Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar 15. maí 2025 20:32 Í sjónvarpsfréttum eða kastljósi 6. þ.m. var fólk spurt hvernig því litist á að tekið yrði gjald fyrir veiðileyfi við Ísland. Flestum var létt um svör þar til kom að því að spyrja þau sem kynnt voru sem íbúar í sjávarplássum. Þá vafðist mörgum tunga um tönn. Svarendur báru fyrir sig að vegna vinnu sinnar vildu þeir ekki fella neina dóma í málinu. Þegar ég heyrði og sá undanbrögð fólksins til að svara þá rifjaðist upp saga sem karl faðir minn sagði mér þegar hann og 44 félagar stofnuðu verkalýðsfélagið Baldur árið 1916 á Ísafirði. Hann var þá kosinn varaformaður Baldurs, ungur strákur sem hafði litla vigt í samfélaginu. Ástæðuna fyrir því að hann var kosinn í stjórnina sagði hann hafa verið, að hann var ekki fyrirvinna heimilis. Hótun að reka hann og svifta heimili hans bjargráðum hafði því lítil áhrif. Tómthúsmenn Þau sem tóku þann slag að vera stofnendur Baldurs voru iðnaðarmenn og tómthúsmenn og þeirra konur. Tómthúsmenn gátu nýtt sjávarfang og réðu yfir bátkænu og byssu (fiskur, selur, fugl) og bjuggu að grasnytjum fyrir rollur sínar og ræktun á kartöflum og rófum. Tómthúsmenn voru því ekki svo illa settir að þeirra fjölskyldur yrðu sveltar til undirgefni. Öll störf sín í þágu verkalýðshreyfingarinnar unnu þau að loknum erfiðum vinnudegi og þrátt fyrir mikla andúð og áreiti sigruðu þau auðmennina sem kúguðu launþegana. Í örbirgð sinni skóp þetta smáða fólk samtökin, sem ólu af sér verkalýðshreyfinguna. Íslenska þjóðin á óendanlega mikið að þakka því fólki, skynsemi þess og hugrekki, fórnfýsi og samkennd og jafnrétti þess, sem eru undirstaða réttláts samfélags. Gleðitíðindi Nú er við völd á Íslandi ríkisstjórn sem boðar það réttlæti að gæði lands og sjávar séu sameign kynslóðanna og hver kynslóð hafi þá skyldu að vernda þau gæði og tryggja þannig viðurværi barna sinna og annarra óborinna Íslendinga. Stjórnarfrumvarp um veiðileyfagjald er því komið fram. Andstæðingar þess gera sig að kjánum og sýna í sjónvarpi bíómyndir um gömlu aðferðina, að hóta fólki tekjutapi og að byggðir kringum landið leggist af og eignir verði verðlausar, ef lög um veiðigjald verða samþykkt. Yfirskrift greinar minnar ber í sér keim af sögu um frægan mann, sem var leiddur upp á fjall og sýndur allur heimurinn og sagt: „Allt þetta skal ég veita þér ef þú fellur fram og tilbiður mig“ Svar mannsins er vel þekkt: „Vík frá mér“ Stjórnar- frumvarpið snýst um hverjir eiga Ísland og auðlindir þess Mætum hótunum auðmanna með sama hætti og tómthúskarlarnir í Baldri. Eflum samstöðuna gegn árásum stórútgerðarinnar og segjum við hana eins og maðurinn á fjallinu – Vík frá mér. Es: 1916 var „Verkamannafélag Ísfirðinga“ með 44 félaga 1917 var nafni þess breytt í Baldur þá voru félagar orðnir 134 sjá bókina „Vindur í seglum“ eftir Sigurð Pétursson, sagnfræðing. Hún er frábær heimild um sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum frá 1890 - 1930. Höfundur er rafvirki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsfréttum eða kastljósi 6. þ.m. var fólk spurt hvernig því litist á að tekið yrði gjald fyrir veiðileyfi við Ísland. Flestum var létt um svör þar til kom að því að spyrja þau sem kynnt voru sem íbúar í sjávarplássum. Þá vafðist mörgum tunga um tönn. Svarendur báru fyrir sig að vegna vinnu sinnar vildu þeir ekki fella neina dóma í málinu. Þegar ég heyrði og sá undanbrögð fólksins til að svara þá rifjaðist upp saga sem karl faðir minn sagði mér þegar hann og 44 félagar stofnuðu verkalýðsfélagið Baldur árið 1916 á Ísafirði. Hann var þá kosinn varaformaður Baldurs, ungur strákur sem hafði litla vigt í samfélaginu. Ástæðuna fyrir því að hann var kosinn í stjórnina sagði hann hafa verið, að hann var ekki fyrirvinna heimilis. Hótun að reka hann og svifta heimili hans bjargráðum hafði því lítil áhrif. Tómthúsmenn Þau sem tóku þann slag að vera stofnendur Baldurs voru iðnaðarmenn og tómthúsmenn og þeirra konur. Tómthúsmenn gátu nýtt sjávarfang og réðu yfir bátkænu og byssu (fiskur, selur, fugl) og bjuggu að grasnytjum fyrir rollur sínar og ræktun á kartöflum og rófum. Tómthúsmenn voru því ekki svo illa settir að þeirra fjölskyldur yrðu sveltar til undirgefni. Öll störf sín í þágu verkalýðshreyfingarinnar unnu þau að loknum erfiðum vinnudegi og þrátt fyrir mikla andúð og áreiti sigruðu þau auðmennina sem kúguðu launþegana. Í örbirgð sinni skóp þetta smáða fólk samtökin, sem ólu af sér verkalýðshreyfinguna. Íslenska þjóðin á óendanlega mikið að þakka því fólki, skynsemi þess og hugrekki, fórnfýsi og samkennd og jafnrétti þess, sem eru undirstaða réttláts samfélags. Gleðitíðindi Nú er við völd á Íslandi ríkisstjórn sem boðar það réttlæti að gæði lands og sjávar séu sameign kynslóðanna og hver kynslóð hafi þá skyldu að vernda þau gæði og tryggja þannig viðurværi barna sinna og annarra óborinna Íslendinga. Stjórnarfrumvarp um veiðileyfagjald er því komið fram. Andstæðingar þess gera sig að kjánum og sýna í sjónvarpi bíómyndir um gömlu aðferðina, að hóta fólki tekjutapi og að byggðir kringum landið leggist af og eignir verði verðlausar, ef lög um veiðigjald verða samþykkt. Yfirskrift greinar minnar ber í sér keim af sögu um frægan mann, sem var leiddur upp á fjall og sýndur allur heimurinn og sagt: „Allt þetta skal ég veita þér ef þú fellur fram og tilbiður mig“ Svar mannsins er vel þekkt: „Vík frá mér“ Stjórnar- frumvarpið snýst um hverjir eiga Ísland og auðlindir þess Mætum hótunum auðmanna með sama hætti og tómthúskarlarnir í Baldri. Eflum samstöðuna gegn árásum stórútgerðarinnar og segjum við hana eins og maðurinn á fjallinu – Vík frá mér. Es: 1916 var „Verkamannafélag Ísfirðinga“ með 44 félaga 1917 var nafni þess breytt í Baldur þá voru félagar orðnir 134 sjá bókina „Vindur í seglum“ eftir Sigurð Pétursson, sagnfræðing. Hún er frábær heimild um sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum frá 1890 - 1930. Höfundur er rafvirki
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun