Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar 25. maí 2025 08:03 Það er ástæða fyrir réttmætri leiðréttingu veiðigjalda. Ástæðan er einfaldlega þú og allur almenningur í landinu. Við skulum ekki fara í orðaleikinn um hvort um er að ræða „skattahækkun“. Þetta er fyrst og fremst löngu tímabær leiðrétting. Sem vissulega er hækkun á gjaldi en ekki skatti, þar sem gjaldið er frádráttarbært frá tekjuskatti fyrirtækja. Það er ástæða fyrir stórfelldri kulnun margra byggðarlaga á landsvísu. Útgerðum hefur fækkað mikið og þær stækkað í nafni til hagræðingar í rekstri. Í dag eru stærstu sjávarútvegsfyrirtækin í fárra höndum velta hundruðum milljarða, að mestu í eigin þágu. Fólkið í landinu kaus í haust flokka sem mynda löngu tímabæra verkstjórn sem þegar hefur nú þegar sýnt að hún hræðist ekki varnarveggi auðvalds. Nú stendur loksins til að leiðrétta grunn veiðigjalda eins og til var ætlast og afraksturinn verður meðal annars notaður til bættra samgangna. Vegakerfið sem á að þjóna landsmönnum og ferðamönnum er bágborðið víða og þarfnast tafarlausra úrbóta. Veiðigjaldið er leiðrétt og afraksturinn notaður öllum landsmönnum til hagsbóta. Fólk er orðið langþreytt á því að að útgerðin greiði ekki sanngjarnt gjald fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni sem tekur mið af raunverulegu verði en ekki af viðskiptum útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila. Við sem þjóð höfum ástæðu til að fagna þessari leiðréttingu og þeim framförum sem henni munu fylgja. Það er ekki horft framhjá því lengur að suðvesturhornið hefur skilið sig frá öðrum landshlutum, þegar kemur að samgöngum. Í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi, eru allir helstu vegir í nágrenni höfuðborgarinnar annað hvort með bundu slitlagi eða malbikaðir. Þar er vel séð til þess að fólk komist með góðu móti ferða sinn t.d í sumarbústaði. Þegar austar dregur versnar ástandið hins vegar til mikilla muna. Þjóðvegurinn slitnar og þrengist, langvarandi skortur á viðhaldi hans eykur hættu á slysum vegfarenda til mikilla muna. Íbúar eru langþreyttir á viðvarandi aðgerðaleysi fyrrverandi stjórnvalda þegar kemur að bættum samgöngum. Allir sem aka um kjördæmið upplifa aukna hættu eftir því sem austar dregur sökum versnandi viðhalds þjóðvegarins og gríðarlegri aukningu umferðar. Norðvesturkjördæmier annar landshluti sem setið hefur á hakanum. Vatnsnesvegur nr.711 í Húnaþingi vestra er gott dæmi. Fjölfarin 111 km langur vegur sem liggur hringinn um Vatnsnes og er lífæð samfélagsins. Um þennan veg aka líka erlendir ferðamenn í tugþúsundavís lungann úr árinu, skólabíll þræðir hann tvisvar á dag yfir vetrartímann með börn úr dreifbýlinu sem sækja skóla sinn á Hvammstanga. Vatnsnesvegur er löngu úr sér genginn, þröngur og holóttur og af þeim sökum oft á tíðum illfær. Sem gerir það að verkum að nemendur neyðast til að hossast í skólabílnum í allt að eina og hálfa klukkustund, tvisvar á dag. Ástand vegarins hefur valdið slysum á fólki, tjóni á ökutækjum, tryggingafélög taka engan þátt í að bæta vegfarendum það tjón sem þeir kunna að verða fyrir. Íbúar á Vatnsnesi hafa vegna alls þessa, lengi barist fyrir því að úrbætur þessarar lífæðar verði að veruleika. Sú áralanga barátta varð til þess Vatnsnesvegur komst loksins á framkvæmdaráætlun árið 2019. Var þá fljótlega hafist handa við undirbúning fyrir bundið slitlag á litla 7 km, sem er lítið brot af vandamálinu í heild. En sú tímabæra framkvæmd hefur því miður dregist von úr viti, íbúum til enn frekari ama. Alltof litlu fjármagni var úthlutað til verkefnisins í byrjun sem reyndist aðeins lítill plástur á risastórt svöðusár. Þessi tvö mál kristalla nöturlega veruleika. Nú árið 2025 sitja landsmenn ekki enn við sama borð þegar kemur að bættum samgöngum. Ferðaþjónustunni hefur vaxið fiskur um hrygg um ALLT land, ekki bara á suðvesturhorninu. Vegakerfið er lífæð okkar allra. Það er og hefur verið skýlaus krafa að bætt verði úr og hugað mun betur að öryggi og þjónustu við ALLA landsmenn. Nú verður brugðist við þeirri kröfu af alvöru. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Íris Fanndal Flokkur fólksins Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Sjá meira
Það er ástæða fyrir réttmætri leiðréttingu veiðigjalda. Ástæðan er einfaldlega þú og allur almenningur í landinu. Við skulum ekki fara í orðaleikinn um hvort um er að ræða „skattahækkun“. Þetta er fyrst og fremst löngu tímabær leiðrétting. Sem vissulega er hækkun á gjaldi en ekki skatti, þar sem gjaldið er frádráttarbært frá tekjuskatti fyrirtækja. Það er ástæða fyrir stórfelldri kulnun margra byggðarlaga á landsvísu. Útgerðum hefur fækkað mikið og þær stækkað í nafni til hagræðingar í rekstri. Í dag eru stærstu sjávarútvegsfyrirtækin í fárra höndum velta hundruðum milljarða, að mestu í eigin þágu. Fólkið í landinu kaus í haust flokka sem mynda löngu tímabæra verkstjórn sem þegar hefur nú þegar sýnt að hún hræðist ekki varnarveggi auðvalds. Nú stendur loksins til að leiðrétta grunn veiðigjalda eins og til var ætlast og afraksturinn verður meðal annars notaður til bættra samgangna. Vegakerfið sem á að þjóna landsmönnum og ferðamönnum er bágborðið víða og þarfnast tafarlausra úrbóta. Veiðigjaldið er leiðrétt og afraksturinn notaður öllum landsmönnum til hagsbóta. Fólk er orðið langþreytt á því að að útgerðin greiði ekki sanngjarnt gjald fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni sem tekur mið af raunverulegu verði en ekki af viðskiptum útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila. Við sem þjóð höfum ástæðu til að fagna þessari leiðréttingu og þeim framförum sem henni munu fylgja. Það er ekki horft framhjá því lengur að suðvesturhornið hefur skilið sig frá öðrum landshlutum, þegar kemur að samgöngum. Í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi, eru allir helstu vegir í nágrenni höfuðborgarinnar annað hvort með bundu slitlagi eða malbikaðir. Þar er vel séð til þess að fólk komist með góðu móti ferða sinn t.d í sumarbústaði. Þegar austar dregur versnar ástandið hins vegar til mikilla muna. Þjóðvegurinn slitnar og þrengist, langvarandi skortur á viðhaldi hans eykur hættu á slysum vegfarenda til mikilla muna. Íbúar eru langþreyttir á viðvarandi aðgerðaleysi fyrrverandi stjórnvalda þegar kemur að bættum samgöngum. Allir sem aka um kjördæmið upplifa aukna hættu eftir því sem austar dregur sökum versnandi viðhalds þjóðvegarins og gríðarlegri aukningu umferðar. Norðvesturkjördæmier annar landshluti sem setið hefur á hakanum. Vatnsnesvegur nr.711 í Húnaþingi vestra er gott dæmi. Fjölfarin 111 km langur vegur sem liggur hringinn um Vatnsnes og er lífæð samfélagsins. Um þennan veg aka líka erlendir ferðamenn í tugþúsundavís lungann úr árinu, skólabíll þræðir hann tvisvar á dag yfir vetrartímann með börn úr dreifbýlinu sem sækja skóla sinn á Hvammstanga. Vatnsnesvegur er löngu úr sér genginn, þröngur og holóttur og af þeim sökum oft á tíðum illfær. Sem gerir það að verkum að nemendur neyðast til að hossast í skólabílnum í allt að eina og hálfa klukkustund, tvisvar á dag. Ástand vegarins hefur valdið slysum á fólki, tjóni á ökutækjum, tryggingafélög taka engan þátt í að bæta vegfarendum það tjón sem þeir kunna að verða fyrir. Íbúar á Vatnsnesi hafa vegna alls þessa, lengi barist fyrir því að úrbætur þessarar lífæðar verði að veruleika. Sú áralanga barátta varð til þess Vatnsnesvegur komst loksins á framkvæmdaráætlun árið 2019. Var þá fljótlega hafist handa við undirbúning fyrir bundið slitlag á litla 7 km, sem er lítið brot af vandamálinu í heild. En sú tímabæra framkvæmd hefur því miður dregist von úr viti, íbúum til enn frekari ama. Alltof litlu fjármagni var úthlutað til verkefnisins í byrjun sem reyndist aðeins lítill plástur á risastórt svöðusár. Þessi tvö mál kristalla nöturlega veruleika. Nú árið 2025 sitja landsmenn ekki enn við sama borð þegar kemur að bættum samgöngum. Ferðaþjónustunni hefur vaxið fiskur um hrygg um ALLT land, ekki bara á suðvesturhorninu. Vegakerfið er lífæð okkar allra. Það er og hefur verið skýlaus krafa að bætt verði úr og hugað mun betur að öryggi og þjónustu við ALLA landsmenn. Nú verður brugðist við þeirri kröfu af alvöru. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun