Agnes Johansen er látin Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. maí 2025 11:15 Agnes Johansen, kvikmyndaframleiðandi, er látin. Agnes Johansen, kvikmyndaframleiðandi og einn af lykilframleiðendum RVK Studios, lést á líknardeild Landspítalans í Reykjavík sunnudaginn 18. maí, 66 ára að aldri. Aðstandendur Agnesar greindu frá andláti hennar í tilkynningu. Agnes fæddist 27. september 1958 í Reykjavík og ólst þar upp, elst í hópi sex systkina. Foreldrar hennar eru Kristín Ásgeirsdóttir húsmóðir og Rolf Johansen stórkaupmaður, sem lést árið 2007. Agnes stundaði nám í Langholtsskóla, Kvennaskólanum og Verslunarskóla Íslands og lauk síðan kennararéttindum frá Kennaraháskólanum árið 1982. Dans átti stóran þátt í lífi Agnesar alla tíð en hún varð fyrsti Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum árið 1981 ásamt Ásgeiri Ragnari Bragasyni. Ötull framleiðandi barnaefnis, kvikmynda og sjónvarpsþátta Agnes starfaði við kennslu og barnatengt efni í sjónvarpi á níunda áratugnum, stjórnaði Stundinni okkar á RÚV og sá um allt barnasjónvarpsefni Stöðvar 2 um árabil. Eftir fimmtán ára starf við dagskrárgerð og framleiðslu hjá RÚV og Stöð 2, og síðar sem framleiðslustjóri hjá Sagafilm, sneri hún sér alfarið að kvikmyndagerð. Agnes hóf samstarf við Baltasar Kormák hjá Sögn ehf. við framleiðslu Hafsins, annarrar kvikmyndar hans, árið 2001. Hjá Sögn framleiddi hún myndir á borð við A Little Trip to Heaven (2005), Mýrina (2006), Reykjavík-Rotterdam (2008), Brúðgumann (2009) og Djúpið (2012). Agnes varð síðar einn af lykilframleiðendum RVK Studios þegar framleiðslufyrirtækið var stofnað árið 2012. Á meðal mynda sem Agnes framleiddi þar eru Fúsi (2015) og Against the Ice (2022), auk sjónvarpsþáttaraðarinnar Kötlu (2021). Þá var hún yfirframleiðandi Eiðsins (2016) og allra þriggja þáttaraða Ófærðar (2015-2021) Agnes kom að gerð fjölda íslenskra og alþjóðlegra kvikmynda og sjónvarpsverkefna og var þekkt fyrir fagmennsku, elju og hlýlegt viðmót. Hennar síðasta kvikmyndaverkefni var Snerting (2024). Hún starfaði við kvikmyndagerð allt til æviloka. Agnes lætur eftir sig tvær dætur og fjögur barnabörn. Andlát Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Aðstandendur Agnesar greindu frá andláti hennar í tilkynningu. Agnes fæddist 27. september 1958 í Reykjavík og ólst þar upp, elst í hópi sex systkina. Foreldrar hennar eru Kristín Ásgeirsdóttir húsmóðir og Rolf Johansen stórkaupmaður, sem lést árið 2007. Agnes stundaði nám í Langholtsskóla, Kvennaskólanum og Verslunarskóla Íslands og lauk síðan kennararéttindum frá Kennaraháskólanum árið 1982. Dans átti stóran þátt í lífi Agnesar alla tíð en hún varð fyrsti Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum árið 1981 ásamt Ásgeiri Ragnari Bragasyni. Ötull framleiðandi barnaefnis, kvikmynda og sjónvarpsþátta Agnes starfaði við kennslu og barnatengt efni í sjónvarpi á níunda áratugnum, stjórnaði Stundinni okkar á RÚV og sá um allt barnasjónvarpsefni Stöðvar 2 um árabil. Eftir fimmtán ára starf við dagskrárgerð og framleiðslu hjá RÚV og Stöð 2, og síðar sem framleiðslustjóri hjá Sagafilm, sneri hún sér alfarið að kvikmyndagerð. Agnes hóf samstarf við Baltasar Kormák hjá Sögn ehf. við framleiðslu Hafsins, annarrar kvikmyndar hans, árið 2001. Hjá Sögn framleiddi hún myndir á borð við A Little Trip to Heaven (2005), Mýrina (2006), Reykjavík-Rotterdam (2008), Brúðgumann (2009) og Djúpið (2012). Agnes varð síðar einn af lykilframleiðendum RVK Studios þegar framleiðslufyrirtækið var stofnað árið 2012. Á meðal mynda sem Agnes framleiddi þar eru Fúsi (2015) og Against the Ice (2022), auk sjónvarpsþáttaraðarinnar Kötlu (2021). Þá var hún yfirframleiðandi Eiðsins (2016) og allra þriggja þáttaraða Ófærðar (2015-2021) Agnes kom að gerð fjölda íslenskra og alþjóðlegra kvikmynda og sjónvarpsverkefna og var þekkt fyrir fagmennsku, elju og hlýlegt viðmót. Hennar síðasta kvikmyndaverkefni var Snerting (2024). Hún starfaði við kvikmyndagerð allt til æviloka. Agnes lætur eftir sig tvær dætur og fjögur barnabörn.
Andlát Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira