Um 100 skemmtiferðaskip í Vestmannaeyjum í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júní 2025 20:04 Í vor og það sem af er sumri hafa nokkur skemmtiferðaskip komið til Vestmannaeyjar, meðal annars þetta skip. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um hundrað skemmtiferðaskip koma til Vestmannaeyja í sumar og eru þau fyrstu nú þegar komin. Koma skipanna er mikil vítamínsprauta fyrir bæjarfélagið fyrir allskonar þjónustu. Það þykir öllum gaman að koma til Vestmannaeyja og þar eru innlendir og erlendir ferðamenn engin undantekning en mjög mikið er um ferðamenn í bæjarfélaginu á vorin og sumrin. Farþegar skemmtiferðaskipa eru líka stór hluti ferðamanna þó þau stoppi yfirleitt ekki lengi í höfninni. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskólans er duglegur að fara með hópa um eyjuna enda mjög fróður og skemmtilegur leiðsögumaður. „Veðrið er komið og það stefnir bara í gott sumar. Ég er sannfærður um að sumarið verði mjög gott ferðasumar og að þetta verði sumarið okkar“, segir Jarl kátur í bragði. Jarl er ánægður með öll skemmtiferðaskipin, sem verða í Vestmannaeyjum í sumar og hafa verið nú í vor. „Já, það er gríðarleg lyftistöng og að fá þá ferðamenn hingað. Þeir skilja eftir gjaldeyrir, sem við nýtum. Þetta er reyndar bara dagstopp, skipin koma hérna og taka kannski fjórhjólaferð eða bátsferð eða rútuferð með ferðamennina og kynna sér eyjuna,“ segir Jarl. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja, sem tekur af og til á móti ferðahópum, sem koma til eyja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver eru viðbrögð erlendra ferðamanna, sem koma til Vestmannaeyja, hvað segir fólk? „Þau segja bara vá, það er bara svoleiðis, þau elska þetta,“ segir Jarl. Samkvæmt upplýsingum frá Gísla Vali Gíslasyni hafnsögumanni komu 103 skemmtiferðaskip á síðasta ári til Vestmannaeyja en í ár eru 97 komur bókaðar þannig að það er smávægileg fækkun á milli ára. Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra líst vel á ferðasumarið 2025 í Vestmannaeyjum. „Þetta er frábær tími í Eyjum, sumarið og við höfum mikið að hlakka til, við erum hátíðarglöð og svona, þannig að þetta er góður tími. Við fáum mjög mikið af ferðamönnum yfir sumartímann og líka mikið af Íslendingum, sem vilja koma og njóta þess, sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Íris. Íris er líka ánægð með öll skemmtiferðaskipin. „Já, já, af því að þeim finnst algjörlega einstakt að sigla hingað inn til okkar og fjallasalurinn, sem tekur á móti skipunum er eitthvað, sem þau upplifa hvergi,“ segir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er að vonum kampakát með alla ferðamennina, sem heimsækja Vestmannaeyjar yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Ferðaþjónusta Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Það þykir öllum gaman að koma til Vestmannaeyja og þar eru innlendir og erlendir ferðamenn engin undantekning en mjög mikið er um ferðamenn í bæjarfélaginu á vorin og sumrin. Farþegar skemmtiferðaskipa eru líka stór hluti ferðamanna þó þau stoppi yfirleitt ekki lengi í höfninni. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskólans er duglegur að fara með hópa um eyjuna enda mjög fróður og skemmtilegur leiðsögumaður. „Veðrið er komið og það stefnir bara í gott sumar. Ég er sannfærður um að sumarið verði mjög gott ferðasumar og að þetta verði sumarið okkar“, segir Jarl kátur í bragði. Jarl er ánægður með öll skemmtiferðaskipin, sem verða í Vestmannaeyjum í sumar og hafa verið nú í vor. „Já, það er gríðarleg lyftistöng og að fá þá ferðamenn hingað. Þeir skilja eftir gjaldeyrir, sem við nýtum. Þetta er reyndar bara dagstopp, skipin koma hérna og taka kannski fjórhjólaferð eða bátsferð eða rútuferð með ferðamennina og kynna sér eyjuna,“ segir Jarl. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja, sem tekur af og til á móti ferðahópum, sem koma til eyja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver eru viðbrögð erlendra ferðamanna, sem koma til Vestmannaeyja, hvað segir fólk? „Þau segja bara vá, það er bara svoleiðis, þau elska þetta,“ segir Jarl. Samkvæmt upplýsingum frá Gísla Vali Gíslasyni hafnsögumanni komu 103 skemmtiferðaskip á síðasta ári til Vestmannaeyja en í ár eru 97 komur bókaðar þannig að það er smávægileg fækkun á milli ára. Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra líst vel á ferðasumarið 2025 í Vestmannaeyjum. „Þetta er frábær tími í Eyjum, sumarið og við höfum mikið að hlakka til, við erum hátíðarglöð og svona, þannig að þetta er góður tími. Við fáum mjög mikið af ferðamönnum yfir sumartímann og líka mikið af Íslendingum, sem vilja koma og njóta þess, sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Íris. Íris er líka ánægð með öll skemmtiferðaskipin. „Já, já, af því að þeim finnst algjörlega einstakt að sigla hingað inn til okkar og fjallasalurinn, sem tekur á móti skipunum er eitthvað, sem þau upplifa hvergi,“ segir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er að vonum kampakát með alla ferðamennina, sem heimsækja Vestmannaeyjar yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Ferðaþjónusta Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira