„Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. maí 2025 12:08 Alma Möller heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Heilbrigðisráðherra tekur undir það með Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að bæta þurfi tungumálakunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga. Vegna mönnunarvanda sé það þó ekki raunhæfur kostur að neita starfsfólki af erlendu þjóðerni um starfsleyfi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem skorað er á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Forstjóri Grundarheimilanna sagði umrædda leið óraunhæfa. Stofnanir hafi ekki efni á því að missa erlenda hjúkrunarfræðinga. Skilyrðið þótti of strangt Alma Möller heilbrigðisráðherra segir það æskilegt að heilbrigðisstarfsfólk búi yfir íslenskukunnáttu. Hún minnir á að fyrir árið 2023 hafi íslenskukunnátta verið skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis til hjúkrunarfræðinga sem komi hingað til lands frá ríkjum utan EES. Skilyrðið var síðar fellt niður. „Ástæðan mun hafa verið sú að þetta þótti of strangt miðað við þá erfiðleika sem uppi voru varðandi mönnun en í staðinn voru kröfurnar settar á vinnuveitendur. Auðvitað getur það verið mismunandi eftir því hvaða starfi viðkomandi sinnir, hversu mikla íslensku æskilegt er að viðkomandi kunni.“ Skoða þarf betur hvernig kröfurnar verði útfærðar Hún nefnir til að mynda tveggja ára aðlögunar- og íslenskunámskeið sem stendur erlendum hjúkrunarfræðingum Landspítalans til boða. Mörg hjúkrunarheimili bjóði einnig upp á svipaða þjónustu fyrir starfsmenn. „Ég held að það séu allir sammála um að það þarf að vera meiri íslenskukunnátta en nákvæmlega hversu víðtækar kröfur og hvar þær liggja þarf að skoða betur.“ Alma ítrekar jafnframt þingsályktun um málefni íslenskrar tungu sem var samþykkt nýlega. Þar er fjallað um að bjóða upp tungumálakennslu í auknum mæli fyrir starfsfólk í heilbrigðisgeiranum. Ómögulegt sé að segja til um hve oft heilbrigðisþjónusta er veitt á ensku og er Ölmu ekki kunnugt um mistök sem hafa orðið vegna tungumálaörðugleika. „Ég veit að sumar stofnanir hafa þann háttinn á að skjólstæðingur er upplýstur um að það sé heilbrigðisstarfsmaður sem tali ensku. Þá þarf fólk bara að gefa upp hvort það treysti sér til þess. Auðvitað í fullkomnum heimi, væri best að allir töluðu góða íslensku en það er ekki raunhæft.“ Stéttarfélög Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem skorað er á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Forstjóri Grundarheimilanna sagði umrædda leið óraunhæfa. Stofnanir hafi ekki efni á því að missa erlenda hjúkrunarfræðinga. Skilyrðið þótti of strangt Alma Möller heilbrigðisráðherra segir það æskilegt að heilbrigðisstarfsfólk búi yfir íslenskukunnáttu. Hún minnir á að fyrir árið 2023 hafi íslenskukunnátta verið skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis til hjúkrunarfræðinga sem komi hingað til lands frá ríkjum utan EES. Skilyrðið var síðar fellt niður. „Ástæðan mun hafa verið sú að þetta þótti of strangt miðað við þá erfiðleika sem uppi voru varðandi mönnun en í staðinn voru kröfurnar settar á vinnuveitendur. Auðvitað getur það verið mismunandi eftir því hvaða starfi viðkomandi sinnir, hversu mikla íslensku æskilegt er að viðkomandi kunni.“ Skoða þarf betur hvernig kröfurnar verði útfærðar Hún nefnir til að mynda tveggja ára aðlögunar- og íslenskunámskeið sem stendur erlendum hjúkrunarfræðingum Landspítalans til boða. Mörg hjúkrunarheimili bjóði einnig upp á svipaða þjónustu fyrir starfsmenn. „Ég held að það séu allir sammála um að það þarf að vera meiri íslenskukunnátta en nákvæmlega hversu víðtækar kröfur og hvar þær liggja þarf að skoða betur.“ Alma ítrekar jafnframt þingsályktun um málefni íslenskrar tungu sem var samþykkt nýlega. Þar er fjallað um að bjóða upp tungumálakennslu í auknum mæli fyrir starfsfólk í heilbrigðisgeiranum. Ómögulegt sé að segja til um hve oft heilbrigðisþjónusta er veitt á ensku og er Ölmu ekki kunnugt um mistök sem hafa orðið vegna tungumálaörðugleika. „Ég veit að sumar stofnanir hafa þann háttinn á að skjólstæðingur er upplýstur um að það sé heilbrigðisstarfsmaður sem tali ensku. Þá þarf fólk bara að gefa upp hvort það treysti sér til þess. Auðvitað í fullkomnum heimi, væri best að allir töluðu góða íslensku en það er ekki raunhæft.“
Stéttarfélög Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira