Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2025 23:44 Áætlað er að um 600 manns hafi tekið þátt í mótmælunum í Tasiilaq. Axel G. Hansen Íbúar í bænum Tasiilaq, stærsta bæ Austur-Grænlands, stóðu fyrir fjölmennri kröfugöngu síðastliðinn sunnudag þar sem mótmælt var einangrun og pólitísku afskiptaleysi íbúa byggða á austurströnd landsins, þeirra sem næst eru Íslandi. Samtímis var efnt til samstöðugöngu í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni. Áætlað er að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í göngunni í Tasiilaq, sem teljast verður mikið í ljósi þess að í bænum og í byggðunum í kring búa alls um 2.500 manns. Þá tóku um eitthundrað manns þátt í göngunni í Nuuk. Menntun fyrir börnin okkar, stóð á einum mótmælaborðanna.Axel G. Hansen Fólk hélt á mótmælaspjöldum þar sem á stóð meðal annars Nok er nok! Að nú sé nóg komið. Einnig var krafist menntunar fyrir börn á Austur-Grænlandi. Þá gengu margir með svart límband yfir munni sem tákn þess að íbúarnir hefðu ekki rödd. Mótmælendur kölluðu eftir pólitískri athygli. Um leið var vakin athygli fjölþættum vandamálum sem bærinn og nærliggjandi byggðir glíma við. Þetta eru þeir íbúar Grænlands sem búa næst Íslandi.Axel G. Hansen Í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR sagði einn skipuleggjandi mótmælanna, Iddimanngiiu Jensen Bianco, að íbúar byggju við lélegar samgöngur, lélega nettengingu, skort á kennurum í grunnskólum, skort á húsnæði sem og atvinnuleysi, og þá væri aðeins fátt nefnt. Svæðið væri sett aftast í röðina. Afleiðingin væri sú að þar væri engin uppbygging. Annar skipuleggjenda, Mike Nicolaisen, sagði Austur-Grænland vera að einangrast frá restinni af landinu. Mótmælin væru ákall til landsstjórnarinnar og viðkomandi aðila um að sýna ábyrgð og hrinda af stað raunhæfum aðgerðum. Íbúar upplifðu einangrun og að vera pólitískt afskiptir. Meðal annars hefði Royal Arctic Line tilkynnt að síðasta skip ársins til Tasiilaq myndi sigla í nóvember 2025, sem gæti lokað fyrir birgðaflutninga inn á svæðið í nokkra mánuði. Þar að auki myndi Air Greenland draga úr þyrluumferð og ekki standa við þjónustusamning sinn. Icelandair hefði einnig tilkynnt að ekki yrði flogið á milli Íslands og Kulusuk frá október 2025 til mars 2026. Frá kröfugöngunni. Meðal annars var krafist betri samgangna við Austur-Grænland.Axel G. Hansen Grænland Norðurslóðir Byggðamál Samgöngur Icelandair Tengdar fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. 11. janúar 2025 18:57 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Áætlað er að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í göngunni í Tasiilaq, sem teljast verður mikið í ljósi þess að í bænum og í byggðunum í kring búa alls um 2.500 manns. Þá tóku um eitthundrað manns þátt í göngunni í Nuuk. Menntun fyrir börnin okkar, stóð á einum mótmælaborðanna.Axel G. Hansen Fólk hélt á mótmælaspjöldum þar sem á stóð meðal annars Nok er nok! Að nú sé nóg komið. Einnig var krafist menntunar fyrir börn á Austur-Grænlandi. Þá gengu margir með svart límband yfir munni sem tákn þess að íbúarnir hefðu ekki rödd. Mótmælendur kölluðu eftir pólitískri athygli. Um leið var vakin athygli fjölþættum vandamálum sem bærinn og nærliggjandi byggðir glíma við. Þetta eru þeir íbúar Grænlands sem búa næst Íslandi.Axel G. Hansen Í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR sagði einn skipuleggjandi mótmælanna, Iddimanngiiu Jensen Bianco, að íbúar byggju við lélegar samgöngur, lélega nettengingu, skort á kennurum í grunnskólum, skort á húsnæði sem og atvinnuleysi, og þá væri aðeins fátt nefnt. Svæðið væri sett aftast í röðina. Afleiðingin væri sú að þar væri engin uppbygging. Annar skipuleggjenda, Mike Nicolaisen, sagði Austur-Grænland vera að einangrast frá restinni af landinu. Mótmælin væru ákall til landsstjórnarinnar og viðkomandi aðila um að sýna ábyrgð og hrinda af stað raunhæfum aðgerðum. Íbúar upplifðu einangrun og að vera pólitískt afskiptir. Meðal annars hefði Royal Arctic Line tilkynnt að síðasta skip ársins til Tasiilaq myndi sigla í nóvember 2025, sem gæti lokað fyrir birgðaflutninga inn á svæðið í nokkra mánuði. Þar að auki myndi Air Greenland draga úr þyrluumferð og ekki standa við þjónustusamning sinn. Icelandair hefði einnig tilkynnt að ekki yrði flogið á milli Íslands og Kulusuk frá október 2025 til mars 2026. Frá kröfugöngunni. Meðal annars var krafist betri samgangna við Austur-Grænland.Axel G. Hansen
Grænland Norðurslóðir Byggðamál Samgöngur Icelandair Tengdar fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. 11. janúar 2025 18:57 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. 11. janúar 2025 18:57
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54
Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08