Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar 17. maí 2025 07:02 Neikvæð umræða og aðgerðir stjórnvalda gagnvart hinsegin fólki, í löndum sem við höfum almennt borið okkur saman við, hafa ekki farið fram hjá neinu okkar. Aðför stjórnmálafólks og skipulagðra þrýstihópa að réttindum og tilverurétti hinsegin fólks er með þeim hætti í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ungverjalandi, Georgíu og fleiri löndum að það er ómögulegt annað en að finna til sorgar, reiði og jafnvel vanmáttar yfir stöðunni. Við vitum að þessari alþjóðlegu bylgju er ekki lokið, en það er ekkert sem segir að þróunin þurfi að verða sams konar á Íslandi. Á meðan réttindi hinsegin fólks skerðast víða um heim heldur Ísland nefnilega áfram í rétta átt. Árlega gefa ILGA-Europe, regnhlífarsamtök hinsegin fólks í Evrópu, út Regnbogakortið sem greinir lagalega stöðu í öllum löndum Evrópu. Í vikunni birtist uppfærð útgáfa kortsins og féll Ísland úr öðru sæti niður í það þriðja, þrátt fyrir að bæta við sig á milli ára. Belgía fer upp fyrir okkur í annað sæti Regnbogakortsins fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Tækifæri eru því til staðar fyrir Ísland að skipa sér í allra fremstu röð í heiminum og það er sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að þangað skuli áfram stefnt. Það er mögulegt á aðeins einu ári ef ný ríkisstjórn hefur kjark og vilja til þess. Íslensk stjórnvöld geta til dæmis fylgt fordæmi Belga og stigið inn með afgerandi hætti með aðgerðum gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Einnig þarf að bæta lagalega umgjörð til að tryggja líkamlega friðhelgi intersex fólks og loks réttindi fólks sem þarf á alþjóðlegri vernd að halda. Þegar andstæðingar mannréttinda hinsegin fólks ýta á móti er aðeins ein fær leið fyrir frjálslynt lýðræðisríki: Áfram. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hinsegin fordómum og fyrsta Hamingjuhlaupið er hlaupið af því tilefni í Elliðaárdalnum. Dagurinn í dag er einnig merkilegur fyrir þær sakir að Samtökin ‘78 munu veita Herði Torfasyni heiðursmerki félagsins við hátíðlega athöfn á Hótel Borg kl. 18. Hörður Torfason er sannkallaður brautryðjandi. Hann markaði veginn fyrir manneskjur eins og mig og fleiri sem á eftir komu. Fyrir fimmtíu árum síðan steig hann fram sem hommi í tímamótaviðtali, stoltur af sjálfum sér og baðst ekki afsökunar á neinu. Hörður og mörg fleiri sem mótuðu upphafsár Samtakanna ‘78 urðu fyrir miklu mótlæti. Þrátt fyrir það höfðu þau hugrekki til þess að berjast fyrir eigin tilveru - og þar með fyrir frelsi okkar allra. Sagan gengur í hringi. Mótlætið sem hinsegin fólk finnur fyrir þessa dagana, ekki síst trans fólk, er birtingarmynd sömu fordómanna og ranghugmyndanna sem brautryðjendur hinsegin réttinda á Íslandi þurftu að takast á við. Það er ráðist með markvissum hætti að réttindum okkar um allan heim og áhrif þess ná auðvitað líka hingað til Íslands. En gleymum því aldrei að við höfum séð það svartara og höfum það hugfast að við munum sjá það bjartara. Samtökin ‘78 standa í fæturna, sterkari en nokkru sinni fyrr. Við munum aldrei fela okkur aftur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Kári Garðarsson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Neikvæð umræða og aðgerðir stjórnvalda gagnvart hinsegin fólki, í löndum sem við höfum almennt borið okkur saman við, hafa ekki farið fram hjá neinu okkar. Aðför stjórnmálafólks og skipulagðra þrýstihópa að réttindum og tilverurétti hinsegin fólks er með þeim hætti í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ungverjalandi, Georgíu og fleiri löndum að það er ómögulegt annað en að finna til sorgar, reiði og jafnvel vanmáttar yfir stöðunni. Við vitum að þessari alþjóðlegu bylgju er ekki lokið, en það er ekkert sem segir að þróunin þurfi að verða sams konar á Íslandi. Á meðan réttindi hinsegin fólks skerðast víða um heim heldur Ísland nefnilega áfram í rétta átt. Árlega gefa ILGA-Europe, regnhlífarsamtök hinsegin fólks í Evrópu, út Regnbogakortið sem greinir lagalega stöðu í öllum löndum Evrópu. Í vikunni birtist uppfærð útgáfa kortsins og féll Ísland úr öðru sæti niður í það þriðja, þrátt fyrir að bæta við sig á milli ára. Belgía fer upp fyrir okkur í annað sæti Regnbogakortsins fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Tækifæri eru því til staðar fyrir Ísland að skipa sér í allra fremstu röð í heiminum og það er sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að þangað skuli áfram stefnt. Það er mögulegt á aðeins einu ári ef ný ríkisstjórn hefur kjark og vilja til þess. Íslensk stjórnvöld geta til dæmis fylgt fordæmi Belga og stigið inn með afgerandi hætti með aðgerðum gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Einnig þarf að bæta lagalega umgjörð til að tryggja líkamlega friðhelgi intersex fólks og loks réttindi fólks sem þarf á alþjóðlegri vernd að halda. Þegar andstæðingar mannréttinda hinsegin fólks ýta á móti er aðeins ein fær leið fyrir frjálslynt lýðræðisríki: Áfram. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hinsegin fordómum og fyrsta Hamingjuhlaupið er hlaupið af því tilefni í Elliðaárdalnum. Dagurinn í dag er einnig merkilegur fyrir þær sakir að Samtökin ‘78 munu veita Herði Torfasyni heiðursmerki félagsins við hátíðlega athöfn á Hótel Borg kl. 18. Hörður Torfason er sannkallaður brautryðjandi. Hann markaði veginn fyrir manneskjur eins og mig og fleiri sem á eftir komu. Fyrir fimmtíu árum síðan steig hann fram sem hommi í tímamótaviðtali, stoltur af sjálfum sér og baðst ekki afsökunar á neinu. Hörður og mörg fleiri sem mótuðu upphafsár Samtakanna ‘78 urðu fyrir miklu mótlæti. Þrátt fyrir það höfðu þau hugrekki til þess að berjast fyrir eigin tilveru - og þar með fyrir frelsi okkar allra. Sagan gengur í hringi. Mótlætið sem hinsegin fólk finnur fyrir þessa dagana, ekki síst trans fólk, er birtingarmynd sömu fordómanna og ranghugmyndanna sem brautryðjendur hinsegin réttinda á Íslandi þurftu að takast á við. Það er ráðist með markvissum hætti að réttindum okkar um allan heim og áhrif þess ná auðvitað líka hingað til Íslands. En gleymum því aldrei að við höfum séð það svartara og höfum það hugfast að við munum sjá það bjartara. Samtökin ‘78 standa í fæturna, sterkari en nokkru sinni fyrr. Við munum aldrei fela okkur aftur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun