Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 21. maí 2025 13:02 Stuðningsmenn Tottenham eru mættir til Bilbao. Stuðningsmenn annarra enskra liða eru flestir á þeirra bandi í kvöld. Burak Akbulut/Anadolu via Getty Images Stuðningsmenn annarra liða en Manchester United og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni vonast hvað flestir eftir sigri þeirra síðarnefndu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. The Athletic gerði könnun á meðal stuðningsmanna hinna átján liðanna í ensku úrvalsdeildinni og er Tottenham stutt fram yfir Manchester United hjá fjórtán af átján liðum. Tæplega 70 prósent stuðningsmanna liðanna átján vonast eftir sigri Tottenham. Mestur eru stuðningur við Manchester United hjá þeim sem styðja Lundúnalið Arsenal, West Ham og Chelsea. 77,5 prósent stuðningsmanna Arsenal vonast eftir sigri Manchester United, 63 prósent stuðningsmanna West Ham og 51,9 prósent stuðningsmanna Chelsea. Önnur Lundúnalið virðast ekki kippa sér eins upp við mögulegan sigur Tottenham. 91,7 prósent stuðningsmanna Crystal Palace styðja Tottenham í kvöld og 77,3 prósent Fulham-manna. Hér má sjá tölurnar frá stuðningsmönnum félaga á Englandi sem The Athletic tók saman.Mynd/The Athletic Félög norðar á Englandi vilja síður sjá Manchester United lyfta Evrópudeildarbikarnum í kvöld. Athygli vekur að stuðningurinn er mestur hjá Everton-mönnum. Allir, 100 prósent, stuðningsmanna Everton verða á bandi Tottenham í kvöld. 95,9 prósent rauðklæddra Liverpool-manna vonast þá eftir sigri Tottenham. Leikurinn er gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið enda átt agaleg tímabil heima fyrir. Þau eru neðstu lið ensku úrvalsdeildarinnar sem falla ekki; United í 16. sæti með 39 stig og Tottenham með stigi minna í 17. sæti. Liðið sem vinnur leik kvöldsins fer í Meistaradeild Evrópu og hefur því verið kastað fram að starfsöryggi stjóranna tveggja, Rúbens Amorim, og Ange Postecoglu, velti á úrslitum kvöldsins. Spennan er því mikil fyrir kvöldinu meðal stuðningsmanna beggja liða. Úrslitaleikur Manchester United og Tottenham fer fram í Bilbao klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Vodafone Sport og hefst bein útsending klukkan 18:30. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Verð aldrei trúður“ „Sama hvernig fer á morgun þá er ég ekki trúður og verð aldrei trúður,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, en á miðvikudag mæta lærisveinar hans Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar. 20. maí 2025 23:17 Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Þó að Manchester United sé eitt allra sigursælasta fótboltalið Evrópu frá upphafi þá má færa rök fyrir því að úrslitaleikurinn við Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld sé mikilvægasti leikur liðsins frá upphafi. Að minnsta kosti fjárhagslega. 21. maí 2025 11:31 „Manchester er heima“ Það var tilfinningaríkur Kevin De Bruyne sem reif í hljóðnemann og ræddi við stuðningsfólk Manchester City eftir það sem var hans síðasti heimaleikur fyrir félagið. Það verður ekki annað sagt en að þessi belgíski miðjumaður hafi sett svip sinn á ensku úrvalsdeildina sem og liðið sem hann vann fjölda titla með. 20. maí 2025 22:32 „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Rúben Amorim, þjálfari Manchester United. lagði áherslu á það þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar að sigur þar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, myndi ekki sjálfkrafa leysa vandamál félagsins. 21. maí 2025 07:02 Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Sjá meira
The Athletic gerði könnun á meðal stuðningsmanna hinna átján liðanna í ensku úrvalsdeildinni og er Tottenham stutt fram yfir Manchester United hjá fjórtán af átján liðum. Tæplega 70 prósent stuðningsmanna liðanna átján vonast eftir sigri Tottenham. Mestur eru stuðningur við Manchester United hjá þeim sem styðja Lundúnalið Arsenal, West Ham og Chelsea. 77,5 prósent stuðningsmanna Arsenal vonast eftir sigri Manchester United, 63 prósent stuðningsmanna West Ham og 51,9 prósent stuðningsmanna Chelsea. Önnur Lundúnalið virðast ekki kippa sér eins upp við mögulegan sigur Tottenham. 91,7 prósent stuðningsmanna Crystal Palace styðja Tottenham í kvöld og 77,3 prósent Fulham-manna. Hér má sjá tölurnar frá stuðningsmönnum félaga á Englandi sem The Athletic tók saman.Mynd/The Athletic Félög norðar á Englandi vilja síður sjá Manchester United lyfta Evrópudeildarbikarnum í kvöld. Athygli vekur að stuðningurinn er mestur hjá Everton-mönnum. Allir, 100 prósent, stuðningsmanna Everton verða á bandi Tottenham í kvöld. 95,9 prósent rauðklæddra Liverpool-manna vonast þá eftir sigri Tottenham. Leikurinn er gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið enda átt agaleg tímabil heima fyrir. Þau eru neðstu lið ensku úrvalsdeildarinnar sem falla ekki; United í 16. sæti með 39 stig og Tottenham með stigi minna í 17. sæti. Liðið sem vinnur leik kvöldsins fer í Meistaradeild Evrópu og hefur því verið kastað fram að starfsöryggi stjóranna tveggja, Rúbens Amorim, og Ange Postecoglu, velti á úrslitum kvöldsins. Spennan er því mikil fyrir kvöldinu meðal stuðningsmanna beggja liða. Úrslitaleikur Manchester United og Tottenham fer fram í Bilbao klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Vodafone Sport og hefst bein útsending klukkan 18:30.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Verð aldrei trúður“ „Sama hvernig fer á morgun þá er ég ekki trúður og verð aldrei trúður,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, en á miðvikudag mæta lærisveinar hans Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar. 20. maí 2025 23:17 Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Þó að Manchester United sé eitt allra sigursælasta fótboltalið Evrópu frá upphafi þá má færa rök fyrir því að úrslitaleikurinn við Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld sé mikilvægasti leikur liðsins frá upphafi. Að minnsta kosti fjárhagslega. 21. maí 2025 11:31 „Manchester er heima“ Það var tilfinningaríkur Kevin De Bruyne sem reif í hljóðnemann og ræddi við stuðningsfólk Manchester City eftir það sem var hans síðasti heimaleikur fyrir félagið. Það verður ekki annað sagt en að þessi belgíski miðjumaður hafi sett svip sinn á ensku úrvalsdeildina sem og liðið sem hann vann fjölda titla með. 20. maí 2025 22:32 „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Rúben Amorim, þjálfari Manchester United. lagði áherslu á það þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar að sigur þar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, myndi ekki sjálfkrafa leysa vandamál félagsins. 21. maí 2025 07:02 Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Sjá meira
„Verð aldrei trúður“ „Sama hvernig fer á morgun þá er ég ekki trúður og verð aldrei trúður,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, en á miðvikudag mæta lærisveinar hans Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar. 20. maí 2025 23:17
Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Þó að Manchester United sé eitt allra sigursælasta fótboltalið Evrópu frá upphafi þá má færa rök fyrir því að úrslitaleikurinn við Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld sé mikilvægasti leikur liðsins frá upphafi. Að minnsta kosti fjárhagslega. 21. maí 2025 11:31
„Manchester er heima“ Það var tilfinningaríkur Kevin De Bruyne sem reif í hljóðnemann og ræddi við stuðningsfólk Manchester City eftir það sem var hans síðasti heimaleikur fyrir félagið. Það verður ekki annað sagt en að þessi belgíski miðjumaður hafi sett svip sinn á ensku úrvalsdeildina sem og liðið sem hann vann fjölda titla með. 20. maí 2025 22:32
„Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Rúben Amorim, þjálfari Manchester United. lagði áherslu á það þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar að sigur þar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, myndi ekki sjálfkrafa leysa vandamál félagsins. 21. maí 2025 07:02