„Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2025 07:02 Edwards flýgur að körfunni. William Purnell/Getty Images Anthony Edwards, stórstjarna Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta, var vissulega stigahæstur í síðasta leik liðsins en það verður þó ekki sagt að hann hafi skotið boltanum vel. Hann þarf að lyfta leik sínum á næsta getustig og þá mögulega eiga Úlfarnir möguleika gegn ógnarsterku liði Oklahoma City Thunder. Hinn 23 ára gamli Edwards er oftast nær einfaldlega kallaður Ant en hann gekk svo langt að kalla sjálfan sig „sannleikann“ (e. truth) þegar hann ræddi við forsetann fyrrverandi Barack Obama fyrir Ólympíuleikana á síðasta ári. @thesportingnews It doesn’t matter if you’re President Obama, Ant is gonna keep it real with you 😂🔥 #anthonyedwards #president #obama #basketball #lebron #nba ♬ original sound - The Sporting News Eftir að fara nokkuð létt með Los Angeles Lakers og Golden State Warriors virðast úlfarnir frá Minnasota hafa lent á vegg gegn eldingunni frá Oklahoma City. Þegar tveir leikir eru búnir er staðan 2-0 OKC í vil og það verður ekki annað sagt en báðir sigrar hafi verið virkilega sannfærandi. Sannleikurinn sjálfur skoraði 32 stig síðast þegar liðin mættust og varð þar með stigahæsti leikmaður Minnesota í úrslitakeppni NBA-deildarinnar frá upphafi. Verandi aðeins 23 ára gamall þá er það mikið afrek. Það breytir hins vegar ekki því að hann hitti aðeins úr 13 af 35 skotum sínum í opnum leik. Sérstaklega var Ant kaldur fyrir utan þriggja stiga línuna, þar hitti hann aðeins úr einu af níu skotum. BELIEVE THAT 🐺 Anthony Edwards is the Timberwolves' new all-time leading scorer in the playoffs 👏 pic.twitter.com/Ph5xNxGzJZ— ESPN (@espn) May 23, 2025 Stórstjarnan var langt í frá eini leikmaður Minnesota sem skaut boltanum illa í leiknum en þar sem allt fer í gegnum Edwards þarf hann að eiga betri leik sóknarlega ætli Minnesota sér að eiga einhvern möguleika í einvíginu. Svo þarf liðið að sjálfsögðu að spila betri vörn en OKC hefur nú skorað samtals 232 stig í leikjunum tveimur. Þriðji leikur liðanna fer fram í nótt. Útsending Stöðvar 2 Sport 2 hefst klukkan 00.30. Körfubolti NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Edwards er oftast nær einfaldlega kallaður Ant en hann gekk svo langt að kalla sjálfan sig „sannleikann“ (e. truth) þegar hann ræddi við forsetann fyrrverandi Barack Obama fyrir Ólympíuleikana á síðasta ári. @thesportingnews It doesn’t matter if you’re President Obama, Ant is gonna keep it real with you 😂🔥 #anthonyedwards #president #obama #basketball #lebron #nba ♬ original sound - The Sporting News Eftir að fara nokkuð létt með Los Angeles Lakers og Golden State Warriors virðast úlfarnir frá Minnasota hafa lent á vegg gegn eldingunni frá Oklahoma City. Þegar tveir leikir eru búnir er staðan 2-0 OKC í vil og það verður ekki annað sagt en báðir sigrar hafi verið virkilega sannfærandi. Sannleikurinn sjálfur skoraði 32 stig síðast þegar liðin mættust og varð þar með stigahæsti leikmaður Minnesota í úrslitakeppni NBA-deildarinnar frá upphafi. Verandi aðeins 23 ára gamall þá er það mikið afrek. Það breytir hins vegar ekki því að hann hitti aðeins úr 13 af 35 skotum sínum í opnum leik. Sérstaklega var Ant kaldur fyrir utan þriggja stiga línuna, þar hitti hann aðeins úr einu af níu skotum. BELIEVE THAT 🐺 Anthony Edwards is the Timberwolves' new all-time leading scorer in the playoffs 👏 pic.twitter.com/Ph5xNxGzJZ— ESPN (@espn) May 23, 2025 Stórstjarnan var langt í frá eini leikmaður Minnesota sem skaut boltanum illa í leiknum en þar sem allt fer í gegnum Edwards þarf hann að eiga betri leik sóknarlega ætli Minnesota sér að eiga einhvern möguleika í einvíginu. Svo þarf liðið að sjálfsögðu að spila betri vörn en OKC hefur nú skorað samtals 232 stig í leikjunum tveimur. Þriðji leikur liðanna fer fram í nótt. Útsending Stöðvar 2 Sport 2 hefst klukkan 00.30.
Körfubolti NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira