ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2025 11:51 Framkvæmdastjórn ESB vildi ekki afhenda textaskilaboð sem eru sögð hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta hennar, og Albert Bourla, forstjóra Pfizer, á hátindi Covid-faraldursins. Ríki heims kepptust þá um að tryggja sér aðgang að nýþróuðum bóluefnum. Samningurinn sem ESB gerði við Pfizer er sá stærsti sem um getur. Vísir Talsmenn gegnsæis í stjórnsýslu fagna eftir að evrópskur dómstóll felldi áfellisdóm yfir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í gær vegna þess hvernig hún hafnaði að afhenda skilaboð forseta hennar og forstjóra lyfjarisa í kórónuveirufaraldrinum. Almenni dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu að vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar hefðu ekki verið í samræmi við góða stjórnsýslu þegar hún hafnaði blaðmanni bandaríska blaðsins New York Times um textaskilaboð sem áttu að hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og Albert Bourla, forstjóra lyfjarisans Pfizer. Samskipti þeirra eru sögð hafa átt sér stað þegar Evrópusambandið reyndi af kappi að tryggja sér nýtilbúið bóluefni gegn Covid-19 sem öll heimsbyggðin sóttist eftir. Þetta gerðist eftir að lyfjafyrirtækið AstraZeneca gat ekki uppfyllt pantanir ESB á sínu bóluefni. Samningurinn sem sambandið gerði við Pfizer í kjölfarið er sá stærsti sem framkvæmdastjórnin hefur nokkru sinni gert. Framkvæmdastjórnin sagði skilaboðin, ef þau væru á annað borð til, teldust ekki á meðal gagna sem almenningur ætti rétt á á grundvelli upplýsingalaga. Skilaboðin væru ekki til hjá framkvæmdastjórninni. Dómstóllinn sagði að framkvæmdastjórnin hefði þurft að gefa trúverðugar skýringar á því hvers vegna gögnin umbeðnu fyndust ekki, ekki aðeins fullyrða að þau væru ekki til. Þá hefði hún ekki gert grein fyrir því á trúverðugan hátt hvers vegna engar mikilvægar upplýsingar væri að finna í skilaboðunum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Framkvæmdastjórnin hefði heldur ekki skýrt nægilega hvort að skilaboðunum hefði verið eytt og þá hvort það hefði verið gert viljandi, sjálfkrafa eða vegna þess að von der Leyen hefði fengið nýtt símtæki í millitíðinni. Reyna að finna nýjan rökstuðning Talsmaður New York Times lýsti niðurstöðunni sem sigri fyrir gegnsæi og ábyrgð innan Evrópusambandsins. Hún sendi sterk skilaboð um að rafræn samskipti af þessu tagi væru ekki undanþegin upplýsingarétti. Dómurinn í gær ógilti ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að hafna beiðni bandaríska blaðsins. Ekki er þó kveðið á um að öll textaskilaboð falli undir upplýsingarétt almennings, aðeins þau sem kunna að varða opinberan erindrekstur. Evrópska blaðið Politico segir að fyrstu viðbrögð framkvæmdastjórnarinnar bendi til þess að hún ætli að finna nýjan rökstuðning fyrir því að hafna beiðninni aftur. Fyrir dómi vísaði framkvæmdastjórnin til þess að gengið væri út frá því að von der Leyen væri búin að skipta um síma frá því að samskiptin við Bourla áttu sér stað þar sem öryggisreglur sambandsins knýi á um það. Framkvæmdastjórnin hefur tvo mánuði til þess að áfrýja niðurstöðunni. Samningaviðræður ESB við Pfizer hafa sætt gagnrýni vegna ógegnsæis. Sambandið greiddi fyrirtækinu 2,7 milljarða evra fyrir meira en milljarð skammta af bóluefninu. Ísland átti í samstarfi við ESB um bóluefni og naut því góðs af samningnum. Rannsókn sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði frá í fyrra benti til þess að bóluefnin hefðu bjargað um 1,4 milljón mannslífa í Evrópu. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Bólusetningar Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Almenni dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu að vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar hefðu ekki verið í samræmi við góða stjórnsýslu þegar hún hafnaði blaðmanni bandaríska blaðsins New York Times um textaskilaboð sem áttu að hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og Albert Bourla, forstjóra lyfjarisans Pfizer. Samskipti þeirra eru sögð hafa átt sér stað þegar Evrópusambandið reyndi af kappi að tryggja sér nýtilbúið bóluefni gegn Covid-19 sem öll heimsbyggðin sóttist eftir. Þetta gerðist eftir að lyfjafyrirtækið AstraZeneca gat ekki uppfyllt pantanir ESB á sínu bóluefni. Samningurinn sem sambandið gerði við Pfizer í kjölfarið er sá stærsti sem framkvæmdastjórnin hefur nokkru sinni gert. Framkvæmdastjórnin sagði skilaboðin, ef þau væru á annað borð til, teldust ekki á meðal gagna sem almenningur ætti rétt á á grundvelli upplýsingalaga. Skilaboðin væru ekki til hjá framkvæmdastjórninni. Dómstóllinn sagði að framkvæmdastjórnin hefði þurft að gefa trúverðugar skýringar á því hvers vegna gögnin umbeðnu fyndust ekki, ekki aðeins fullyrða að þau væru ekki til. Þá hefði hún ekki gert grein fyrir því á trúverðugan hátt hvers vegna engar mikilvægar upplýsingar væri að finna í skilaboðunum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Framkvæmdastjórnin hefði heldur ekki skýrt nægilega hvort að skilaboðunum hefði verið eytt og þá hvort það hefði verið gert viljandi, sjálfkrafa eða vegna þess að von der Leyen hefði fengið nýtt símtæki í millitíðinni. Reyna að finna nýjan rökstuðning Talsmaður New York Times lýsti niðurstöðunni sem sigri fyrir gegnsæi og ábyrgð innan Evrópusambandsins. Hún sendi sterk skilaboð um að rafræn samskipti af þessu tagi væru ekki undanþegin upplýsingarétti. Dómurinn í gær ógilti ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að hafna beiðni bandaríska blaðsins. Ekki er þó kveðið á um að öll textaskilaboð falli undir upplýsingarétt almennings, aðeins þau sem kunna að varða opinberan erindrekstur. Evrópska blaðið Politico segir að fyrstu viðbrögð framkvæmdastjórnarinnar bendi til þess að hún ætli að finna nýjan rökstuðning fyrir því að hafna beiðninni aftur. Fyrir dómi vísaði framkvæmdastjórnin til þess að gengið væri út frá því að von der Leyen væri búin að skipta um síma frá því að samskiptin við Bourla áttu sér stað þar sem öryggisreglur sambandsins knýi á um það. Framkvæmdastjórnin hefur tvo mánuði til þess að áfrýja niðurstöðunni. Samningaviðræður ESB við Pfizer hafa sætt gagnrýni vegna ógegnsæis. Sambandið greiddi fyrirtækinu 2,7 milljarða evra fyrir meira en milljarð skammta af bóluefninu. Ísland átti í samstarfi við ESB um bóluefni og naut því góðs af samningnum. Rannsókn sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði frá í fyrra benti til þess að bóluefnin hefðu bjargað um 1,4 milljón mannslífa í Evrópu.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Bólusetningar Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira