Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2025 18:27 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir ástandið á Gasa óásættanlegt. AP/Hannah McKay Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið. David Lammy, utanríkisráðherra, tilkynnti þetta í dag og sagði hann hundruð þúsunda íbúa á Gasa standa frammi fyrir því að svelta. Slíkt væri „andstyggilegt“. Ráðherrann sagði að sendiherra Ísrael yrði gert ljóst að í augum yfirvalda í Bretlandi væru aðgerðir Ísraela „grimmilegar“ og „óverjandi“. „Heimurinn dæmir þá. Sagan mun dæma þá,“ sagði Lammy á þingi í dag, samkvæmt Sky News. Hann sagði Breta vilja eiga í góðum samskiptum við Ísraela en framganga þeirra á Gasa gerði það mjög erfitt. Þetta sagði Lammy í kjölfar þess að Keir Starmer, Emmanuel Macron og Mark Carney, leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada, sendu út yfirlýsingu um að breyti Ísraelar ekki ú stefnu á Gasa verði gripið til aðgerða. Sjá einnig: Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Lammy boðaði einnig refsiaðgerðir gegn landtökumönnum á Vesturbakkanum. Foreign Secretary David Lammy announces that the Israeli ambassador has been summoned by the UK government, and negotiations over a free trade deal have been "suspended".Latest: https://t.co/qikdGClv4f📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/whLqbShYDb— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Ísraelar hafa gefið töluvert í á Gasa að undanförnu og hafa boðað almennt hernám svæðisins og brottflutning Palestínumanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í dag að yfirlýsing leiðtoganna þriggja væri mikill fengu fyrir Hamas-samtökin. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky að aðstæður á Gasa væru óásættanlegar. Prime Minister Sir Keir Starmer says the situation in Gaza is "intolerable and unacceptable" and humanitarian aid "needs to get in at pace".He adds that the UK is "co-ordinating" with its allies on this.Latest: https://t.co/M6LGEG1mLj📺 Sky 501, Virgin 602 and Freeview 233 pic.twitter.com/qDh6xa469E— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Brýn þörf barna Þrýstingur frá bandamönnum Ísrael hefur aukist mjög á undanförnum vikum, samhliða því að Ísraelar hafa komið í veg fyrir flæði neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina í tæpa þrjá mánuði. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því í dag að þúsundir barna gætu dáið úr hungri á næstu dögum en Ísraelar veittu í gær og í dag leyfi fyrir nokkrum tugum flutningabíla með neyðaraðstoð inn á Gasa. AP fréttaveitan hefur þó eftir einum yfirmanna mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum að það sé einungis dropi í hafið, miðað við þá aðstoð sem þurfi. Þar að auki segir talsmaður SÞ að þó leyfi hafi verið veitt fyrir neyðaraðstoð, taki tíma að koma henni til fólksins. Enn hafi ekkert skilað sér í vöruhús og dreifingarmiðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Bretland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
David Lammy, utanríkisráðherra, tilkynnti þetta í dag og sagði hann hundruð þúsunda íbúa á Gasa standa frammi fyrir því að svelta. Slíkt væri „andstyggilegt“. Ráðherrann sagði að sendiherra Ísrael yrði gert ljóst að í augum yfirvalda í Bretlandi væru aðgerðir Ísraela „grimmilegar“ og „óverjandi“. „Heimurinn dæmir þá. Sagan mun dæma þá,“ sagði Lammy á þingi í dag, samkvæmt Sky News. Hann sagði Breta vilja eiga í góðum samskiptum við Ísraela en framganga þeirra á Gasa gerði það mjög erfitt. Þetta sagði Lammy í kjölfar þess að Keir Starmer, Emmanuel Macron og Mark Carney, leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada, sendu út yfirlýsingu um að breyti Ísraelar ekki ú stefnu á Gasa verði gripið til aðgerða. Sjá einnig: Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Lammy boðaði einnig refsiaðgerðir gegn landtökumönnum á Vesturbakkanum. Foreign Secretary David Lammy announces that the Israeli ambassador has been summoned by the UK government, and negotiations over a free trade deal have been "suspended".Latest: https://t.co/qikdGClv4f📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/whLqbShYDb— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Ísraelar hafa gefið töluvert í á Gasa að undanförnu og hafa boðað almennt hernám svæðisins og brottflutning Palestínumanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í dag að yfirlýsing leiðtoganna þriggja væri mikill fengu fyrir Hamas-samtökin. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky að aðstæður á Gasa væru óásættanlegar. Prime Minister Sir Keir Starmer says the situation in Gaza is "intolerable and unacceptable" and humanitarian aid "needs to get in at pace".He adds that the UK is "co-ordinating" with its allies on this.Latest: https://t.co/M6LGEG1mLj📺 Sky 501, Virgin 602 and Freeview 233 pic.twitter.com/qDh6xa469E— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Brýn þörf barna Þrýstingur frá bandamönnum Ísrael hefur aukist mjög á undanförnum vikum, samhliða því að Ísraelar hafa komið í veg fyrir flæði neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina í tæpa þrjá mánuði. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því í dag að þúsundir barna gætu dáið úr hungri á næstu dögum en Ísraelar veittu í gær og í dag leyfi fyrir nokkrum tugum flutningabíla með neyðaraðstoð inn á Gasa. AP fréttaveitan hefur þó eftir einum yfirmanna mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum að það sé einungis dropi í hafið, miðað við þá aðstoð sem þurfi. Þar að auki segir talsmaður SÞ að þó leyfi hafi verið veitt fyrir neyðaraðstoð, taki tíma að koma henni til fólksins. Enn hafi ekkert skilað sér í vöruhús og dreifingarmiðstöðvar Sameinuðu þjóðanna.
Bretland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56
Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25