Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Árni Sæberg skrifar 16. maí 2025 14:51 Úlfar Lúðvíksson hefur lagt einkennisklæðin á hilluna en fær þó full laun í ár í viðbót. Vísir Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, heldur fullum launum út skipunartíma sinn og í sex mánuði til viðbótar. Hann verður því á launum til og með 15. maí á næsta ári. Greint var frá því á þriðjudag að Úlfar myndi láta af embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum eftir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tjáði honum að skipun hans yrði ekki framlengd og staða hans yrði auglýst. Þá hefur komið fram að honum hafi verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi í staðinn. Í frétt Mbl.is, sem unnin var upp úr fundargerð af fundi Úlfars og fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, var haft eftir Úlfari að hann vildi njóta fullra launa út skipunartímann og í sex mánuði til viðbótar. Haft var eftir Hauki Guðmundssyni, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, að hann sæi í fljótu bragði ekkert sem koma ætti í veg fyrir að fallist yrði á það. Óbreytt kjör Starfslokasamningur var gerður við Úlfar á þriðjudag og dómsmálaráðuneytið hefur afhent Vísi afrit af samningnum. Tekið var fram að ráðuneytið teldi sér heimilt að veita aðgang að gögnunum þrátt fyrir ákvæði upplýsingalaga um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái almennt ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um opinbert starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í samningnum segir að gefið yrði út lausnarbréf sem veitti Úlfari lausn frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum frá 14. maí 2025 að telja. „Úlfar Lúðvíksson skal njóta óbreyttra launakjara sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum til og með 15. maí 2026 að telja. Ótekið orlof, [x] vinnudagar greiðist út við útborgun launa 1. júní 2026. Jafnframt telst allur sá réttur sem hann hefur áunnið sér á starfstímanum út tekinn og á hvorugur aðila neina kröfu á hinn vegna starfslokanna eftir þetta tímamark að uppfylltum ákvæðum samningsins. Laun samkvæmt framansögðu skapa ekki ávinning til frekara orlofs.“ ... en fylgja samt kjörum eftirmanns Í samningnum segir að með óbreyttum kjörum sé átt við heildarmánaðarlaun, það er mánaðarlaun, einingar og önnur laun er starfinu fylgja, framlag í lífeyrissjóð LSR, tveggja prósenta viðbótarframlag atvinnurekanda í séreignarlífeyrissjóð, desemberuppbót og aðrar greiðslur er starfskjörum fylgja, allt með óbreyttum hætti frá því sem verið hefur. Komi til hækkunar launa lögreglustjórans á Suðurnesjum á þessu tímabili, hækki launin og kjörin samkvæmt því. Loks segir að dómsmálaráðuneytið staðfesti og ábyrgist að fullnægjandi fjárheimildir vegna þessa samnings séu til staðar. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Greint var frá því á þriðjudag að Úlfar myndi láta af embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum eftir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tjáði honum að skipun hans yrði ekki framlengd og staða hans yrði auglýst. Þá hefur komið fram að honum hafi verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi í staðinn. Í frétt Mbl.is, sem unnin var upp úr fundargerð af fundi Úlfars og fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, var haft eftir Úlfari að hann vildi njóta fullra launa út skipunartímann og í sex mánuði til viðbótar. Haft var eftir Hauki Guðmundssyni, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, að hann sæi í fljótu bragði ekkert sem koma ætti í veg fyrir að fallist yrði á það. Óbreytt kjör Starfslokasamningur var gerður við Úlfar á þriðjudag og dómsmálaráðuneytið hefur afhent Vísi afrit af samningnum. Tekið var fram að ráðuneytið teldi sér heimilt að veita aðgang að gögnunum þrátt fyrir ákvæði upplýsingalaga um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái almennt ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um opinbert starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í samningnum segir að gefið yrði út lausnarbréf sem veitti Úlfari lausn frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum frá 14. maí 2025 að telja. „Úlfar Lúðvíksson skal njóta óbreyttra launakjara sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum til og með 15. maí 2026 að telja. Ótekið orlof, [x] vinnudagar greiðist út við útborgun launa 1. júní 2026. Jafnframt telst allur sá réttur sem hann hefur áunnið sér á starfstímanum út tekinn og á hvorugur aðila neina kröfu á hinn vegna starfslokanna eftir þetta tímamark að uppfylltum ákvæðum samningsins. Laun samkvæmt framansögðu skapa ekki ávinning til frekara orlofs.“ ... en fylgja samt kjörum eftirmanns Í samningnum segir að með óbreyttum kjörum sé átt við heildarmánaðarlaun, það er mánaðarlaun, einingar og önnur laun er starfinu fylgja, framlag í lífeyrissjóð LSR, tveggja prósenta viðbótarframlag atvinnurekanda í séreignarlífeyrissjóð, desemberuppbót og aðrar greiðslur er starfskjörum fylgja, allt með óbreyttum hætti frá því sem verið hefur. Komi til hækkunar launa lögreglustjórans á Suðurnesjum á þessu tímabili, hækki launin og kjörin samkvæmt því. Loks segir að dómsmálaráðuneytið staðfesti og ábyrgist að fullnægjandi fjárheimildir vegna þessa samnings séu til staðar.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20
Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37