Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. maí 2025 12:59 Úlfar Lúðvíksson var lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann var skipaður í embætti 2020. Vísir/Einar Úlfari Lúðvíkssyni var boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með ráðherra án þess að þurfa að sækja starfið gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði það á fundi og lét svo af störfum sem lögreglustjóri. Frá þessu er greint á vef mbl.is og er vísað í fundargerð af fundi ráðherra og lögreglustjórans. Eins og greint var frá í fyrradag lét Úlfar sjálfur af störfum sem lögreglustjóri eftir að hafa verið kallaður á fund Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra og tilkynnt að auglýsa ætti stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum eins og lög kveði á um að eigi að gera á fimm ára fresti. Í frétt mbl.is kemur fram að honum hafi á sama tíma verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi en Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglustjóri, var nýlega skipuð í embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands til fimm ára. Staðan var því laus. Sjá einnig: Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Í frétt mbl um málið er vísað til þess að á fundi ráðherra hafi Þorbjörg sérstaklega tekið fram að ákvörðunin um að auglýsa tengdist ekki með neinum hætti frammistöðu Úlfars í embætti. hún hafi vísað til yfirvofandi breytingar á störfum embættisins vegna uppbyggingar brottfarar- og móttökustöðvar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á næsta ári. Til skoðunar væri einnig að flytja heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra, áður stoðdeild ríkislögreglustjóra, til embættisins. Því hafi verið réttast að auglýsa embættið þegar skipunartími hans átti að renna út í nóvember. Vildi ekki fara á Austurland Úlfar hafi eftir það tilkynnt þeim að hann myndi ekki vilja taka við stöðunni á Austurlandi og það væri betra að hann myndi láta af störfum sem fyrst, við vikulok síðasta lagi. Hann eigi rétt á launum út skipunartímann, auk sex mánaða í viðbót verði hann ekki skipaður aftur, en stingur upp á því að gerður verði við hann starfslokasamningur, svo hann missi ekki af þessum kjörum. Samkvæmt fundargerð, og frétt mbl, segir Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri, sem ritar fundargerðina, að „ekki ætti að vera ómögulegt“ að fallast á þá beiðni. Samkvæmt frétt mbl var gerður starfslokasamningur við Úlfar daginn eftir. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Mannréttindi Tengdar fréttir Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. 14. maí 2025 19:58 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. 13. maí 2025 20:35 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Eins og greint var frá í fyrradag lét Úlfar sjálfur af störfum sem lögreglustjóri eftir að hafa verið kallaður á fund Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra og tilkynnt að auglýsa ætti stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum eins og lög kveði á um að eigi að gera á fimm ára fresti. Í frétt mbl.is kemur fram að honum hafi á sama tíma verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi en Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglustjóri, var nýlega skipuð í embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands til fimm ára. Staðan var því laus. Sjá einnig: Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Í frétt mbl um málið er vísað til þess að á fundi ráðherra hafi Þorbjörg sérstaklega tekið fram að ákvörðunin um að auglýsa tengdist ekki með neinum hætti frammistöðu Úlfars í embætti. hún hafi vísað til yfirvofandi breytingar á störfum embættisins vegna uppbyggingar brottfarar- og móttökustöðvar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á næsta ári. Til skoðunar væri einnig að flytja heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra, áður stoðdeild ríkislögreglustjóra, til embættisins. Því hafi verið réttast að auglýsa embættið þegar skipunartími hans átti að renna út í nóvember. Vildi ekki fara á Austurland Úlfar hafi eftir það tilkynnt þeim að hann myndi ekki vilja taka við stöðunni á Austurlandi og það væri betra að hann myndi láta af störfum sem fyrst, við vikulok síðasta lagi. Hann eigi rétt á launum út skipunartímann, auk sex mánaða í viðbót verði hann ekki skipaður aftur, en stingur upp á því að gerður verði við hann starfslokasamningur, svo hann missi ekki af þessum kjörum. Samkvæmt fundargerð, og frétt mbl, segir Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri, sem ritar fundargerðina, að „ekki ætti að vera ómögulegt“ að fallast á þá beiðni. Samkvæmt frétt mbl var gerður starfslokasamningur við Úlfar daginn eftir.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Mannréttindi Tengdar fréttir Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. 14. maí 2025 19:58 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. 13. maí 2025 20:35 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. 14. maí 2025 19:58
Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37
„Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. 13. maí 2025 20:35