Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. maí 2025 21:12 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir ekki standa til að skerða fjárveitingar til KR-inga. Vísir/Ívar Fannar Borgarstjóri segir ekki standa til að taka hagsmuni sela í Húsdýragarðinum framyfir hagsmuni íþróttafélaga. Einungis sé um að ræða tilfærslur í fjárfestingaáætlun borgarinnar. Staðið hefur til um árabil að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Verja átti til þess tuttugu milljónum króna þetta árið, en samkvæmt breytingartillögum borgarstjóra stendur til að leggja til sextíu milljónir króna til viðbótar, samtals áttatíu milljónir króna. Á sama tíma í tillögunum er gert ráð fyrir því að framlög vegna fjölíþróttahúss KR verði minnkuð um hundrað milljónir úr fimm hundruð milljónum í fjögurhundruð milljónum. Margir KR-ingar supu því hveljur en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir þá ekki þurfa að örvænta. „Nei alls ekki, það hefur engin ákvörðun verið tekin um neitt varðandi íþróttahreyfinguna annað en að standa við þau áform sem hefur verið farið í, það er tilfærsla þarna, við erum að fjárfesta gríðarlega, við erum að fjárfesta fyrir yfir tuttugu milljarða á þessu ári, samstæðan ef þú tekur sama reikninginn A og B-hluta er yfir sjötíu milljarða þannig ég skil vel að fólk vilji fylgjast með,“ segir Heiða Björg. Ekki bara selalaug heldur áfangastaður fyrir fjölskyldur Minnihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna gagnrýndi breytingartillögurnar á borgarráðsfundi og sökuðu meirihlutann um að velja hagsmuni sela framyfir hagsmuni KR-inga. Borgarstjóri segir um alls ótengd mál að ræða og að breytingarnar séu tilfærslur á fjármunum en ekki skerðing. „Það er ekki búið að hætta við neinar framkvæmdir, þær hafa frestast vegna þess að það hafa komið upp þannig atriði, KR-ingar meðal annars verið sjálfir í fjölmiðlum að segja frá því sem hefur komið upp,“ segir Heiða. „Varðandi húsdýragarðinn þá er þetta meira en selalaug, þetta er áfangastaður fyrir fjölskyldur, þetta er eitt af því sem fjölskyldur gera saman að fara í Húsdýragarðinn og Fjölskyldugarðinn og þetta er ekki bara selalaugin þetta er líka húsið sem er við veitingastaðinn og líka áfangastaðinn þegar þú ert að koma inn, það þarf bara að halda svona hlutum við og þeir þurfa að vera í toppformi, við höfum ekki verið með selalaugina þar, hún hefur verið óásættanleg varðandi dýravelferð.“ Reykjavík Dýraheilbrigði Dýr Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn KR Borgarstjórn Tengdar fréttir Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Formaður borgarráðs fullyrti við framkvæmdastjóra KR að borgin sé ekki að draga úr fjárframlagi vegna fjölnotaíþróttahúss KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. Framkvæmdastjórinn tekur því fagnandi að selirnir fái bætta aðstöðu, samhliða KR. 16. maí 2025 13:46 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Staðið hefur til um árabil að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Verja átti til þess tuttugu milljónum króna þetta árið, en samkvæmt breytingartillögum borgarstjóra stendur til að leggja til sextíu milljónir króna til viðbótar, samtals áttatíu milljónir króna. Á sama tíma í tillögunum er gert ráð fyrir því að framlög vegna fjölíþróttahúss KR verði minnkuð um hundrað milljónir úr fimm hundruð milljónum í fjögurhundruð milljónum. Margir KR-ingar supu því hveljur en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir þá ekki þurfa að örvænta. „Nei alls ekki, það hefur engin ákvörðun verið tekin um neitt varðandi íþróttahreyfinguna annað en að standa við þau áform sem hefur verið farið í, það er tilfærsla þarna, við erum að fjárfesta gríðarlega, við erum að fjárfesta fyrir yfir tuttugu milljarða á þessu ári, samstæðan ef þú tekur sama reikninginn A og B-hluta er yfir sjötíu milljarða þannig ég skil vel að fólk vilji fylgjast með,“ segir Heiða Björg. Ekki bara selalaug heldur áfangastaður fyrir fjölskyldur Minnihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna gagnrýndi breytingartillögurnar á borgarráðsfundi og sökuðu meirihlutann um að velja hagsmuni sela framyfir hagsmuni KR-inga. Borgarstjóri segir um alls ótengd mál að ræða og að breytingarnar séu tilfærslur á fjármunum en ekki skerðing. „Það er ekki búið að hætta við neinar framkvæmdir, þær hafa frestast vegna þess að það hafa komið upp þannig atriði, KR-ingar meðal annars verið sjálfir í fjölmiðlum að segja frá því sem hefur komið upp,“ segir Heiða. „Varðandi húsdýragarðinn þá er þetta meira en selalaug, þetta er áfangastaður fyrir fjölskyldur, þetta er eitt af því sem fjölskyldur gera saman að fara í Húsdýragarðinn og Fjölskyldugarðinn og þetta er ekki bara selalaugin þetta er líka húsið sem er við veitingastaðinn og líka áfangastaðinn þegar þú ert að koma inn, það þarf bara að halda svona hlutum við og þeir þurfa að vera í toppformi, við höfum ekki verið með selalaugina þar, hún hefur verið óásættanleg varðandi dýravelferð.“
Reykjavík Dýraheilbrigði Dýr Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn KR Borgarstjórn Tengdar fréttir Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Formaður borgarráðs fullyrti við framkvæmdastjóra KR að borgin sé ekki að draga úr fjárframlagi vegna fjölnotaíþróttahúss KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. Framkvæmdastjórinn tekur því fagnandi að selirnir fái bætta aðstöðu, samhliða KR. 16. maí 2025 13:46 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Formaður borgarráðs fullyrti við framkvæmdastjóra KR að borgin sé ekki að draga úr fjárframlagi vegna fjölnotaíþróttahúss KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. Framkvæmdastjórinn tekur því fagnandi að selirnir fái bætta aðstöðu, samhliða KR. 16. maí 2025 13:46