Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. maí 2025 14:10 Aron Einar Gunnarsson er mikilvægur hlekkur í landsliðinu að mati Arnars Gunnlaugssonar, sem segir hættu á að leikmenn séu farnir að hugsa um sumarfrí. vísir / getty Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir Aron Einar Gunnarsson hafa spilað vel meirihluta fyrri leiksins gegn Kósovó, þegar Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. Leikformið muni lagast og mikilvægt sé að hafa leiðtogann Aron í hópnum. Hann fær meðal annars það hlutverk að sýna gott fordæmi, annars gætu leikmenn farið að hugsa um ströndina og sumarfrí. Klippa: Arnar útskýrir valið á Aroni Einari „Ég bý yfir þeim lúxus að geta horft á leikina ansi oft og þegar maður lítur á hans frammistöðu heilsteypt var hann flottur fyrstu 60-70 mínúturnar í fyrri leiknum. Dró aðeins af honum þegar leið á, af því hann er ekki í leikformi“ sagði Arnar um frammistöðu Arons í fyrri leiknum. Aron fékk síðan rautt spjald þegar hann kom inn af varamannabekknum í seinni leiknum. Arnar sagði ljóst að leikformið myndi lagast og Aron væri leikmaður sem hann vildi hafa innan hópsins þegar alvaran hefst í haust, í undankeppni HM. „Ekki bara vegna hans hæfileika á vellinum heldur líka utan vallar. Þetta er tricky gluggi líka [vináttulandsleikirnir sem eru framundan gegn Skotlandi og N-Írlandi], þetta er sumargluggi. Þá mæta menn auðvitað fyrir hönd Íslands og vilja gera sitt besta, en margir eru búnir að eiga langt og strangt tímabil, og kannski aðeins farnir að sjá fyrir sér strandarlífið og þess háttar. Ég vænti mikils af Aroni að sýna gott fordæmi og vera sá leiðtogi sem hann er í þessum glugga“ sagði Arnar einnig. Í spilaranum efst í fréttinni má sjá þegar landsliðsþjálfarinn ræðir hlutverk Arons Einars en blaðamannafundinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir „Þú hefur bara visst mikinn tíma til að ákveða hvenær þú hættir í landsliðinu. Á endanum verður það bara ákveðið fyrir þig,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson þegar hann fór yfir frammistöðu Arons Einars Gunnarssonar gegn Kósovó. Hann hvatti Aron og fleiri af gullkynslóðinni til að hætta sjálfir áður en það yrði of seint. 23. mars 2025 22:16 „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Þetta var ekki gott. Við erum undir í flestum atriðum leiksins og Kósovó gerði bara vel. Þeir áttu skilið sigurinn og unnu þetta einvígi nokkuð sanngjarnt,“ segir Aron Einar Gunnarsson eftir að Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildar í kvöld. 23. mars 2025 19:48 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Klippa: Arnar útskýrir valið á Aroni Einari „Ég bý yfir þeim lúxus að geta horft á leikina ansi oft og þegar maður lítur á hans frammistöðu heilsteypt var hann flottur fyrstu 60-70 mínúturnar í fyrri leiknum. Dró aðeins af honum þegar leið á, af því hann er ekki í leikformi“ sagði Arnar um frammistöðu Arons í fyrri leiknum. Aron fékk síðan rautt spjald þegar hann kom inn af varamannabekknum í seinni leiknum. Arnar sagði ljóst að leikformið myndi lagast og Aron væri leikmaður sem hann vildi hafa innan hópsins þegar alvaran hefst í haust, í undankeppni HM. „Ekki bara vegna hans hæfileika á vellinum heldur líka utan vallar. Þetta er tricky gluggi líka [vináttulandsleikirnir sem eru framundan gegn Skotlandi og N-Írlandi], þetta er sumargluggi. Þá mæta menn auðvitað fyrir hönd Íslands og vilja gera sitt besta, en margir eru búnir að eiga langt og strangt tímabil, og kannski aðeins farnir að sjá fyrir sér strandarlífið og þess háttar. Ég vænti mikils af Aroni að sýna gott fordæmi og vera sá leiðtogi sem hann er í þessum glugga“ sagði Arnar einnig. Í spilaranum efst í fréttinni má sjá þegar landsliðsþjálfarinn ræðir hlutverk Arons Einars en blaðamannafundinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir „Þú hefur bara visst mikinn tíma til að ákveða hvenær þú hættir í landsliðinu. Á endanum verður það bara ákveðið fyrir þig,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson þegar hann fór yfir frammistöðu Arons Einars Gunnarssonar gegn Kósovó. Hann hvatti Aron og fleiri af gullkynslóðinni til að hætta sjálfir áður en það yrði of seint. 23. mars 2025 22:16 „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Þetta var ekki gott. Við erum undir í flestum atriðum leiksins og Kósovó gerði bara vel. Þeir áttu skilið sigurinn og unnu þetta einvígi nokkuð sanngjarnt,“ segir Aron Einar Gunnarsson eftir að Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildar í kvöld. 23. mars 2025 19:48 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir „Þú hefur bara visst mikinn tíma til að ákveða hvenær þú hættir í landsliðinu. Á endanum verður það bara ákveðið fyrir þig,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson þegar hann fór yfir frammistöðu Arons Einars Gunnarssonar gegn Kósovó. Hann hvatti Aron og fleiri af gullkynslóðinni til að hætta sjálfir áður en það yrði of seint. 23. mars 2025 22:16
„Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Þetta var ekki gott. Við erum undir í flestum atriðum leiksins og Kósovó gerði bara vel. Þeir áttu skilið sigurinn og unnu þetta einvígi nokkuð sanngjarnt,“ segir Aron Einar Gunnarsson eftir að Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildar í kvöld. 23. mars 2025 19:48