Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2025 09:37 Áin Jhelum er ein nokkurra mikilvægra áa sem renna gegnum Indlandshluta Kasmírhéraðs og til Pakistan. Indverjar eru sgaðir íhuga að byggja fráveituskurði, stíflur og lón til að draga úr flæði vatns til Pakistan. Getty/Nasir Kachroo Yfirvöld á Indlandi eru að íhuga að draga verulega úr flæði áa sem flæða til ræktunarlands í Pakistan. Á að gera það til að refsa Pakistönum fyrir mannskæða hryðjuverkaárás í indverska hluta Kasmír í síðasta mánuði. Indverskir ráðamenn eru þar að auki sagðir ósáttir við framgöngu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og embættismanna hans í aðdraganda og eftir vopnahlé. Pakistanar neita því að hafa komið að árásinni í Kasmír með nokkrum hætti en árásin leiddi til umfangsmikilla átaka milli ríkjanna. Indverjar slitu eftir árásina samkomulagi við Pakistan frá 1960 um deilingu vatns. Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar stendur ekki til að endurskoða þá ákvörðun, jafnvel þó ráðamenn ríkjanna tveggja hafi samþykkt vopnahlé í síðust viku. Utanríkisráðherra Pakistan hefur sagt frá því að bréf hafi verið sent til Indlands, þar sem því hafi verið lýst yfir að riftun samkomulagsins hafi verið ólögleg og að ráðamenn í Pakistan líti svo á að hann sé enn í gildi. Etir árásina 22. apríl skipaði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, embættismönnum sínum að flýta skipulagningu og framkvæmd á verkefnum sem snúa að því að gera stíflur og fráveituskurði í ám sem renna í gegnum Indlands til Punjabhéraðs í Pakistan, þar sem landbúnaður er mjög umfangsmikill. Um áttatíu prósent af pakistönskum landbúnaði og stór hluti raforkuframleiðslu landsins reiðir sig á vatn sem rennur gegnum Indland og þá sérstaklega í gegnum Indlandshluta Kasmírhéraðs. Er þar sérstaklega um að ræða árnar Indus, Chenab og Jhelum. Meðal annars stendur til, samkvæmt Reuters, að stækka og fjölga fráveituskurðum frá Chenabá og gera þannig Indverjum kleift að nota um 150 rúmmetra af vatni á sekúndu, en þeir geta núna notað um fjörutíu rúmmetra á sekúndu. Fleiri verkefni sem myndu draga úr flæði vatns til Indlands eru einnig til skoðunar. Þar á meðal eru stíflur, lón og vatnsaflsvirkjanir. Landbúnaður í Pakistan reiðir mikið á vatn úr ám sem renna gegnum Indlandshluta Kasmírhéraðs.Getty/Shakeel Ahmed Vilja aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum Modi sagði í ræðu sem hann hélt í vikunni að vatn gæti ekki flætt með blóði. Þá sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Indlands á þriðjudaginn að vatnssamningurinn tæki ekki aftur gildi fyrr en í fyrsta lagi eftir að ráðamenn í Pakistan grípi til trúverðugra og markvissra aðgerða gegn hryðjuverkamönnum Í Kasmír. Bæði Indland og Pakistan gera tilkall til alls Kasmírhéraðs en stjórna hvort sínum hluta þess. Indverjar stjórna um 55 prósentum Kasmír, í flatarmáli talið og Pakistanar um þrjátíu prósentum. Kínverjar stjórna svo um fimmtán prósentum héraðsins. Langflestir íbúar héraðsins eru múslimar. Deilurnar hafa staðið yfir allt frá því Pakistan var stofnað árið 1947 en tvö af þremur stríðum Indlands og Pakistan hafa verið háð um Kasmírhérað. Ósáttir við framgöngu Trumps Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir ráðamenn í Washington komu að því að stilla til friðar milli Indlands og Pakistan og hefur Trump ítrekað stært sig af því. Ráðamenn í Indlandi eru sagðir pirraðir yfir því hvernig Trump hefur eignað sér heiðurinn af vopnahléinu og er hann jafnvel sagður hafa sagt ósatt um hvernig stillt var til friðar. Eitt af því sem Trump hefur sagt er að hann hafi heitið því að auka á viðskipti við ríkin ef þeir hættu átökunum eða stöðva þau alfarið ef átökin héldu áfram. Það segir Trump að hafi fengið ráðamenn beggja ríkja til að stöðva átökin. Talsmaður utanríkisráðuneytis Indlands segir þetta ver ósatt. Indverjar hafi ekkert rætt viðskiptatengsl ríkjanna í aðdragandavopnahlés. Samkvæmt frétt New York Times telja ráðamenn í Indlandi sig svikna af Trump. Ráðamenn á Indlandi eru sagðir hafa búist við því að Bandaríkjamenn myndu frekar standa með þeim en Pakistan og inngrip Trump yrði að mestu á bakvið tjöldin. Þeir bjuggust ekki við að Trump myndi leggja Pakistan og Indland og hagsmuni ríkjanna að jöfnu og að hann myndi bjóðast til að koma að viðræðum sem Indverjar telja eingöngu tvíhliða, milli þeirra og Pakistana. Indverskir hermenn á göngu í Kasmír.AP/Mukhtar Khan Mistök að líta til Bandaríkjanna? Það fór sérstaklega í taugarnar á Indverjum þegar Trump tilkynnti fyrstu að vopnahlé hafi náðst, hvernig hann talaði ekkert um að átökin hefðu hafist á því að 26 óbreyttir borgarar hafi verið myrtir í hryðjuverkaárás sem Indverjar segja yfirvöld í Pakistan bera ábyrgð á. Þá talaði hann einnig um framtíðarviðræður um tilkall ríkjanna til Kasmír, sem Indverjar segja ekki til umræðu, og þar að auki sagði Trump á þriðjudaginn að báðum ríkjum væri stýrt af „öflugum“ og „sterkum“ leiðtogum sem ættu kannski að setjast niður og eiga góðan kvöldverð saman. Embættismenn og sérfræðingar sem rætt var við segja að orðræða Trumps hafi sett ráðamenn á Indlandi í viðkvæma stöðu heima fyrir. Ummælum Trumps hefur verið lýst sem svikum og bendi til að hann sé ekki meðvitaður um áhyggjur Indverja, eða honum sé sama um þær. Þeir eru þegar sagðir byrjaðir að velta vöngum yfir því hvort það hafi verið mistök að bæta samskiptin við Bandaríkin á undanförnum árum. Indland Pakistan Hernaður Donald Trump Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira
Pakistanar neita því að hafa komið að árásinni í Kasmír með nokkrum hætti en árásin leiddi til umfangsmikilla átaka milli ríkjanna. Indverjar slitu eftir árásina samkomulagi við Pakistan frá 1960 um deilingu vatns. Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar stendur ekki til að endurskoða þá ákvörðun, jafnvel þó ráðamenn ríkjanna tveggja hafi samþykkt vopnahlé í síðust viku. Utanríkisráðherra Pakistan hefur sagt frá því að bréf hafi verið sent til Indlands, þar sem því hafi verið lýst yfir að riftun samkomulagsins hafi verið ólögleg og að ráðamenn í Pakistan líti svo á að hann sé enn í gildi. Etir árásina 22. apríl skipaði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, embættismönnum sínum að flýta skipulagningu og framkvæmd á verkefnum sem snúa að því að gera stíflur og fráveituskurði í ám sem renna í gegnum Indlands til Punjabhéraðs í Pakistan, þar sem landbúnaður er mjög umfangsmikill. Um áttatíu prósent af pakistönskum landbúnaði og stór hluti raforkuframleiðslu landsins reiðir sig á vatn sem rennur gegnum Indland og þá sérstaklega í gegnum Indlandshluta Kasmírhéraðs. Er þar sérstaklega um að ræða árnar Indus, Chenab og Jhelum. Meðal annars stendur til, samkvæmt Reuters, að stækka og fjölga fráveituskurðum frá Chenabá og gera þannig Indverjum kleift að nota um 150 rúmmetra af vatni á sekúndu, en þeir geta núna notað um fjörutíu rúmmetra á sekúndu. Fleiri verkefni sem myndu draga úr flæði vatns til Indlands eru einnig til skoðunar. Þar á meðal eru stíflur, lón og vatnsaflsvirkjanir. Landbúnaður í Pakistan reiðir mikið á vatn úr ám sem renna gegnum Indlandshluta Kasmírhéraðs.Getty/Shakeel Ahmed Vilja aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum Modi sagði í ræðu sem hann hélt í vikunni að vatn gæti ekki flætt með blóði. Þá sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Indlands á þriðjudaginn að vatnssamningurinn tæki ekki aftur gildi fyrr en í fyrsta lagi eftir að ráðamenn í Pakistan grípi til trúverðugra og markvissra aðgerða gegn hryðjuverkamönnum Í Kasmír. Bæði Indland og Pakistan gera tilkall til alls Kasmírhéraðs en stjórna hvort sínum hluta þess. Indverjar stjórna um 55 prósentum Kasmír, í flatarmáli talið og Pakistanar um þrjátíu prósentum. Kínverjar stjórna svo um fimmtán prósentum héraðsins. Langflestir íbúar héraðsins eru múslimar. Deilurnar hafa staðið yfir allt frá því Pakistan var stofnað árið 1947 en tvö af þremur stríðum Indlands og Pakistan hafa verið háð um Kasmírhérað. Ósáttir við framgöngu Trumps Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir ráðamenn í Washington komu að því að stilla til friðar milli Indlands og Pakistan og hefur Trump ítrekað stært sig af því. Ráðamenn í Indlandi eru sagðir pirraðir yfir því hvernig Trump hefur eignað sér heiðurinn af vopnahléinu og er hann jafnvel sagður hafa sagt ósatt um hvernig stillt var til friðar. Eitt af því sem Trump hefur sagt er að hann hafi heitið því að auka á viðskipti við ríkin ef þeir hættu átökunum eða stöðva þau alfarið ef átökin héldu áfram. Það segir Trump að hafi fengið ráðamenn beggja ríkja til að stöðva átökin. Talsmaður utanríkisráðuneytis Indlands segir þetta ver ósatt. Indverjar hafi ekkert rætt viðskiptatengsl ríkjanna í aðdragandavopnahlés. Samkvæmt frétt New York Times telja ráðamenn í Indlandi sig svikna af Trump. Ráðamenn á Indlandi eru sagðir hafa búist við því að Bandaríkjamenn myndu frekar standa með þeim en Pakistan og inngrip Trump yrði að mestu á bakvið tjöldin. Þeir bjuggust ekki við að Trump myndi leggja Pakistan og Indland og hagsmuni ríkjanna að jöfnu og að hann myndi bjóðast til að koma að viðræðum sem Indverjar telja eingöngu tvíhliða, milli þeirra og Pakistana. Indverskir hermenn á göngu í Kasmír.AP/Mukhtar Khan Mistök að líta til Bandaríkjanna? Það fór sérstaklega í taugarnar á Indverjum þegar Trump tilkynnti fyrstu að vopnahlé hafi náðst, hvernig hann talaði ekkert um að átökin hefðu hafist á því að 26 óbreyttir borgarar hafi verið myrtir í hryðjuverkaárás sem Indverjar segja yfirvöld í Pakistan bera ábyrgð á. Þá talaði hann einnig um framtíðarviðræður um tilkall ríkjanna til Kasmír, sem Indverjar segja ekki til umræðu, og þar að auki sagði Trump á þriðjudaginn að báðum ríkjum væri stýrt af „öflugum“ og „sterkum“ leiðtogum sem ættu kannski að setjast niður og eiga góðan kvöldverð saman. Embættismenn og sérfræðingar sem rætt var við segja að orðræða Trumps hafi sett ráðamenn á Indlandi í viðkvæma stöðu heima fyrir. Ummælum Trumps hefur verið lýst sem svikum og bendi til að hann sé ekki meðvitaður um áhyggjur Indverja, eða honum sé sama um þær. Þeir eru þegar sagðir byrjaðir að velta vöngum yfir því hvort það hafi verið mistök að bæta samskiptin við Bandaríkin á undanförnum árum.
Indland Pakistan Hernaður Donald Trump Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira