Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2025 07:33 Eugene Omalla sést hér ásamt liðsfélögum sínum eftir að gullið var í höfn í París síðasta sumar. Vísir/Getty Hollenski hlauparinn Eugene Omalla hefur beðið liðsfélaga sína afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið sem hann vann ásamt hlaupasveit sinni á uppboði. Eugene Omalla var hluti af boðhlaupssveit Hollands sem vann gull í 4x400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Holland vann þá gull eftir ótrúlegan endasprett Femke Bol sem stakk sér fram úr keppinautunum á lokametrum hlaupsins. Fyrir helgi bárust hins vegar fréttir af því að verðlaunapeningur Omalla frá París væri falur til kaups á uppboðssíðu. Verðlaunapeningurinn er nú seldur og það fyrir tæpar tíu milljónir króna. Ákvörðun Omalla hlaut töluverða gagnrýni enda þótti hún gera lítið úr afreki hollenska liðsins. Hann hefur nú útskýrt sína hlið málsins og beðið liðsfélaga sína afsökunar. „Ég skil neikvæðu viðbrögðin og þess vegna vil ég eyða öllum misskilningi. Þetta snýst ekki um græðgi eða skort á virðingu fyrir virði verðlaunapeningsins. Þetta snýst ekki um að ég sé í fjárhagsvandræðum eða að ég vilji græða smá pening. Þetta er persónulegt, að tryggja framtíð fjölskyldu minnar og vellíðan og styðja þá sem þurfa mest á því að halda,“ sagði Omalla í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Gullpeningar úr silfri Hann segir að peningarnir verði settir í sjóð sem foreldrar hans hafi stofnað og nýttur verði í góðgerðamál. „Þau fórnuðu öllu svo draumar mínir gætu orðið að veruleika. Eftir á að hyggja sé ég að ég hefði átt að segja frá þessu fyrr. Til liðsfélaga minna, þjálfara og allra þeirra sem urðu sárir. Ég er leiður yfir því að þetta var túlkað þannig. Ákvörðun mín var tekin með ást, ábyrgð og þakklæti í huga. Ég vona að þið skiljið það.“ Gullpeningarnir frá París eru reyndar að mestu leyti úr silfri. 98,8% peningsins er úr silfri, þeir eru 529 grömm að þyngd og þar af eru aðeins sex grömm úr gulli. Á hverjum verðlaunapening er járn sem tekið var úr Eifelturninum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sjá meira
Eugene Omalla var hluti af boðhlaupssveit Hollands sem vann gull í 4x400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Holland vann þá gull eftir ótrúlegan endasprett Femke Bol sem stakk sér fram úr keppinautunum á lokametrum hlaupsins. Fyrir helgi bárust hins vegar fréttir af því að verðlaunapeningur Omalla frá París væri falur til kaups á uppboðssíðu. Verðlaunapeningurinn er nú seldur og það fyrir tæpar tíu milljónir króna. Ákvörðun Omalla hlaut töluverða gagnrýni enda þótti hún gera lítið úr afreki hollenska liðsins. Hann hefur nú útskýrt sína hlið málsins og beðið liðsfélaga sína afsökunar. „Ég skil neikvæðu viðbrögðin og þess vegna vil ég eyða öllum misskilningi. Þetta snýst ekki um græðgi eða skort á virðingu fyrir virði verðlaunapeningsins. Þetta snýst ekki um að ég sé í fjárhagsvandræðum eða að ég vilji græða smá pening. Þetta er persónulegt, að tryggja framtíð fjölskyldu minnar og vellíðan og styðja þá sem þurfa mest á því að halda,“ sagði Omalla í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Gullpeningar úr silfri Hann segir að peningarnir verði settir í sjóð sem foreldrar hans hafi stofnað og nýttur verði í góðgerðamál. „Þau fórnuðu öllu svo draumar mínir gætu orðið að veruleika. Eftir á að hyggja sé ég að ég hefði átt að segja frá þessu fyrr. Til liðsfélaga minna, þjálfara og allra þeirra sem urðu sárir. Ég er leiður yfir því að þetta var túlkað þannig. Ákvörðun mín var tekin með ást, ábyrgð og þakklæti í huga. Ég vona að þið skiljið það.“ Gullpeningarnir frá París eru reyndar að mestu leyti úr silfri. 98,8% peningsins er úr silfri, þeir eru 529 grömm að þyngd og þar af eru aðeins sex grömm úr gulli. Á hverjum verðlaunapening er járn sem tekið var úr Eifelturninum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sjá meira