„Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2025 10:53 22 þúsund manns hafa horft á tuttugu sekúndna kynningarmyndband frá framlagi Ísraels þar sem Íslendingar eru á íslensku hvattir til að greiða laginu atkvæði sitt. Stjórnendur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hyggjast í kjölfar gagnrýni á úrslit Eurovision 2025 rýna í hvort markaðsstarf þátttökuþjóða og hámarksfjöldi atkvæða hafi óeðlileg áhrif á úrslit keppninnar. Ríkisstjórn Ísraels varði miklum fjármunum í kynningarstarf fyrir framlag sitt í Eurovision-vikunni. Í yfirlýsingu frá Martin Green, stjórnanda Eurovision, sem birt var á heimasíðu keppninnar í morgun segir að sambandið hafi hlustað á viðbrögð aðildarstöðva, aðdáenda og fjölmiðla eftir keppnina í Basel. Þar vann Austurríkismaðurinn JJ keppnina en Ísrael hafnaði öðru sæti. Ísrael fékk tæplega 300 stig frá almenningi sem var mesta fylgið í kosningu almennings. Green segir í bréfinu vilja tryggja að markaðs- og kynningarstarf þátttökuþjóðanna hafi ekki óeðlilega mikil áhrif á eðlilega þátttöku fólks í kosningu almennings. Allt bendir til þess að Ísraelar hafi sett mikla fjármuni í að markaðssetja framlag sitt bæði á Google og YouTube. Rannsókn Eurovision News Spotlight, sem rekið er af EBU, sýnir að auglýsingastofa ísraelsku ríkisstjórnarinnar auglýsti framlag Ísraela grimmt í aðdraganda keppninnar. Almenningur í þátttökulöndum Eurovision var hvattur til að greiða Ísrael atkvæði sitt. Með auglýsingunum fylgdi áminning að greiða mætti framlaginu alls tuttugu sinnum atkvæði sitt. Þótt leyfilegt sé að kynna framlag síns lands hefur verið bent á að aðgerðir sem þessar kunni að stangast á við anda keppninnar með því að pólitískt væða eða nýta atkvæðagreiðsluferlið í eigin þágu. Hæ allir saman! Í auglýsingu sem beint var til Íslendinga, og sjá má að neðan, eru áhorfendur ávarpaðir á íslensku og hvattir til að styðja við Ísrael. „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“. Ávarpinu fylgja upplýsingar um númer Ísraels í keppninni, að kjósa megi tuttugu sinnum og slóð til að horfa á ísraelska framlagið. Sambærilegar auglýsingar voru gerðar fyrir aðrar þátttökuþjóðir þar sem ávarpið er á móðurtungu þátttökuþjóðarinnar. „Slíkt kynningarstarf er leyfilegt samkvæmt reglum keppninnar og er ætlað til að styðja við listamennina, auka sýnileika þeirra og styðja við feril þeirra – það er hluti af tónlistarbransanum – en við viljum tryggja að slíkt hafi ekki óeðlilega mikil áhrif á hvatningu samfélaga og minnihlutahópa til að kjósa,“ segir Green í yfirlýsingunni. Reglur Eurovision heimila þátttökuþjóðum og samstarfsaðilum þeirra að markaðssetja lög og flytjendur fyrir keppni. Slíkt kynningarstarf getur falið í sér tónleikaferðir, markaðssetningu á samfélagsmiðlum og stuðningsherferðir á netinu. EBU hyggst nú meta hvort slík starfsemi geti haft ójafnvægi í för með sér þegar kemur að áhrifum á atkvæðagreiðslu almennings. Þessi YouTube reikningur setti út fjölmörg myndbönd til að hvetja fólk til að kjósa framlag Ísraels. Hvatningin er til einstakra landa eins og sjá má. Þá mun EBU jafnframt skoða regluna sem heimilar hverjum einstaklingi að greiða allt að 20 atkvæði á hverja greiðsluleið. Áhorfendur geta greitt atkvæði með þrenns konar hætti: Með því að senda SMS með númeri lagsins. Með því að hringja í símanúmer sem tengt er tilteknu lagi. Með því að greiða atkvæði á netinu í gegnum opinbera Eurovision-síðuna eða app keppninnar, gegn greiðslu. Hver þessara leiða telst sérstök greiðslumáta og því getur sami einstaklingur greitt allt að 60 atkvæði ef hann nýtir allar þrjár. Green segir ekki vísbendingar um að fyrirkomulagið hafi skekkt niðurstöður, en þar sem spurningar hafi vaknað verði málið skoðað gaumgæfilega nú í júní. Ísland, Spánn, Írland, Finnland, Belgía og Holland hafa í kjölfar úrslitanna lýst yfir áhyggjum og rætt við EBU um mögulega skoðun á niðurstöðum kosningar almennings í eigin löndum. Norðmenn hafa sömuleiðis beðið um að kosningakerfið verði tekið til skoðunar. Slóvenar og Slóvakar hafa líka kallað eftir að tekin verði afstaða til þátttöku Ísraels í framtíðinni í ljósi stríðsins á Gasa. Eurovision Eurovision 2025 Tengdar fréttir Sigurvegarinn vill banna Ísrael Austurríski tónlistarmaðurinn JJ, sem vann Eurovision á dögunum með laginu Wasted Love, gagnrýnir þátttöku Ísraels í keppninni og segir að landið eigi ekki að fá að keppa á næsta ári. Hann segist ósáttur við kosningakerfið og vill sjá meiri gagnsæi í stigagjöfinni. 22. maí 2025 12:58 Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra. 20. maí 2025 15:37 Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Martin Green, stjórnanda Eurovision, sem birt var á heimasíðu keppninnar í morgun segir að sambandið hafi hlustað á viðbrögð aðildarstöðva, aðdáenda og fjölmiðla eftir keppnina í Basel. Þar vann Austurríkismaðurinn JJ keppnina en Ísrael hafnaði öðru sæti. Ísrael fékk tæplega 300 stig frá almenningi sem var mesta fylgið í kosningu almennings. Green segir í bréfinu vilja tryggja að markaðs- og kynningarstarf þátttökuþjóðanna hafi ekki óeðlilega mikil áhrif á eðlilega þátttöku fólks í kosningu almennings. Allt bendir til þess að Ísraelar hafi sett mikla fjármuni í að markaðssetja framlag sitt bæði á Google og YouTube. Rannsókn Eurovision News Spotlight, sem rekið er af EBU, sýnir að auglýsingastofa ísraelsku ríkisstjórnarinnar auglýsti framlag Ísraela grimmt í aðdraganda keppninnar. Almenningur í þátttökulöndum Eurovision var hvattur til að greiða Ísrael atkvæði sitt. Með auglýsingunum fylgdi áminning að greiða mætti framlaginu alls tuttugu sinnum atkvæði sitt. Þótt leyfilegt sé að kynna framlag síns lands hefur verið bent á að aðgerðir sem þessar kunni að stangast á við anda keppninnar með því að pólitískt væða eða nýta atkvæðagreiðsluferlið í eigin þágu. Hæ allir saman! Í auglýsingu sem beint var til Íslendinga, og sjá má að neðan, eru áhorfendur ávarpaðir á íslensku og hvattir til að styðja við Ísrael. „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“. Ávarpinu fylgja upplýsingar um númer Ísraels í keppninni, að kjósa megi tuttugu sinnum og slóð til að horfa á ísraelska framlagið. Sambærilegar auglýsingar voru gerðar fyrir aðrar þátttökuþjóðir þar sem ávarpið er á móðurtungu þátttökuþjóðarinnar. „Slíkt kynningarstarf er leyfilegt samkvæmt reglum keppninnar og er ætlað til að styðja við listamennina, auka sýnileika þeirra og styðja við feril þeirra – það er hluti af tónlistarbransanum – en við viljum tryggja að slíkt hafi ekki óeðlilega mikil áhrif á hvatningu samfélaga og minnihlutahópa til að kjósa,“ segir Green í yfirlýsingunni. Reglur Eurovision heimila þátttökuþjóðum og samstarfsaðilum þeirra að markaðssetja lög og flytjendur fyrir keppni. Slíkt kynningarstarf getur falið í sér tónleikaferðir, markaðssetningu á samfélagsmiðlum og stuðningsherferðir á netinu. EBU hyggst nú meta hvort slík starfsemi geti haft ójafnvægi í för með sér þegar kemur að áhrifum á atkvæðagreiðslu almennings. Þessi YouTube reikningur setti út fjölmörg myndbönd til að hvetja fólk til að kjósa framlag Ísraels. Hvatningin er til einstakra landa eins og sjá má. Þá mun EBU jafnframt skoða regluna sem heimilar hverjum einstaklingi að greiða allt að 20 atkvæði á hverja greiðsluleið. Áhorfendur geta greitt atkvæði með þrenns konar hætti: Með því að senda SMS með númeri lagsins. Með því að hringja í símanúmer sem tengt er tilteknu lagi. Með því að greiða atkvæði á netinu í gegnum opinbera Eurovision-síðuna eða app keppninnar, gegn greiðslu. Hver þessara leiða telst sérstök greiðslumáta og því getur sami einstaklingur greitt allt að 60 atkvæði ef hann nýtir allar þrjár. Green segir ekki vísbendingar um að fyrirkomulagið hafi skekkt niðurstöður, en þar sem spurningar hafi vaknað verði málið skoðað gaumgæfilega nú í júní. Ísland, Spánn, Írland, Finnland, Belgía og Holland hafa í kjölfar úrslitanna lýst yfir áhyggjum og rætt við EBU um mögulega skoðun á niðurstöðum kosningar almennings í eigin löndum. Norðmenn hafa sömuleiðis beðið um að kosningakerfið verði tekið til skoðunar. Slóvenar og Slóvakar hafa líka kallað eftir að tekin verði afstaða til þátttöku Ísraels í framtíðinni í ljósi stríðsins á Gasa.
Eurovision Eurovision 2025 Tengdar fréttir Sigurvegarinn vill banna Ísrael Austurríski tónlistarmaðurinn JJ, sem vann Eurovision á dögunum með laginu Wasted Love, gagnrýnir þátttöku Ísraels í keppninni og segir að landið eigi ekki að fá að keppa á næsta ári. Hann segist ósáttur við kosningakerfið og vill sjá meiri gagnsæi í stigagjöfinni. 22. maí 2025 12:58 Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra. 20. maí 2025 15:37 Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Sjá meira
Sigurvegarinn vill banna Ísrael Austurríski tónlistarmaðurinn JJ, sem vann Eurovision á dögunum með laginu Wasted Love, gagnrýnir þátttöku Ísraels í keppninni og segir að landið eigi ekki að fá að keppa á næsta ári. Hann segist ósáttur við kosningakerfið og vill sjá meiri gagnsæi í stigagjöfinni. 22. maí 2025 12:58
Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra. 20. maí 2025 15:37
Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56