Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal og Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifa 19. maí 2025 07:01 Þegar þrengt er að mannréttindum eins og staðreyndin er um þessar mundir í heiminum, er byrjað á viðkvæmasta hópnum, þeim sem fæstir skilja. Í þetta sinn er trans fólk í eldlínunni en í gegnum tíðina hafa það verið hommar og lesbíur, útlendingar, fólk með fötlun, konur og aðrir hópar sem sögulega hafa ekki farið með völd og áhrif í opinberri umræðu. Og umræðan er sú sama og alltaf, það er alið á ótta við að fólk fái mannréttindi á við aðra. Að það sé á einhvern hátt skaðlegt að viðurkenna tilvist fólks og tilverurétt til jafns við aðra. Rætnar sögur fara á kreik en þegar grafið er dýpra eru þetta alltaf sömu sögurnar: Fyrir fjörutíu árum síðan voru þetta sögur um homma sem leituðu á unga drengi og reynt að draga samansemmerki á milli barnaníðs og kynhneigðar, það var meira að segja umræða um hvort hommar ættu að nota sömu sturtur í sundi og aðrir karlar. Konur þóttu of tilfinningasamar til að geta tekið þátt í rökhyggjunni sem þarf til að nýta kosningarétt, fólk með fötlun þótti illa lyktandi og óviðeigandi í samskiptum, útlendingar voru allir álitnir nauðgarar og svo mætti áfram telja. Þessi hræðsluáróður er svo gjarnan rammað inn sem vernd fyrir konur og börn en í raun er þetta ekkert annað en viðleitni til að halda í óbreytt ástand í samfélaginu. Þegar jaðarsettir hópar hafa fengið sömu réttindi og aðrir borgarar hefur það nær undantekningarlaust auðgað líf samfélagsins alls. Það ógnaði ekki gagnkynja hjónaböndum að hjónabönd tveggja einstaklinga af sama kyni hlytu viðurkenningu. Með tilkomu kvenna í stjórnmálum komust leikskólamál og kynbundið ofbeldi loks á dagskrá stjórnmálanna, öllum til hagsbóta. Fólk með fötlun er ekki lengur lokað inni á stofnunum með þeirri skerðingu á lífsgæðum sem það er fyrir þau og þeirra nánustu og í samfélagi fjölbreytilegra þjóðerna víkkar sjóndeildarhringur allra. Nú reyna þau sem óttast að missa völd, status og yfirráð að telja okkur trú um að trans fólk sé ógnin. Það er markvisst gert lítið úr þeim tilfinningum sem trans fólk upplifir, þá vanlíðan sem það upplifir og þá dýrmætu gleði sem fylgir því að fá að vera þú sjálf/t/ur. Spunnar eru sögur um „karla sem þykjast vera konur“ til þess að smygla sér inn í kvennarými; kvennaathvörf, kvennaklósett eða kvennaklefa, allt í þeim tilgangi að valda konum skaða. Litið er á „trans“ sem einhverja tískubylgju eða pólitíska afstöðu og horft framhjá því að trans fólk hefur alltaf verið til, í öllum samfélögum og menningarheimum. Umræðan er skuggalega lík umræðunni sem var um samkynhneigða fyrir nokkrum áratugum. Staðreyndin er sú að karlar hafa ekki þurft að smygla sér inn í kvennarými á fölskum forsendum til að beita þær ofbeldi – konur eru í raun í mestri hættu gagnvart þeim sem standa þeim næst. Og þegar við tölum um ofbeldi er það reynslan frá Stígamótum að ofbeldi gegn trans konum er af sama meiði og ofbeldi gegn öðrum konum. Trans fólk er reyndar mjög berskjaldað fyrir ofbeldi eins og annað fólk sem ekki passar inn í normið (fatlað fólk, útlendingar, sýnilega hinsegin fólk, og já, konur). Þegar skotleyfi er gefið á einn hóp í samfélaginu er svo auðvelt að færa mörkin og gefa skotleyfi á næsta hóp, og svo næsta. Það hefur nú þegar gerst og hafa afturhaldsöfl til dæmis beint sjónum sínum að einhverfu fólki og rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama og frjósemi. Ramminn utanum það sem þykir ásættanlegt þrengist og spjótin beinast í allar áttir, til dæmis að konum sem þykja karlmannlegar í útliti eða hafa karllæga kyntjáningu, of hávaxnar til dæmis, stuttklipptar, ómálaða eða of djúpraddaðar og eru dæmi þess að þeim hefur verið meinaður aðgangur að skilgreindum kvennarýmum. Og þetta mun ekki stoppa þar. Ábyrgð yfirvalda og fólks í valdastöðu er mikil, orð þeirra hafa mikið vægi og því mega yfirvöld ekki leyfa sér að afmennska fólk og ala á tortryggni í garð þeirra sem hvað mest þurfa á vernd að halda. Það að jaðarsetja ákveðna hópa setur þá beinlínis í hættu og yfirvöld verða að taka sér stöðu með mannréttindum í hvívetna og setja skýr mörk í opinberri umræðu. En ábyrgð okkar sem samfélag er einnig mikil og framlag hvers og eins okkar til baráttunnar fyrir réttlátara samfélagi skiptir máli, það hefur sagan einnig sýnt okkur. Þann árangur sem náðst hefur í mannréttindamálum á Íslandi má ekki síst þakka mikilli samstöðu innan kvennahreyfingarinnar og nú á síðustu áratugum, samstöðu kvennahreyfingarinnar og hinseginhreyfingarinnar. Þessi samstaða er fjöregg okkar, hún er dýrmæt, sjálfsögð og eðlileg og við verðum að standa vörð um hana. Við stöndum saman í baráttunni fyrir mannréttindum! Höfundar eru talskona Stígamóta og formaður Samtakanna 78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Drífa Snædal Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þrengt er að mannréttindum eins og staðreyndin er um þessar mundir í heiminum, er byrjað á viðkvæmasta hópnum, þeim sem fæstir skilja. Í þetta sinn er trans fólk í eldlínunni en í gegnum tíðina hafa það verið hommar og lesbíur, útlendingar, fólk með fötlun, konur og aðrir hópar sem sögulega hafa ekki farið með völd og áhrif í opinberri umræðu. Og umræðan er sú sama og alltaf, það er alið á ótta við að fólk fái mannréttindi á við aðra. Að það sé á einhvern hátt skaðlegt að viðurkenna tilvist fólks og tilverurétt til jafns við aðra. Rætnar sögur fara á kreik en þegar grafið er dýpra eru þetta alltaf sömu sögurnar: Fyrir fjörutíu árum síðan voru þetta sögur um homma sem leituðu á unga drengi og reynt að draga samansemmerki á milli barnaníðs og kynhneigðar, það var meira að segja umræða um hvort hommar ættu að nota sömu sturtur í sundi og aðrir karlar. Konur þóttu of tilfinningasamar til að geta tekið þátt í rökhyggjunni sem þarf til að nýta kosningarétt, fólk með fötlun þótti illa lyktandi og óviðeigandi í samskiptum, útlendingar voru allir álitnir nauðgarar og svo mætti áfram telja. Þessi hræðsluáróður er svo gjarnan rammað inn sem vernd fyrir konur og börn en í raun er þetta ekkert annað en viðleitni til að halda í óbreytt ástand í samfélaginu. Þegar jaðarsettir hópar hafa fengið sömu réttindi og aðrir borgarar hefur það nær undantekningarlaust auðgað líf samfélagsins alls. Það ógnaði ekki gagnkynja hjónaböndum að hjónabönd tveggja einstaklinga af sama kyni hlytu viðurkenningu. Með tilkomu kvenna í stjórnmálum komust leikskólamál og kynbundið ofbeldi loks á dagskrá stjórnmálanna, öllum til hagsbóta. Fólk með fötlun er ekki lengur lokað inni á stofnunum með þeirri skerðingu á lífsgæðum sem það er fyrir þau og þeirra nánustu og í samfélagi fjölbreytilegra þjóðerna víkkar sjóndeildarhringur allra. Nú reyna þau sem óttast að missa völd, status og yfirráð að telja okkur trú um að trans fólk sé ógnin. Það er markvisst gert lítið úr þeim tilfinningum sem trans fólk upplifir, þá vanlíðan sem það upplifir og þá dýrmætu gleði sem fylgir því að fá að vera þú sjálf/t/ur. Spunnar eru sögur um „karla sem þykjast vera konur“ til þess að smygla sér inn í kvennarými; kvennaathvörf, kvennaklósett eða kvennaklefa, allt í þeim tilgangi að valda konum skaða. Litið er á „trans“ sem einhverja tískubylgju eða pólitíska afstöðu og horft framhjá því að trans fólk hefur alltaf verið til, í öllum samfélögum og menningarheimum. Umræðan er skuggalega lík umræðunni sem var um samkynhneigða fyrir nokkrum áratugum. Staðreyndin er sú að karlar hafa ekki þurft að smygla sér inn í kvennarými á fölskum forsendum til að beita þær ofbeldi – konur eru í raun í mestri hættu gagnvart þeim sem standa þeim næst. Og þegar við tölum um ofbeldi er það reynslan frá Stígamótum að ofbeldi gegn trans konum er af sama meiði og ofbeldi gegn öðrum konum. Trans fólk er reyndar mjög berskjaldað fyrir ofbeldi eins og annað fólk sem ekki passar inn í normið (fatlað fólk, útlendingar, sýnilega hinsegin fólk, og já, konur). Þegar skotleyfi er gefið á einn hóp í samfélaginu er svo auðvelt að færa mörkin og gefa skotleyfi á næsta hóp, og svo næsta. Það hefur nú þegar gerst og hafa afturhaldsöfl til dæmis beint sjónum sínum að einhverfu fólki og rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama og frjósemi. Ramminn utanum það sem þykir ásættanlegt þrengist og spjótin beinast í allar áttir, til dæmis að konum sem þykja karlmannlegar í útliti eða hafa karllæga kyntjáningu, of hávaxnar til dæmis, stuttklipptar, ómálaða eða of djúpraddaðar og eru dæmi þess að þeim hefur verið meinaður aðgangur að skilgreindum kvennarýmum. Og þetta mun ekki stoppa þar. Ábyrgð yfirvalda og fólks í valdastöðu er mikil, orð þeirra hafa mikið vægi og því mega yfirvöld ekki leyfa sér að afmennska fólk og ala á tortryggni í garð þeirra sem hvað mest þurfa á vernd að halda. Það að jaðarsetja ákveðna hópa setur þá beinlínis í hættu og yfirvöld verða að taka sér stöðu með mannréttindum í hvívetna og setja skýr mörk í opinberri umræðu. En ábyrgð okkar sem samfélag er einnig mikil og framlag hvers og eins okkar til baráttunnar fyrir réttlátara samfélagi skiptir máli, það hefur sagan einnig sýnt okkur. Þann árangur sem náðst hefur í mannréttindamálum á Íslandi má ekki síst þakka mikilli samstöðu innan kvennahreyfingarinnar og nú á síðustu áratugum, samstöðu kvennahreyfingarinnar og hinseginhreyfingarinnar. Þessi samstaða er fjöregg okkar, hún er dýrmæt, sjálfsögð og eðlileg og við verðum að standa vörð um hana. Við stöndum saman í baráttunni fyrir mannréttindum! Höfundar eru talskona Stígamóta og formaður Samtakanna 78.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun