Erlent

Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Ham­borg

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lögregla handtók árásarmanninn á vettvangi.
Lögregla handtók árásarmanninn á vettvangi. AP/Steven Hutchings

Tólf eru særðir eftir hnífstunguárás á aðallestarstöðinni í Hamborg. Kona hefur verið handtekinn af lögreglunni. Öll lestaumferð um stöðina hefur verið stöðvuð.

Samkvæmt umfjöllun Bild átti árásin sér stað um sexleytið á staðartíma en kona veittist þá að fólki sem beið eftir að komast um borð í lest vopnuð hníf. Fyrst bárust fréttir af átta særðum en lögregla á svæðinu hefur staðfest að þeir séu alls tólf.

Þrír eru lífshættulega særðir, þrír alvarlega og þrír með minniháttaráverka.

Verið er að hlúa að hinum særðu meðal annars um borð í lestinni sem beðið var eftir. Ástæða árásarinnar er enn óljós en teymi á vegum Rauða krossins er á vettvangi til að hlúa að fórnarlömbum og sjónarvottum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×