140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar 22. maí 2025 10:30 ÍSÍ, UMFÍ, ÍBR og KSÍ, héldu á dögunum málþingi mundir yfirskriftinni „Veðmál, íþróttir og samfélagið - hvert stefnum við?“. Nánar tiltekið var efni þingsins kynnt með þessum hætti: „Erlendar veðmálasíður verða sífellt fyrirferðarmeiri á Íslandi. Er það jákvætt eða neikvætt? Hver eru áhrifin? Á íþróttahreyfinguna? Á samfélagið? Við setjum hlutina í samhengi og kynnum mikilvægar upplýsingar.“ Mikilvægasta samhengið vantaði hins vegar í þessa lýsingu. Það er að íþróttahreyfingin er sjálf aðaleigandi umfangsmestu veðmála- og fjárhættuspilafyrirtækja Íslands. Þetta eru Íslenskar getraunir og Íslensk getspá, sem eyða hærri upphæðum í ágengari auglýsingar en nokkur önnur fyrirtæki landsins. Hamast er á þjóðinni alla daga með gylliboðum um mögulegt ríkidæmi með þátttöku í Lottó, Viking lotto og Euro Jackpot. Er þó um 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í síðastnefnda leiknum. Hærri fjárhæðir til íþróttastarfs Fjáraustur íþróttahreyfingarinnar í þessa starfsemi er sérstakt rannsóknarefni. Ekki aðeins við kaup á auglýsingum, heldur einnig í laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks sem ver þessa stöðu sína af hörku. Athyglisvert er að ekki er hægt að sjá sundurliðun á þessum gríðarlega kostnaði í ársreikningum félaganna. Auðvelt er að færa rök fyrir því að hægt væri að skila mun hærri fjárhæðum til íþróttastarfs í landinu með því að leggja þessa starfsemi niður, afnema ríkisvarða einokun á fjárhættuspilum og opna markaðinn með skynsamlegri reglusetningu um gagnsæi í rekstri og skattheimtu sem rynni í sérstakan sjóð. Til mikils er að vinna með því að innleiða leyfiskerfi sem er opið öllum ábyrgum rekstraraðilum. Með slíku kerfi skuldbinda fyrirtæki sig til að fara eftir ákveðnum reglur sem tryggja meðal annars neytendavernd og að beina ekki auglýsingum sínum ekki að börnum og ungmennum, einsog Íslensk Getspá og Íslenskar getraunir gera með linnulausum auglýsingum í útvarpi, sjónvarpi og netmiðlum alla daga.. Þannig væri líka hægt að tryggja frjálsa samkeppni þar sem þjónusta við notendur er í öndvegi. Spilakassarnir skaðlegastir Rétt er svo að minna á að spilakassar eru skaðlegasta form veðmála. Hér á landi eru slíkir kassar reknir af annars vegar af Rauða krossinum og Landsbjörg og hins vegar Happdrætti Háskóla Íslands. SÁÁ ákvað 2020 að hætta þátttöku í rekstri þeirra af siðferðilegum ástæðum. Vegna skýrra tengsla spilakassa við spilafíkn innleiddu nágrannalönd okkar svokölluð spilakort fyrir mörgum árum.Með þeim þurfa spilarar að auðkenna sig og setja sér takmörk um hversu háa fjárhæð þeir geta sett inn á spilareikning sinn og spilað fyrir. Þetta hefur hjálpað þeim sem glíma við spilafíkn að setja sér mörk og dregið úr tapi þeirra. Notkun spilakort hefur verið skylda í Noregi frá 2009 og í Svíþjóð frá 2014.Íslensku spilakassafélögin tvö hafa frá að minnsta kosti árinu 2017 talað um að koma hér upp spilakortum, en ekkert orðið úr verki. Mögulega óttast þau áhrifin á afkomu sína.Þetta er umfangsmikill rekstur. HHÍ er með tæplega 500 spilakassa í rekstri á rúmlega 20 stöðum, sem eru ýmist barir, söluturnar eða sérstakir spilasalir. Spilakassar Íslandsspila (Rauði kross og Landsbjörg) eru um 330 talsins og eru þeir aðgengilegir á um 50 stöðum, börum, söluturnum og sérstökum spilasölum. Í nýjustu útgáfu embættis Ríkislögreglustjóra á áhættumati um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fyrir Ísland, er bent á að „veruleg hætta er á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé“ hér á landi og að „vísbendingar“ eru um að það hafi verið gert. Þar kemur líka fram að heildarvelta í spilakössum er um tólf milljarðar króna á ári (2022). Brýnast er fyrir samfélagið að koma skikki á þennan hluta fjárhættuspila á Íslandi. Samhliða væri skynsamlegt að endurskoða frá grunni fyrirkomulag veðmála og happdrættisleikja með það fyrir augum að tryggja að hærra hlutfall renni til íþrótta- og menningarstarfs fremur en að viðhalda hagsmunum núverandi einokunarfyrirtækja og stjórnenda þeirra. (Mynd sem sýnir auglýsingu úr smiðju Íslenskra getrauna þar sem börn eru nýtt til að auglýsa veðmál á Lengjunni) Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ÍSÍ Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
ÍSÍ, UMFÍ, ÍBR og KSÍ, héldu á dögunum málþingi mundir yfirskriftinni „Veðmál, íþróttir og samfélagið - hvert stefnum við?“. Nánar tiltekið var efni þingsins kynnt með þessum hætti: „Erlendar veðmálasíður verða sífellt fyrirferðarmeiri á Íslandi. Er það jákvætt eða neikvætt? Hver eru áhrifin? Á íþróttahreyfinguna? Á samfélagið? Við setjum hlutina í samhengi og kynnum mikilvægar upplýsingar.“ Mikilvægasta samhengið vantaði hins vegar í þessa lýsingu. Það er að íþróttahreyfingin er sjálf aðaleigandi umfangsmestu veðmála- og fjárhættuspilafyrirtækja Íslands. Þetta eru Íslenskar getraunir og Íslensk getspá, sem eyða hærri upphæðum í ágengari auglýsingar en nokkur önnur fyrirtæki landsins. Hamast er á þjóðinni alla daga með gylliboðum um mögulegt ríkidæmi með þátttöku í Lottó, Viking lotto og Euro Jackpot. Er þó um 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í síðastnefnda leiknum. Hærri fjárhæðir til íþróttastarfs Fjáraustur íþróttahreyfingarinnar í þessa starfsemi er sérstakt rannsóknarefni. Ekki aðeins við kaup á auglýsingum, heldur einnig í laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks sem ver þessa stöðu sína af hörku. Athyglisvert er að ekki er hægt að sjá sundurliðun á þessum gríðarlega kostnaði í ársreikningum félaganna. Auðvelt er að færa rök fyrir því að hægt væri að skila mun hærri fjárhæðum til íþróttastarfs í landinu með því að leggja þessa starfsemi niður, afnema ríkisvarða einokun á fjárhættuspilum og opna markaðinn með skynsamlegri reglusetningu um gagnsæi í rekstri og skattheimtu sem rynni í sérstakan sjóð. Til mikils er að vinna með því að innleiða leyfiskerfi sem er opið öllum ábyrgum rekstraraðilum. Með slíku kerfi skuldbinda fyrirtæki sig til að fara eftir ákveðnum reglur sem tryggja meðal annars neytendavernd og að beina ekki auglýsingum sínum ekki að börnum og ungmennum, einsog Íslensk Getspá og Íslenskar getraunir gera með linnulausum auglýsingum í útvarpi, sjónvarpi og netmiðlum alla daga.. Þannig væri líka hægt að tryggja frjálsa samkeppni þar sem þjónusta við notendur er í öndvegi. Spilakassarnir skaðlegastir Rétt er svo að minna á að spilakassar eru skaðlegasta form veðmála. Hér á landi eru slíkir kassar reknir af annars vegar af Rauða krossinum og Landsbjörg og hins vegar Happdrætti Háskóla Íslands. SÁÁ ákvað 2020 að hætta þátttöku í rekstri þeirra af siðferðilegum ástæðum. Vegna skýrra tengsla spilakassa við spilafíkn innleiddu nágrannalönd okkar svokölluð spilakort fyrir mörgum árum.Með þeim þurfa spilarar að auðkenna sig og setja sér takmörk um hversu háa fjárhæð þeir geta sett inn á spilareikning sinn og spilað fyrir. Þetta hefur hjálpað þeim sem glíma við spilafíkn að setja sér mörk og dregið úr tapi þeirra. Notkun spilakort hefur verið skylda í Noregi frá 2009 og í Svíþjóð frá 2014.Íslensku spilakassafélögin tvö hafa frá að minnsta kosti árinu 2017 talað um að koma hér upp spilakortum, en ekkert orðið úr verki. Mögulega óttast þau áhrifin á afkomu sína.Þetta er umfangsmikill rekstur. HHÍ er með tæplega 500 spilakassa í rekstri á rúmlega 20 stöðum, sem eru ýmist barir, söluturnar eða sérstakir spilasalir. Spilakassar Íslandsspila (Rauði kross og Landsbjörg) eru um 330 talsins og eru þeir aðgengilegir á um 50 stöðum, börum, söluturnum og sérstökum spilasölum. Í nýjustu útgáfu embættis Ríkislögreglustjóra á áhættumati um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fyrir Ísland, er bent á að „veruleg hætta er á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé“ hér á landi og að „vísbendingar“ eru um að það hafi verið gert. Þar kemur líka fram að heildarvelta í spilakössum er um tólf milljarðar króna á ári (2022). Brýnast er fyrir samfélagið að koma skikki á þennan hluta fjárhættuspila á Íslandi. Samhliða væri skynsamlegt að endurskoða frá grunni fyrirkomulag veðmála og happdrættisleikja með það fyrir augum að tryggja að hærra hlutfall renni til íþrótta- og menningarstarfs fremur en að viðhalda hagsmunum núverandi einokunarfyrirtækja og stjórnenda þeirra. (Mynd sem sýnir auglýsingu úr smiðju Íslenskra getrauna þar sem börn eru nýtt til að auglýsa veðmál á Lengjunni) Höfundur er lögmaður.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun