Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2025 09:37 Áin Jhelum er ein nokkurra mikilvægra áa sem renna gegnum Indlandshluta Kasmírhéraðs og til Pakistan. Indverjar eru sgaðir íhuga að byggja fráveituskurði, stíflur og lón til að draga úr flæði vatns til Pakistan. Getty/Nasir Kachroo Yfirvöld á Indlandi eru að íhuga að draga verulega úr flæði áa sem flæða til ræktunarlands í Pakistan. Á að gera það til að refsa Pakistönum fyrir mannskæða hryðjuverkaárás í indverska hluta Kasmír í síðasta mánuði. Indverskir ráðamenn eru þar að auki sagðir ósáttir við framgöngu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og embættismanna hans í aðdraganda og eftir vopnahlé. Pakistanar neita því að hafa komið að árásinni í Kasmír með nokkrum hætti en árásin leiddi til umfangsmikilla átaka milli ríkjanna. Indverjar slitu eftir árásina samkomulagi við Pakistan frá 1960 um deilingu vatns. Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar stendur ekki til að endurskoða þá ákvörðun, jafnvel þó ráðamenn ríkjanna tveggja hafi samþykkt vopnahlé í síðust viku. Utanríkisráðherra Pakistan hefur sagt frá því að bréf hafi verið sent til Indlands, þar sem því hafi verið lýst yfir að riftun samkomulagsins hafi verið ólögleg og að ráðamenn í Pakistan líti svo á að hann sé enn í gildi. Etir árásina 22. apríl skipaði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, embættismönnum sínum að flýta skipulagningu og framkvæmd á verkefnum sem snúa að því að gera stíflur og fráveituskurði í ám sem renna í gegnum Indlands til Punjabhéraðs í Pakistan, þar sem landbúnaður er mjög umfangsmikill. Um áttatíu prósent af pakistönskum landbúnaði og stór hluti raforkuframleiðslu landsins reiðir sig á vatn sem rennur gegnum Indland og þá sérstaklega í gegnum Indlandshluta Kasmírhéraðs. Er þar sérstaklega um að ræða árnar Indus, Chenab og Jhelum. Meðal annars stendur til, samkvæmt Reuters, að stækka og fjölga fráveituskurðum frá Chenabá og gera þannig Indverjum kleift að nota um 150 rúmmetra af vatni á sekúndu, en þeir geta núna notað um fjörutíu rúmmetra á sekúndu. Fleiri verkefni sem myndu draga úr flæði vatns til Indlands eru einnig til skoðunar. Þar á meðal eru stíflur, lón og vatnsaflsvirkjanir. Landbúnaður í Pakistan reiðir mikið á vatn úr ám sem renna gegnum Indlandshluta Kasmírhéraðs.Getty/Shakeel Ahmed Vilja aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum Modi sagði í ræðu sem hann hélt í vikunni að vatn gæti ekki flætt með blóði. Þá sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Indlands á þriðjudaginn að vatnssamningurinn tæki ekki aftur gildi fyrr en í fyrsta lagi eftir að ráðamenn í Pakistan grípi til trúverðugra og markvissra aðgerða gegn hryðjuverkamönnum Í Kasmír. Bæði Indland og Pakistan gera tilkall til alls Kasmírhéraðs en stjórna hvort sínum hluta þess. Indverjar stjórna um 55 prósentum Kasmír, í flatarmáli talið og Pakistanar um þrjátíu prósentum. Kínverjar stjórna svo um fimmtán prósentum héraðsins. Langflestir íbúar héraðsins eru múslimar. Deilurnar hafa staðið yfir allt frá því Pakistan var stofnað árið 1947 en tvö af þremur stríðum Indlands og Pakistan hafa verið háð um Kasmírhérað. Ósáttir við framgöngu Trumps Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir ráðamenn í Washington komu að því að stilla til friðar milli Indlands og Pakistan og hefur Trump ítrekað stært sig af því. Ráðamenn í Indlandi eru sagðir pirraðir yfir því hvernig Trump hefur eignað sér heiðurinn af vopnahléinu og er hann jafnvel sagður hafa sagt ósatt um hvernig stillt var til friðar. Eitt af því sem Trump hefur sagt er að hann hafi heitið því að auka á viðskipti við ríkin ef þeir hættu átökunum eða stöðva þau alfarið ef átökin héldu áfram. Það segir Trump að hafi fengið ráðamenn beggja ríkja til að stöðva átökin. Talsmaður utanríkisráðuneytis Indlands segir þetta ver ósatt. Indverjar hafi ekkert rætt viðskiptatengsl ríkjanna í aðdragandavopnahlés. Samkvæmt frétt New York Times telja ráðamenn í Indlandi sig svikna af Trump. Ráðamenn á Indlandi eru sagðir hafa búist við því að Bandaríkjamenn myndu frekar standa með þeim en Pakistan og inngrip Trump yrði að mestu á bakvið tjöldin. Þeir bjuggust ekki við að Trump myndi leggja Pakistan og Indland og hagsmuni ríkjanna að jöfnu og að hann myndi bjóðast til að koma að viðræðum sem Indverjar telja eingöngu tvíhliða, milli þeirra og Pakistana. Indverskir hermenn á göngu í Kasmír.AP/Mukhtar Khan Mistök að líta til Bandaríkjanna? Það fór sérstaklega í taugarnar á Indverjum þegar Trump tilkynnti fyrstu að vopnahlé hafi náðst, hvernig hann talaði ekkert um að átökin hefðu hafist á því að 26 óbreyttir borgarar hafi verið myrtir í hryðjuverkaárás sem Indverjar segja yfirvöld í Pakistan bera ábyrgð á. Þá talaði hann einnig um framtíðarviðræður um tilkall ríkjanna til Kasmír, sem Indverjar segja ekki til umræðu, og þar að auki sagði Trump á þriðjudaginn að báðum ríkjum væri stýrt af „öflugum“ og „sterkum“ leiðtogum sem ættu kannski að setjast niður og eiga góðan kvöldverð saman. Embættismenn og sérfræðingar sem rætt var við segja að orðræða Trumps hafi sett ráðamenn á Indlandi í viðkvæma stöðu heima fyrir. Ummælum Trumps hefur verið lýst sem svikum og bendi til að hann sé ekki meðvitaður um áhyggjur Indverja, eða honum sé sama um þær. Þeir eru þegar sagðir byrjaðir að velta vöngum yfir því hvort það hafi verið mistök að bæta samskiptin við Bandaríkin á undanförnum árum. Indland Pakistan Hernaður Donald Trump Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Pakistanar neita því að hafa komið að árásinni í Kasmír með nokkrum hætti en árásin leiddi til umfangsmikilla átaka milli ríkjanna. Indverjar slitu eftir árásina samkomulagi við Pakistan frá 1960 um deilingu vatns. Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar stendur ekki til að endurskoða þá ákvörðun, jafnvel þó ráðamenn ríkjanna tveggja hafi samþykkt vopnahlé í síðust viku. Utanríkisráðherra Pakistan hefur sagt frá því að bréf hafi verið sent til Indlands, þar sem því hafi verið lýst yfir að riftun samkomulagsins hafi verið ólögleg og að ráðamenn í Pakistan líti svo á að hann sé enn í gildi. Etir árásina 22. apríl skipaði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, embættismönnum sínum að flýta skipulagningu og framkvæmd á verkefnum sem snúa að því að gera stíflur og fráveituskurði í ám sem renna í gegnum Indlands til Punjabhéraðs í Pakistan, þar sem landbúnaður er mjög umfangsmikill. Um áttatíu prósent af pakistönskum landbúnaði og stór hluti raforkuframleiðslu landsins reiðir sig á vatn sem rennur gegnum Indland og þá sérstaklega í gegnum Indlandshluta Kasmírhéraðs. Er þar sérstaklega um að ræða árnar Indus, Chenab og Jhelum. Meðal annars stendur til, samkvæmt Reuters, að stækka og fjölga fráveituskurðum frá Chenabá og gera þannig Indverjum kleift að nota um 150 rúmmetra af vatni á sekúndu, en þeir geta núna notað um fjörutíu rúmmetra á sekúndu. Fleiri verkefni sem myndu draga úr flæði vatns til Indlands eru einnig til skoðunar. Þar á meðal eru stíflur, lón og vatnsaflsvirkjanir. Landbúnaður í Pakistan reiðir mikið á vatn úr ám sem renna gegnum Indlandshluta Kasmírhéraðs.Getty/Shakeel Ahmed Vilja aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum Modi sagði í ræðu sem hann hélt í vikunni að vatn gæti ekki flætt með blóði. Þá sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Indlands á þriðjudaginn að vatnssamningurinn tæki ekki aftur gildi fyrr en í fyrsta lagi eftir að ráðamenn í Pakistan grípi til trúverðugra og markvissra aðgerða gegn hryðjuverkamönnum Í Kasmír. Bæði Indland og Pakistan gera tilkall til alls Kasmírhéraðs en stjórna hvort sínum hluta þess. Indverjar stjórna um 55 prósentum Kasmír, í flatarmáli talið og Pakistanar um þrjátíu prósentum. Kínverjar stjórna svo um fimmtán prósentum héraðsins. Langflestir íbúar héraðsins eru múslimar. Deilurnar hafa staðið yfir allt frá því Pakistan var stofnað árið 1947 en tvö af þremur stríðum Indlands og Pakistan hafa verið háð um Kasmírhérað. Ósáttir við framgöngu Trumps Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir ráðamenn í Washington komu að því að stilla til friðar milli Indlands og Pakistan og hefur Trump ítrekað stært sig af því. Ráðamenn í Indlandi eru sagðir pirraðir yfir því hvernig Trump hefur eignað sér heiðurinn af vopnahléinu og er hann jafnvel sagður hafa sagt ósatt um hvernig stillt var til friðar. Eitt af því sem Trump hefur sagt er að hann hafi heitið því að auka á viðskipti við ríkin ef þeir hættu átökunum eða stöðva þau alfarið ef átökin héldu áfram. Það segir Trump að hafi fengið ráðamenn beggja ríkja til að stöðva átökin. Talsmaður utanríkisráðuneytis Indlands segir þetta ver ósatt. Indverjar hafi ekkert rætt viðskiptatengsl ríkjanna í aðdragandavopnahlés. Samkvæmt frétt New York Times telja ráðamenn í Indlandi sig svikna af Trump. Ráðamenn á Indlandi eru sagðir hafa búist við því að Bandaríkjamenn myndu frekar standa með þeim en Pakistan og inngrip Trump yrði að mestu á bakvið tjöldin. Þeir bjuggust ekki við að Trump myndi leggja Pakistan og Indland og hagsmuni ríkjanna að jöfnu og að hann myndi bjóðast til að koma að viðræðum sem Indverjar telja eingöngu tvíhliða, milli þeirra og Pakistana. Indverskir hermenn á göngu í Kasmír.AP/Mukhtar Khan Mistök að líta til Bandaríkjanna? Það fór sérstaklega í taugarnar á Indverjum þegar Trump tilkynnti fyrstu að vopnahlé hafi náðst, hvernig hann talaði ekkert um að átökin hefðu hafist á því að 26 óbreyttir borgarar hafi verið myrtir í hryðjuverkaárás sem Indverjar segja yfirvöld í Pakistan bera ábyrgð á. Þá talaði hann einnig um framtíðarviðræður um tilkall ríkjanna til Kasmír, sem Indverjar segja ekki til umræðu, og þar að auki sagði Trump á þriðjudaginn að báðum ríkjum væri stýrt af „öflugum“ og „sterkum“ leiðtogum sem ættu kannski að setjast niður og eiga góðan kvöldverð saman. Embættismenn og sérfræðingar sem rætt var við segja að orðræða Trumps hafi sett ráðamenn á Indlandi í viðkvæma stöðu heima fyrir. Ummælum Trumps hefur verið lýst sem svikum og bendi til að hann sé ekki meðvitaður um áhyggjur Indverja, eða honum sé sama um þær. Þeir eru þegar sagðir byrjaðir að velta vöngum yfir því hvort það hafi verið mistök að bæta samskiptin við Bandaríkin á undanförnum árum.
Indland Pakistan Hernaður Donald Trump Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira