Sport

Bein út­sending: Morgun­fundur sveitar­fé­laganna og ÍSÍ um í­þróttir

Atli Ísleifsson skrifar
Vésteinn Hafsteinsson, ráðgjafi í Afreksmiðstöð Íslands, mun á fundinum segja frá samvinnu ÍSÍ og sveitarfélaga um allt land.
Vésteinn Hafsteinsson, ráðgjafi í Afreksmiðstöð Íslands, mun á fundinum segja frá samvinnu ÍSÍ og sveitarfélaga um allt land. Vísir/Vilhelm

Samband íslenskra sveitarfélaga og ÍSÍ standa fyrir morgunfundi um íþróttir á Grand hótel í dag.

Fundurinn hefst klukkan 8:50 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Á fundinum verður ný greining Sambandsins á stuðningi sveitarfélaga við íþróttastarf í landinu kynnt auk þess sem Vésteinn Hafsteinsson, ráðgjafi í Afreksmiðstöð Íslands, mun segja frá samvinnu ÍSÍ og sveitarfélaga um allt land. Þá verða pallborðsumræður með fulltrúum íþróttahreyfingarinnar, sveitarfélaga og stjórnvalda.

Áætlað er að fundinum ljúki um klukkan 10:30.

Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan.

Dagskrá:

  • 8:50: Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands opnar fundinn.
  • 9:00: Ávarp. Forseti/framkvæmdastjóri ÍSÍ.
  • 9:10: Óskar Þór Ármansson, teymisstjóri íþrótta hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu.
  • 9:20: Saga Guðmundsdóttir, aðalhagfræðingur Sambandsins. Greining um stuðning sveitarfélaga við íþróttastarf.
  • 9:40: Vésteinn Hafsteinsson, ráðgjafi í Afreksmiðstöð Íslands.
  • 10:00: Pallborðsumræður.
  • 10:30: Fundarlok.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×