Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar 21. maí 2025 14:02 N.F.S Grundtvig var danskur prestur á 19. öld. Grundtvig var þó mun meira en bara prestur, hann var einnig rithöfundur, ljóðskáld, heimspekingur, sagnfræðingur, kennari og stjórmálamaður og talin vera einn mesti áhrifavaldur á danskt samfélag til dagsins í dag. Grundtvig er einnig kallaður faðir lýðskólanna en hann lagði grunninn að hugmyndarfræði þeirra þar sem fræðslan á að vekja áhuga hjá nemendum og kveikja innri áhugahvöt þeirra og forvitni. Ekki skal leggja áherslu á próf eða mat heldur heldur fræðslu og uppgötvun. Lýðskólar eiga að vera opnir öllum og þjóna nemendanum og samfélaginu og undirbúa bæði fyrir lýðræðisleg vinnubrögð. Lýðskólar eiga sér langa sögu á Íslandi. Sá fyrsti var stofnaður árið 1881 af Guðmundi Hjaltasyni á Akureyri sem sótti sjálfur árin á undan lýðskóla í Noregi og starfaði í nokkur ár. Árið 1905 var svokallaður Hvítárbakkaskóli stofnaður í Borgarfirði af Sigurði Þórólfssyni og var sá skóli starfandi í 20 ár við góðan orðstír og styrktur af Alþingi. Árið 1927 stofnaði Sigurður Greipson Íþróttaskólann í Haukadal með lýðskólasniði og var sá skóli starfandi til vorsins 1970 og þegar mest lét voru þar 42 nemendur árið 1939. Aðrir lýðskólar voru stofnaðir þá sérstaklega bændaskólar í anda lýðskóla en hægt og rólega þróaðist sú menntun yfir í formlega menntun. Árið 1972-1987 var starfandi lýðskóli í Skálholti af Íslensku þjóðkirkjunni og voru sérstök lög sett um þann skóla árið 1977 en var breytt árið 1993 og skólinn endurskilgreindur. Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til stofnun lýðskóla á Íslandi en er saga þeirra flestra stutt, oftast vegna skorts á stuðningi og skilningi og þeir keyrðir áfram af hugsjónum einstaklinga sem engin tók við þegar orka frumkvöðlanna þvarr. Í dag eru 70 lýðskólar í Danmörku, 80 skólar í Noregi og þegar Svíþjóð og Finnlandi eru talin með eru þeir yfir 400 talsins. Þess má geta að það eru 3 lýðskólar í Færeyjum og 2 á Grænlandi. Á Íslandi eru tveir starfandi lýðskólar í dag, LUNGA á Seyðisfirði og Lýðskólinn á Flateyri. Grunnddvallarhugmynd lýðskóla fól í sér að þeir áttu ekki að vera háðir fjárframlögum frá hinu opinbera en í nútímasamfélagi er það óraunhæft. Forsenda þess að það eru þó tveir lýðskólar á Íslandi er fjárframlag frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu og þeirra stuðningur. Einnig eru innheimt skólargjöld en skólunum er leyfilegt að safna styrkjum og skrá styrktaraðila. Lýðskólinn á Flateyri er félagasamtök fólks sem hefur trú á lýðskólahugmyndinni og vill um leið efla byggð á Flateyri. Hér með er óskað eftir styrktaraðilum ef einhver sem þetta les hefur áhuga á því. Einnig er hægt að gerast félagsmaður í gegnum heimasíðu skólans. Lýðskólinn á Flateyri skapar 3 heilsársstörf á staðnum ásamt því að gefa ungu fólki allstaðar af landinu, sem og öðrum löndum, tækifæri á að tengjast samfélaginu fyrir vestan og gerast Flateyringar. Einnig stendur skólinn fyrir ýmsum viðburðum yfir veturinn og að loknum sjö starfsárum þá er gaman að segja frá því að 30% barna á leikskóla Flateyrir eru „lýðskólabörn“ en hér hafa nemendu fellt saman hugi, sest að og stofnað fjölskyldur. Þá ræður Lýðskólinn á Flateyri fjölda kennara sem koma og halda einstök námskeið fyrir nemendur og er alltaf leitast við að finna kennara og áhugaverð námskeið sem fyrir eru á Vestfjörðum, ef hægt er að koma því við. Þetta eru listgreinakennarar,ferðaþjónustuaðilar og leiðsögufólk en hér á Vestfjörðum er rólegra að gera hjá þeim yfir vetrarmánuðina. Rannsóknir sýna ótvírætt fram á ýmsan ávinning þess að sækja lýðskóla. Fyrrum nemendur í norskum lýðskólum upplifðu t.d. aukið sjálfstraust og aukin persónulegan þroska eftir veru sína í lýðskóla. Í Svíþjóð eru lýðháskólar taldir órjúfanlegur hluti af borgaralegu samfélagi og sýna rannsóknir að fyrrum nemendur taki fremur þátt í borgaralegu starfi, samanborið við almenning. Fyrir nemendur sem hafa hætt námi í framhaldsskóla jók lýðháskóli líkur á því að þeir færu aftur í nám og lykju því, einkum á bóklegum brautum. Ekki eru enn til rannsóknir á áhrifum lýðskóla á Íslandi á nemendur en vonandi kveikir þessi grein áhuga hjá einhverjum á því að framkvæma slíka rannsókn. Skv 26. gr útlendingalaga geta nemendur utan Schengen ekki sótt lýðskóla á Íslandi nema þeir séu starfandi hér í 3 mánuði í senn en þá þurfa þeir nemendur að yfirgefa Shengen svæðið. Það að nemendur utan Schengen svæðisins geta ekki fengið námsmannadvalarleyfi til að sækja lýðskóla hér á landi stendur íslenskum lýðskólum fyrir þrifum en okkur berast umsóknir frá nemendum ár hvert m.a frá Bandaríkjunum og Kanada sem geta (því miður) ekki sótt t.d 8 mánaða vetrarnámsdvöl við Lýðskólann á Flateyri. Fjárskortur hefur gert Lýðskólanum á Flateyri erfitt fyrir að markaðssetja sig erlendis, mynda tengsl og fara í heimsóknir t.d í framhaldsskóla á hinum Norðurlöndunum líkt og danskir lýðskólar gera hér á landi, því samkeppnin um nemendur nokkuð hörð. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar hérlendis er kveðið á um að móta eigi ungmennastefnu á kjörtímabilinu. Við sem störfum fyrir Lýðskólann á Flateyri hvetjum þá sem fá það hlutverk að hafa í huga hlutverk og gildi lýðskóla á Íslandi. Jafnframt skorum við á stjórnmálafólk að móta stefnu um lýðskóla á Íslandi og tryggja stöðu þeirra í samfélaginu. Mikilvægt er að gera öllum þeim sem þurfa og vilja kleift að sækja lýðskóla á Íslandi, óháð efnahag. Ég hef ekki ennþá hitt þá manneskju, sem hefur reynslu afþví að fara í lýðskóla, hérlendis eða erlendis, sem telur það hafa verið slæma ákvörðun. Þvert á móti segir mér fólk að það hafa verið dásamlegur tími sjálfsuppgötvunar og sjálfsstyrkingar og verið ómetanlegt veganesti fyrir lífið. Því þurfum við að gera lýðskóla á Íslandi að raunverulegum valkosti fyrir allt ungt fólk sem á Íslandi býr. Höfundur er skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Ísafjarðarbær Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
N.F.S Grundtvig var danskur prestur á 19. öld. Grundtvig var þó mun meira en bara prestur, hann var einnig rithöfundur, ljóðskáld, heimspekingur, sagnfræðingur, kennari og stjórmálamaður og talin vera einn mesti áhrifavaldur á danskt samfélag til dagsins í dag. Grundtvig er einnig kallaður faðir lýðskólanna en hann lagði grunninn að hugmyndarfræði þeirra þar sem fræðslan á að vekja áhuga hjá nemendum og kveikja innri áhugahvöt þeirra og forvitni. Ekki skal leggja áherslu á próf eða mat heldur heldur fræðslu og uppgötvun. Lýðskólar eiga að vera opnir öllum og þjóna nemendanum og samfélaginu og undirbúa bæði fyrir lýðræðisleg vinnubrögð. Lýðskólar eiga sér langa sögu á Íslandi. Sá fyrsti var stofnaður árið 1881 af Guðmundi Hjaltasyni á Akureyri sem sótti sjálfur árin á undan lýðskóla í Noregi og starfaði í nokkur ár. Árið 1905 var svokallaður Hvítárbakkaskóli stofnaður í Borgarfirði af Sigurði Þórólfssyni og var sá skóli starfandi í 20 ár við góðan orðstír og styrktur af Alþingi. Árið 1927 stofnaði Sigurður Greipson Íþróttaskólann í Haukadal með lýðskólasniði og var sá skóli starfandi til vorsins 1970 og þegar mest lét voru þar 42 nemendur árið 1939. Aðrir lýðskólar voru stofnaðir þá sérstaklega bændaskólar í anda lýðskóla en hægt og rólega þróaðist sú menntun yfir í formlega menntun. Árið 1972-1987 var starfandi lýðskóli í Skálholti af Íslensku þjóðkirkjunni og voru sérstök lög sett um þann skóla árið 1977 en var breytt árið 1993 og skólinn endurskilgreindur. Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til stofnun lýðskóla á Íslandi en er saga þeirra flestra stutt, oftast vegna skorts á stuðningi og skilningi og þeir keyrðir áfram af hugsjónum einstaklinga sem engin tók við þegar orka frumkvöðlanna þvarr. Í dag eru 70 lýðskólar í Danmörku, 80 skólar í Noregi og þegar Svíþjóð og Finnlandi eru talin með eru þeir yfir 400 talsins. Þess má geta að það eru 3 lýðskólar í Færeyjum og 2 á Grænlandi. Á Íslandi eru tveir starfandi lýðskólar í dag, LUNGA á Seyðisfirði og Lýðskólinn á Flateyri. Grunnddvallarhugmynd lýðskóla fól í sér að þeir áttu ekki að vera háðir fjárframlögum frá hinu opinbera en í nútímasamfélagi er það óraunhæft. Forsenda þess að það eru þó tveir lýðskólar á Íslandi er fjárframlag frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu og þeirra stuðningur. Einnig eru innheimt skólargjöld en skólunum er leyfilegt að safna styrkjum og skrá styrktaraðila. Lýðskólinn á Flateyri er félagasamtök fólks sem hefur trú á lýðskólahugmyndinni og vill um leið efla byggð á Flateyri. Hér með er óskað eftir styrktaraðilum ef einhver sem þetta les hefur áhuga á því. Einnig er hægt að gerast félagsmaður í gegnum heimasíðu skólans. Lýðskólinn á Flateyri skapar 3 heilsársstörf á staðnum ásamt því að gefa ungu fólki allstaðar af landinu, sem og öðrum löndum, tækifæri á að tengjast samfélaginu fyrir vestan og gerast Flateyringar. Einnig stendur skólinn fyrir ýmsum viðburðum yfir veturinn og að loknum sjö starfsárum þá er gaman að segja frá því að 30% barna á leikskóla Flateyrir eru „lýðskólabörn“ en hér hafa nemendu fellt saman hugi, sest að og stofnað fjölskyldur. Þá ræður Lýðskólinn á Flateyri fjölda kennara sem koma og halda einstök námskeið fyrir nemendur og er alltaf leitast við að finna kennara og áhugaverð námskeið sem fyrir eru á Vestfjörðum, ef hægt er að koma því við. Þetta eru listgreinakennarar,ferðaþjónustuaðilar og leiðsögufólk en hér á Vestfjörðum er rólegra að gera hjá þeim yfir vetrarmánuðina. Rannsóknir sýna ótvírætt fram á ýmsan ávinning þess að sækja lýðskóla. Fyrrum nemendur í norskum lýðskólum upplifðu t.d. aukið sjálfstraust og aukin persónulegan þroska eftir veru sína í lýðskóla. Í Svíþjóð eru lýðháskólar taldir órjúfanlegur hluti af borgaralegu samfélagi og sýna rannsóknir að fyrrum nemendur taki fremur þátt í borgaralegu starfi, samanborið við almenning. Fyrir nemendur sem hafa hætt námi í framhaldsskóla jók lýðháskóli líkur á því að þeir færu aftur í nám og lykju því, einkum á bóklegum brautum. Ekki eru enn til rannsóknir á áhrifum lýðskóla á Íslandi á nemendur en vonandi kveikir þessi grein áhuga hjá einhverjum á því að framkvæma slíka rannsókn. Skv 26. gr útlendingalaga geta nemendur utan Schengen ekki sótt lýðskóla á Íslandi nema þeir séu starfandi hér í 3 mánuði í senn en þá þurfa þeir nemendur að yfirgefa Shengen svæðið. Það að nemendur utan Schengen svæðisins geta ekki fengið námsmannadvalarleyfi til að sækja lýðskóla hér á landi stendur íslenskum lýðskólum fyrir þrifum en okkur berast umsóknir frá nemendum ár hvert m.a frá Bandaríkjunum og Kanada sem geta (því miður) ekki sótt t.d 8 mánaða vetrarnámsdvöl við Lýðskólann á Flateyri. Fjárskortur hefur gert Lýðskólanum á Flateyri erfitt fyrir að markaðssetja sig erlendis, mynda tengsl og fara í heimsóknir t.d í framhaldsskóla á hinum Norðurlöndunum líkt og danskir lýðskólar gera hér á landi, því samkeppnin um nemendur nokkuð hörð. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar hérlendis er kveðið á um að móta eigi ungmennastefnu á kjörtímabilinu. Við sem störfum fyrir Lýðskólann á Flateyri hvetjum þá sem fá það hlutverk að hafa í huga hlutverk og gildi lýðskóla á Íslandi. Jafnframt skorum við á stjórnmálafólk að móta stefnu um lýðskóla á Íslandi og tryggja stöðu þeirra í samfélaginu. Mikilvægt er að gera öllum þeim sem þurfa og vilja kleift að sækja lýðskóla á Íslandi, óháð efnahag. Ég hef ekki ennþá hitt þá manneskju, sem hefur reynslu afþví að fara í lýðskóla, hérlendis eða erlendis, sem telur það hafa verið slæma ákvörðun. Þvert á móti segir mér fólk að það hafa verið dásamlegur tími sjálfsuppgötvunar og sjálfsstyrkingar og verið ómetanlegt veganesti fyrir lífið. Því þurfum við að gera lýðskóla á Íslandi að raunverulegum valkosti fyrir allt ungt fólk sem á Íslandi býr. Höfundur er skólastjóri Lýðskólans á Flateyri.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar