Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2025 10:45 Úlfaþytur varð vegna Imane Khelif, alsírsku hnefaleikakonunni á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Hún var sökuð um að vera trans kona þrátt fyrir að engar vísbendingar væru um það. Khelif vann á endanum til gullverðlauna. AP/John Locher Litningapróf sem stjórnendur sumra íþróttahreyfinga hafa ákveðið að taka upp til að ákvarða líffræðilegt kyn keppenda í kvennaflokki mun ekki virka, að mati erfðafræðings. Þótt samband kynlitninga við kyn sé sterkt sé það ófullkomið. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið er á meðal þeirra íþróttahreyfinga sem hafa ákveðið að taka upp próf þar sem keppendur í kvennaflokki þurfa að sanna kyn sitt. Þetta gerist í skugga siðafárs um að trans konur gætu yfirtekið kvennaíþróttir. Prófið sem sambandið ætlar að nota er svonefnt kjarnsýrupróf (PCR) en með því á að skima fyrir svonefndu SrY-geni. Í spendýrum bera flestir Y-litningar eintak af því geni sem virkjar þroska eistna og annarra kyneinkenna karldýra. Það próf mun þó ekki virka sem slíkt, að mati Arnars Pálssonar, erfðafræðings og prófessors í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands. Þótt samband SrY-gensins við kynlitninga sé sterkt sé það ófullkomið, skrifar hann í svari á Vísindavef háskólans við spurningu um hvort hægt sé að sanna líffræðilegt kyn fólks með litningaprófi. „PCR er aðferðin sem alþjóðlega íþróttasambandið leggur til að notuð sé til að „greina“ kyn fólks með það að markmiði að „jafna“ aðstöðu kvenna í íþróttum. Hún mun ekki virka sem slík af nokkrum meginástæðum,“ skrifar Arnar. Greinir ekki öll afbrigði gensins Líffræðilegt kyn er oftast skilgreint út frá ytri kyneinkennum. Svonefndir XX og XY-litningar tengjast sterklega kynjunum tveimur en samband kynlitninga við kyn er samt ófullkomið, að sögn Arnars. „Líffræðilegt kyn fólks er flóknara en marga grunar og ekki hægt að skilgreina með því að vísa til eins eiginleika eins og typpis eða brjósta. Sem dæmi þá eru til einstaklingar með eistu, leggöng og brjóst, og aðrir með typpi og eggjastokka. Einnig eru kynvitund og kynhneigð breytileg manna á milli, og fylgja ekki þeim tveimur líffræðilegu kynjum sem algengust eru,“ segir í svarinu. Fyrsta ástæðan fyrir því að hann telur PCR-próf ekki virka til þess að „sanna“ kyn íþróttakeppenda er að öll gen, þar á meðal SrY, séu til í mörgum afbrigðum. Þekkt sé að sum hafi skerta eða aukna virkni. Nokkur afbrigði með skerta virkni séu þekkt og PCR-próf nýtist ekki til að greina þau fyllilega. Ekki öruggt að einstaklingur sé karl þótt genið greinist Þá sé ekki öruggt að einstaklingur sé „karl“ þótt PCR-próf staðfesti að hann hafi SrY-genið og engar stökkbreytingar óvirki það. „Líta má á SrY sem fremsta kubbinn í langri keðju sem leiðir til myndunar eistna og margra annarra kyneinkenna karla, svo sem sáðrásar, typpis, blöðruhálskirtils og taugabrauta tengdar kynvitund og löngun. Nema hvað þessi keðja greinist, því ein atburðarás rekur sig í forvera kynkirtlanna, en önnur í vef sem gefur af sér lim eða sköp. Ef einhverja hlekki vantar í keðjuna eða keðjurnar þá raskast þroskun eins eða fleiri eiginleika,“ segir í svarinu. Dæmi um þetta sé testósterónónæmi þar sem viðkomandi er með XY-litninga, með virkt SrY-gen og mynda eðlileg eistu. Eistun framleiði svo testósterón sem hafi áhrif á marga aðra vefi fósturs og fólks. Til þess að túlka testósterónhormónið þurfi viðtaka. Þeir sem hafi galla í viðtakarageninu þorski með sér ytri og innri kyneinkenni konu en þeir hafi flestir virk eistu. „Slíkir einstaklingar skilgreina sig oft sem trans, það er að segja sem karlmann í kvenlíkama. Eins eru til trans einstaklingar sem fæðast í karllíkama, en upplifa sig sem kvenkyns frá unga aldri,“ segir Arnar. Finnst kannski í sumum lífsýnum úr sama einstakling en ekki öllum Í þriðja lagi nefnir Arnar að einstaklingar geti verið með flókna erfðasamsetningu vegna blöndunar fóstra eða stökkbreytinga í líkamsfrumum. Þannig geti PCR-lífsýni staðfest að SrY-gen sé til staðar í einstaklingi en aðeins í sumum sýnum úr líkama hans, ekki öllum. „Líklegast er að viðkomandi hafi orðið til við samruna tveggja fóstra. Saman geta runnið tvö XX fóstur, tvö XY fóstur eða fóstur sitt af hvorri gerðinni. Þeir síðasttöldu verða oft með blöndu af kyneinkennum eftir því hvar frumur með sitthvora samsetningu kynlitninga lenda í fóstrinu (og fullorðna einstaklingnum),“ segir í svari Arnars. Vísindi Jafnréttismál Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Sjá meira
Alþjóðafrjálsíþróttasambandið er á meðal þeirra íþróttahreyfinga sem hafa ákveðið að taka upp próf þar sem keppendur í kvennaflokki þurfa að sanna kyn sitt. Þetta gerist í skugga siðafárs um að trans konur gætu yfirtekið kvennaíþróttir. Prófið sem sambandið ætlar að nota er svonefnt kjarnsýrupróf (PCR) en með því á að skima fyrir svonefndu SrY-geni. Í spendýrum bera flestir Y-litningar eintak af því geni sem virkjar þroska eistna og annarra kyneinkenna karldýra. Það próf mun þó ekki virka sem slíkt, að mati Arnars Pálssonar, erfðafræðings og prófessors í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands. Þótt samband SrY-gensins við kynlitninga sé sterkt sé það ófullkomið, skrifar hann í svari á Vísindavef háskólans við spurningu um hvort hægt sé að sanna líffræðilegt kyn fólks með litningaprófi. „PCR er aðferðin sem alþjóðlega íþróttasambandið leggur til að notuð sé til að „greina“ kyn fólks með það að markmiði að „jafna“ aðstöðu kvenna í íþróttum. Hún mun ekki virka sem slík af nokkrum meginástæðum,“ skrifar Arnar. Greinir ekki öll afbrigði gensins Líffræðilegt kyn er oftast skilgreint út frá ytri kyneinkennum. Svonefndir XX og XY-litningar tengjast sterklega kynjunum tveimur en samband kynlitninga við kyn er samt ófullkomið, að sögn Arnars. „Líffræðilegt kyn fólks er flóknara en marga grunar og ekki hægt að skilgreina með því að vísa til eins eiginleika eins og typpis eða brjósta. Sem dæmi þá eru til einstaklingar með eistu, leggöng og brjóst, og aðrir með typpi og eggjastokka. Einnig eru kynvitund og kynhneigð breytileg manna á milli, og fylgja ekki þeim tveimur líffræðilegu kynjum sem algengust eru,“ segir í svarinu. Fyrsta ástæðan fyrir því að hann telur PCR-próf ekki virka til þess að „sanna“ kyn íþróttakeppenda er að öll gen, þar á meðal SrY, séu til í mörgum afbrigðum. Þekkt sé að sum hafi skerta eða aukna virkni. Nokkur afbrigði með skerta virkni séu þekkt og PCR-próf nýtist ekki til að greina þau fyllilega. Ekki öruggt að einstaklingur sé karl þótt genið greinist Þá sé ekki öruggt að einstaklingur sé „karl“ þótt PCR-próf staðfesti að hann hafi SrY-genið og engar stökkbreytingar óvirki það. „Líta má á SrY sem fremsta kubbinn í langri keðju sem leiðir til myndunar eistna og margra annarra kyneinkenna karla, svo sem sáðrásar, typpis, blöðruhálskirtils og taugabrauta tengdar kynvitund og löngun. Nema hvað þessi keðja greinist, því ein atburðarás rekur sig í forvera kynkirtlanna, en önnur í vef sem gefur af sér lim eða sköp. Ef einhverja hlekki vantar í keðjuna eða keðjurnar þá raskast þroskun eins eða fleiri eiginleika,“ segir í svarinu. Dæmi um þetta sé testósterónónæmi þar sem viðkomandi er með XY-litninga, með virkt SrY-gen og mynda eðlileg eistu. Eistun framleiði svo testósterón sem hafi áhrif á marga aðra vefi fósturs og fólks. Til þess að túlka testósterónhormónið þurfi viðtaka. Þeir sem hafi galla í viðtakarageninu þorski með sér ytri og innri kyneinkenni konu en þeir hafi flestir virk eistu. „Slíkir einstaklingar skilgreina sig oft sem trans, það er að segja sem karlmann í kvenlíkama. Eins eru til trans einstaklingar sem fæðast í karllíkama, en upplifa sig sem kvenkyns frá unga aldri,“ segir Arnar. Finnst kannski í sumum lífsýnum úr sama einstakling en ekki öllum Í þriðja lagi nefnir Arnar að einstaklingar geti verið með flókna erfðasamsetningu vegna blöndunar fóstra eða stökkbreytinga í líkamsfrumum. Þannig geti PCR-lífsýni staðfest að SrY-gen sé til staðar í einstaklingi en aðeins í sumum sýnum úr líkama hans, ekki öllum. „Líklegast er að viðkomandi hafi orðið til við samruna tveggja fóstra. Saman geta runnið tvö XX fóstur, tvö XY fóstur eða fóstur sitt af hvorri gerðinni. Þeir síðasttöldu verða oft með blöndu af kyneinkennum eftir því hvar frumur með sitthvora samsetningu kynlitninga lenda í fóstrinu (og fullorðna einstaklingnum),“ segir í svari Arnars.
Vísindi Jafnréttismál Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Sjá meira