Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2025 22:20 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Smáranum í Kópavogi. Allur 45,2% eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka var til sölu í útboðinu. Vísir/Vilhelm Heildarvirði nýafstaðins útboðs ríkissjóðs á hlutum í Íslandsbanka nemur 90,58 milljörðum króna. Líkur eru á því að nær allir seldir hlutir fari til almennings. Meira en tvöföld umframeftirspurn var eftir hlutum í útboðinu og nam hún um 100 milljörðum króna. Stjórnvöld ákváðu fyrr í dag að auka magn í útboði almennra hluta og selja allan 45,2% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðuneytið greinir frá helstu niðurstöðum útboðsins í tilkynningu en tilboðstímabilinu lauk klukkan 17 í kvöld. Útboðsgengi tilboðsbókar A var fast 106,56 krónur á útboðshlut. Á sama tíma var útboðsgengi tilboðsbókar B og tilboðsbókar C sömuleiðis 106,56 krónur á hlut þar sem tilboð í tilboðsbók A fóru verulega umfram grunnmagn útboðsins. Bendi til að allt fari í tilboðsbók A Sérfræðingar sem fréttastofa ræddi við segja að í ljósi þess að útboðsgengi tilboðsbókanna er það sama sé útlit fyrir að allir hlutirnir fari í tilboðsbók A sem er einungis ætluð almenningi en einstaklingar nutu forgangs í útboðinu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Fari svo að einhverjir muni ekki geta staðið við áskriftartilboð sín í tilboðsbók A gætu þeir hlutir farið áfram í tilboðsbók B og C sem voru aðgengilegar stærri fagfjárfestum. Bæði lögaðilar og almenningur gátu boðið í tilboðsbók B fyrir að lágmarki tvær milljónir króna. Tilboðsbók C var opin eftirlitsskyldum fagfjárfestum sem uppfylltu það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra sé jafnvirði 70 milljarða króna eða hærri. Tilboðsbók A var eingöngu ætluð einstaklingum með íslenska kennitölu og var heimilt að gera tilboð á bilinu 100 þúsund krónur til 20 milljóna króna. Von á tilkynningu í fyrramálið Tilboð sem bárust á grundvelli tilboðsbókar A njóta forgangs við úthlutun. Þá er gert er ráð fyrir að fjárfestum verði tilkynnt um úthlutun vegna tilboðsbókar A fyrir opnun markaða á morgun þann 16. maí, að því er fram kemur í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir jafnframt að komi til þess að frekari hlutir séu í boði eftir úthlutun til einstaklinga, muni fjárfestar í tilboðsbók B og C fá upplýsingar um úthlutun miðvikudagsmorguninn 21. maí. „Um talsverða heildareftirspurn og verulega eftirspurn innanlands var að ræða í útboðinu og sýndu bæði almennir fjárfestar og fagfjárfestar, sem og innlendir og erlendir, útboðinu mikinn áhuga. Við úthlutun verður sérstök áhersla lögð á að tryggja þátttöku einstaklinga og því verða áskriftir í tilboðsbók A ekki skertar. Auk þess var leitast við að laða að stóra eftirlitsskylda fagfjárfesta þar sem eftirspurn var umtalsverð,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fjöldi almennra hluta sem seldir voru í útboðinu eru 850.000.007 sem svarar til 45,2% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið uppfærð. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Ritstjóri Innherja telur líklegt að hátt í hundrað milljarðar króna fáist fyrir hlut ríkisins í Íslandsbanka í yfirstandandi söluferli. Líklega sé um að ræða stærstu eignasölu ríkissjóðs frá upphafi. 15. maí 2025 19:20 Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. 15. maí 2025 16:51 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Stjórnvöld ákváðu fyrr í dag að auka magn í útboði almennra hluta og selja allan 45,2% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðuneytið greinir frá helstu niðurstöðum útboðsins í tilkynningu en tilboðstímabilinu lauk klukkan 17 í kvöld. Útboðsgengi tilboðsbókar A var fast 106,56 krónur á útboðshlut. Á sama tíma var útboðsgengi tilboðsbókar B og tilboðsbókar C sömuleiðis 106,56 krónur á hlut þar sem tilboð í tilboðsbók A fóru verulega umfram grunnmagn útboðsins. Bendi til að allt fari í tilboðsbók A Sérfræðingar sem fréttastofa ræddi við segja að í ljósi þess að útboðsgengi tilboðsbókanna er það sama sé útlit fyrir að allir hlutirnir fari í tilboðsbók A sem er einungis ætluð almenningi en einstaklingar nutu forgangs í útboðinu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Fari svo að einhverjir muni ekki geta staðið við áskriftartilboð sín í tilboðsbók A gætu þeir hlutir farið áfram í tilboðsbók B og C sem voru aðgengilegar stærri fagfjárfestum. Bæði lögaðilar og almenningur gátu boðið í tilboðsbók B fyrir að lágmarki tvær milljónir króna. Tilboðsbók C var opin eftirlitsskyldum fagfjárfestum sem uppfylltu það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra sé jafnvirði 70 milljarða króna eða hærri. Tilboðsbók A var eingöngu ætluð einstaklingum með íslenska kennitölu og var heimilt að gera tilboð á bilinu 100 þúsund krónur til 20 milljóna króna. Von á tilkynningu í fyrramálið Tilboð sem bárust á grundvelli tilboðsbókar A njóta forgangs við úthlutun. Þá er gert er ráð fyrir að fjárfestum verði tilkynnt um úthlutun vegna tilboðsbókar A fyrir opnun markaða á morgun þann 16. maí, að því er fram kemur í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir jafnframt að komi til þess að frekari hlutir séu í boði eftir úthlutun til einstaklinga, muni fjárfestar í tilboðsbók B og C fá upplýsingar um úthlutun miðvikudagsmorguninn 21. maí. „Um talsverða heildareftirspurn og verulega eftirspurn innanlands var að ræða í útboðinu og sýndu bæði almennir fjárfestar og fagfjárfestar, sem og innlendir og erlendir, útboðinu mikinn áhuga. Við úthlutun verður sérstök áhersla lögð á að tryggja þátttöku einstaklinga og því verða áskriftir í tilboðsbók A ekki skertar. Auk þess var leitast við að laða að stóra eftirlitsskylda fagfjárfesta þar sem eftirspurn var umtalsverð,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fjöldi almennra hluta sem seldir voru í útboðinu eru 850.000.007 sem svarar til 45,2% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið uppfærð.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Ritstjóri Innherja telur líklegt að hátt í hundrað milljarðar króna fáist fyrir hlut ríkisins í Íslandsbanka í yfirstandandi söluferli. Líklega sé um að ræða stærstu eignasölu ríkissjóðs frá upphafi. 15. maí 2025 19:20 Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. 15. maí 2025 16:51 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Ritstjóri Innherja telur líklegt að hátt í hundrað milljarðar króna fáist fyrir hlut ríkisins í Íslandsbanka í yfirstandandi söluferli. Líklega sé um að ræða stærstu eignasölu ríkissjóðs frá upphafi. 15. maí 2025 19:20
Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. 15. maí 2025 16:51