásir Ísraelska hersins á Gasa svæðið héldu áfram í nótt og samkvæmt heilabrigðisyfirvöldum á svæðinu, sem lýtur enn stjórn Hamas samtakanna létu að minnsta kosti fjörutíu lífið í árásum næturinnar.

Að minnsta kosti níu staðir vítt og breitt um suðurhluta Gasa urðu fyrir sprengjum og í norðurhluta Gasa hefur herinn gefið út skipun um að fólk forði sér hið snarasta þar sem von sé á enn harðari árásum. 

Gasa er enn í herkví Ísraela og hjálpargögn hafa ekki borist inn á svæðið síðustu tíu vikurnar að sögn breska ríkisútvarpsins og hungrið er farið að sverfa að. 

Samkvæmt nýju mati Sameinuðu þjóðanna sem gefið var út í byrjun vikunnar er um hálf milljón manna á Gasa nú við hungurmörk og búist er við því að um 70 þúsund börn undir fimm ára aldri glími við alvarlegar afleðingar vannæringar næstu mánuðina. 

Ísraelar hafna því hinsvegar að hungursneið ríki á Gasa og segja að herkvínni sé ætlað að setja þrýsting á Hamas samtökin um að þau láti þá gísla sem enn eru í haldi, lausa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×