Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2025 22:31 Berglind Björg Þorvaldsdóttir sló á létta strengi eftir að hafa skorað gegn sínu gamla félagi í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport Breiðablik rúllaði yfir Val í stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta, 4-0. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sussaði á fólk og setti tvö mörk gegn félaginu sem vildi ekki halda henni. Mörk kvöldins má nú sjá á Vísi. Mörkin fjögur má sjá í spilaranum hér að neðan en það var Agla María Albertsdóttir, nýmætt aftur í íslenska landsliðshópinn, sem skoraði fyrsta markið strax á fyrstu mínútu. Berglind bætti við tveimur mörkum fyrir hálfleik og fjórða markið skoraði Karitas Tómasdóttir svo með bakinu í seinni hálfleik. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn Val Þó að hún hafi nokkuð spör á yfirlýsingarnar í viðtali í Sportpakkanum í gærkvöld þá virtist alveg ljóst að Berglind væri í hefndarhug gegn sínu gamla félagi í kvöld. Hún fagnaði fyrra marki sínu með því að leggja fingur yfir varir sínar, mögulega til að sussa á einhverja sem efuðust um að þessi mikli markahrókur hefði enn svo mikið fram að færa. Blikar hafa verið magnaðir í upphafi tímabils og skorað 28 mörk í sex leikjum en Berglind hefur skorað fjórðung þeirra, eða heil sjö mörk, og er langmarkahæst í deildinni það sem af er, á sínu fyrsta heila tímabili eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku og úr barneignaorlofi með Val í fyrra. Berglind hefur raunar skorað einu marki meira en allt Valsliðið til samans því Valskonur hafa aðeins skorað sex mörk í fyrstu sex leikjunum og fengið á sig átta. Þær hafa auk þess tapað þremur deildarleikjum í röð núna, í fyrsta sinn frá árinu 2015 þegar liðið endaði aðeins í 7. sæti. Berglind skoraði fjögur mörk í tíu leikjum fyrir Val í fyrra, eftir að hafa eignast strák um veturinn. Hún gerði tólf mörk í níu leikjum sumarið 2020, áður en hún fór í atvinnumennsku, og hefur mest skorað nítján mörk á einni leiktíð í efstu deild, þegar hún hlaut gullskóinn árið 2018. Alls hefur hún núna skorað 148 mörk í 209 leikjum í efstu deild á Íslandi. Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Mörkin fjögur má sjá í spilaranum hér að neðan en það var Agla María Albertsdóttir, nýmætt aftur í íslenska landsliðshópinn, sem skoraði fyrsta markið strax á fyrstu mínútu. Berglind bætti við tveimur mörkum fyrir hálfleik og fjórða markið skoraði Karitas Tómasdóttir svo með bakinu í seinni hálfleik. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn Val Þó að hún hafi nokkuð spör á yfirlýsingarnar í viðtali í Sportpakkanum í gærkvöld þá virtist alveg ljóst að Berglind væri í hefndarhug gegn sínu gamla félagi í kvöld. Hún fagnaði fyrra marki sínu með því að leggja fingur yfir varir sínar, mögulega til að sussa á einhverja sem efuðust um að þessi mikli markahrókur hefði enn svo mikið fram að færa. Blikar hafa verið magnaðir í upphafi tímabils og skorað 28 mörk í sex leikjum en Berglind hefur skorað fjórðung þeirra, eða heil sjö mörk, og er langmarkahæst í deildinni það sem af er, á sínu fyrsta heila tímabili eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku og úr barneignaorlofi með Val í fyrra. Berglind hefur raunar skorað einu marki meira en allt Valsliðið til samans því Valskonur hafa aðeins skorað sex mörk í fyrstu sex leikjunum og fengið á sig átta. Þær hafa auk þess tapað þremur deildarleikjum í röð núna, í fyrsta sinn frá árinu 2015 þegar liðið endaði aðeins í 7. sæti. Berglind skoraði fjögur mörk í tíu leikjum fyrir Val í fyrra, eftir að hafa eignast strák um veturinn. Hún gerði tólf mörk í níu leikjum sumarið 2020, áður en hún fór í atvinnumennsku, og hefur mest skorað nítján mörk á einni leiktíð í efstu deild, þegar hún hlaut gullskóinn árið 2018. Alls hefur hún núna skorað 148 mörk í 209 leikjum í efstu deild á Íslandi.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira