Kim „loksins“ útskrifuð Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. maí 2025 14:54 Stórstjarnan Kim Kardashian er orðin lögfræðingur. Gilbert Flores/Variety via Getty Images Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er útskrifuð eftir sex ár í lögfræðinámi. Kim fagnaði áfanganum með nánustu fjölskyldu og vinum í garðinum heima hjá sér í Beverly Hills í gær. Kim, sem er 44 ára, lauk námi í svokölluðu California Law Office Study Program, sem gerir nemendum kleift að stunda lögfræðinám í gegnum starfsnám hjá lögmönnum eða dómurum í stað þess að fara í hefðbundið háskólanám. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Hún hóf námið árið 2018 og var undir handleiðslu lögmanna í San Francisco. Hluti námsins fól í sér að standast hið krefjandi baby bar próf, sem Kim tókst loks árið 2021 – eftir fjórar tilraunir. „Ég er loksins útskrifuð úr lögfræðinámi eftir sex ár!“ skrifaði hún við myndband af sér á Instagram-síðu sinni. Óvænt og persónuleg útskriftarveisla Útskriftarathöfnin var persónuleg og falleg. Borðskreytingarnar voru gerðar úr gömlum glósum Kim úr náminu, og samkvæmt frásögn hennar sjálfrar hélt hún að hún væri að fara í venjulegan hádegisverð þegar fjölskyldan kom henni á óvart með veislunni. Meðal gesta voru systir hennar Khloé Kardashian, börnin Saint, Chicago og Psalm, auk vinar hennar og baráttumannsins Van Jones. Í ræðu sinni þakkaði Kim leiðbeinendum sínum og fjölskyldu fyrir stuðninginn. Einn kennaranna benti á að hún hefði varið átján klukkustundum í námið á viku, í 48 vikur á ári, í sex ár, eða alls 5.184 klukkustundum, samhliða því að ala upp fjögur börn, reka fyrirtæki og taka þátt í sjónvarpsþáttum. Kim hefur lýst því yfir að hún vilji feta í fótspor föður síns, Roberts Kardashians, sem var einn verjenda O.J. Simpson og lést árið 2003. Hún hefur þegar vakið athygli fyrir þátttöku sína í réttindabaráttu, m.a. í málum þar sem ósanngjarnir fangelsisdómar hafa verið endurskoðaðir. Hollywood Bandaríkin Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Kim, sem er 44 ára, lauk námi í svokölluðu California Law Office Study Program, sem gerir nemendum kleift að stunda lögfræðinám í gegnum starfsnám hjá lögmönnum eða dómurum í stað þess að fara í hefðbundið háskólanám. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Hún hóf námið árið 2018 og var undir handleiðslu lögmanna í San Francisco. Hluti námsins fól í sér að standast hið krefjandi baby bar próf, sem Kim tókst loks árið 2021 – eftir fjórar tilraunir. „Ég er loksins útskrifuð úr lögfræðinámi eftir sex ár!“ skrifaði hún við myndband af sér á Instagram-síðu sinni. Óvænt og persónuleg útskriftarveisla Útskriftarathöfnin var persónuleg og falleg. Borðskreytingarnar voru gerðar úr gömlum glósum Kim úr náminu, og samkvæmt frásögn hennar sjálfrar hélt hún að hún væri að fara í venjulegan hádegisverð þegar fjölskyldan kom henni á óvart með veislunni. Meðal gesta voru systir hennar Khloé Kardashian, börnin Saint, Chicago og Psalm, auk vinar hennar og baráttumannsins Van Jones. Í ræðu sinni þakkaði Kim leiðbeinendum sínum og fjölskyldu fyrir stuðninginn. Einn kennaranna benti á að hún hefði varið átján klukkustundum í námið á viku, í 48 vikur á ári, í sex ár, eða alls 5.184 klukkustundum, samhliða því að ala upp fjögur börn, reka fyrirtæki og taka þátt í sjónvarpsþáttum. Kim hefur lýst því yfir að hún vilji feta í fótspor föður síns, Roberts Kardashians, sem var einn verjenda O.J. Simpson og lést árið 2003. Hún hefur þegar vakið athygli fyrir þátttöku sína í réttindabaráttu, m.a. í málum þar sem ósanngjarnir fangelsisdómar hafa verið endurskoðaðir.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira