Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 00:04 Rannsóknin miðar að því að dýpka skilning á áhrifum ólíks vinnufyrirkomulags á líðan starfsfólks. Háskóli Íslands Fólk í staðbundinni vinnu finnur fyrir meiri streitu en fólk í fjarvinnu en hvert vinnufyrirkomulag fyrir sig hefur sína kosti og galla. Þetta er meðal frumniðurstaðna rannsóknar prófessors við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Thamar Melanie Heijstra prófessor stendur að rannsókninni sem náði til 620 einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði og laut að því að kanna upplifun starfsfólks af ólíku vinnufyrirkomulagi, sér í lagi fjarvinnu annars vegar og staðbundinni vinnu hins vegar. Rannsóknin byggist á spurningalista sem sendur var út sumarið 2024 til stofnana og fyrirtækja þar sem talið var líklegt að fjarvinna væri hluti af daglegu vinnufyrirkomulagi. Auk Thamar koma að rannsókninni Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor og Ýr Örlygsdóttir félagsfræðinemi. Aukin tíðni haus- og bakverkja og áhyggja Thamar segir niðurstöðurnar sýna að fólk á vinnumarkaði hér á landi sé almennt ánægt með sínar vinnuaðstæður hvort sem þær eru í formi fjarvinnu eða staðbundinnar. „Fólk sem er í fjarvinnu er mjög ánægt en sérstaklega fólk sem er bæði í fjarvinnu og á staðnum. Því finnst þau vera með frelsi til að vinna eftir því sem hentar þeim best,“ segir Thamar í viðtali í Reykjavík síðdegis um rannsóknina. Hún segir það hafa komið fram í svörum þátttakenda að fólk í staðbundinni vinnu finni oftar fyrir streitutengdum kvillum á borð við hausverkjum, bakverkjum og upplifi almennt meiri streitu en kollegar sínir í fjarvinnu. „Fólki finnst það vera að gera meira, og vera meira skilvirk heldur en ef þau væru að vinna á staðnum. Á móti kemur að fólk segir að aðrir horfi á fólk sem er í fjarvinnu eins og það sé bara í fríi. Þau finna fyrir því að fólk er með þá hugmynd að ef þú ert í fjarvinnu ertu í raun ekki að vinna mikið,“ segir Thamar. Fjarvinnan rjúfi tengsl Hún segir það þó koma skýrt fram að starfsfólk í fjarvinnu upplifi sig oft utanveltu og að þau missi tengsl við vinnustaðinn og félagslegu hlið vinnunnar. „En við sjáum að það hefur ekki marktæk áhrif á líðan þeirra. Jú, þau eru klárlega að nefna þetta en við sjáum ekki í tölunum að þetta hafi neikvæð áhrif,“ segir hún. Thamar segist telja að fjarvinna sé komin til að vera á Íslandi. Blandað fyrirkomulag hafi gefið bestu raunina samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en þó beri að hafa sig hægan í þessu sem öllu. „Maður myndi halda að það væri líklega best að hafa þetta blandað því þá fær maður það besta úr báðu. En þar þarf fólk líka að passa sig, það finnur fyrir erfiðleikum með að blanda þessu saman, því þá er maður í rauninni á tveimur vinnustöðum: á heima og á staðnum, og í því er ákveðin togstreita. Við sjáum það,“ segir Thamar Heijstra. Fjarvinna Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Thamar Melanie Heijstra prófessor stendur að rannsókninni sem náði til 620 einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði og laut að því að kanna upplifun starfsfólks af ólíku vinnufyrirkomulagi, sér í lagi fjarvinnu annars vegar og staðbundinni vinnu hins vegar. Rannsóknin byggist á spurningalista sem sendur var út sumarið 2024 til stofnana og fyrirtækja þar sem talið var líklegt að fjarvinna væri hluti af daglegu vinnufyrirkomulagi. Auk Thamar koma að rannsókninni Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor og Ýr Örlygsdóttir félagsfræðinemi. Aukin tíðni haus- og bakverkja og áhyggja Thamar segir niðurstöðurnar sýna að fólk á vinnumarkaði hér á landi sé almennt ánægt með sínar vinnuaðstæður hvort sem þær eru í formi fjarvinnu eða staðbundinnar. „Fólk sem er í fjarvinnu er mjög ánægt en sérstaklega fólk sem er bæði í fjarvinnu og á staðnum. Því finnst þau vera með frelsi til að vinna eftir því sem hentar þeim best,“ segir Thamar í viðtali í Reykjavík síðdegis um rannsóknina. Hún segir það hafa komið fram í svörum þátttakenda að fólk í staðbundinni vinnu finni oftar fyrir streitutengdum kvillum á borð við hausverkjum, bakverkjum og upplifi almennt meiri streitu en kollegar sínir í fjarvinnu. „Fólki finnst það vera að gera meira, og vera meira skilvirk heldur en ef þau væru að vinna á staðnum. Á móti kemur að fólk segir að aðrir horfi á fólk sem er í fjarvinnu eins og það sé bara í fríi. Þau finna fyrir því að fólk er með þá hugmynd að ef þú ert í fjarvinnu ertu í raun ekki að vinna mikið,“ segir Thamar. Fjarvinnan rjúfi tengsl Hún segir það þó koma skýrt fram að starfsfólk í fjarvinnu upplifi sig oft utanveltu og að þau missi tengsl við vinnustaðinn og félagslegu hlið vinnunnar. „En við sjáum að það hefur ekki marktæk áhrif á líðan þeirra. Jú, þau eru klárlega að nefna þetta en við sjáum ekki í tölunum að þetta hafi neikvæð áhrif,“ segir hún. Thamar segist telja að fjarvinna sé komin til að vera á Íslandi. Blandað fyrirkomulag hafi gefið bestu raunina samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en þó beri að hafa sig hægan í þessu sem öllu. „Maður myndi halda að það væri líklega best að hafa þetta blandað því þá fær maður það besta úr báðu. En þar þarf fólk líka að passa sig, það finnur fyrir erfiðleikum með að blanda þessu saman, því þá er maður í rauninni á tveimur vinnustöðum: á heima og á staðnum, og í því er ákveðin togstreita. Við sjáum það,“ segir Thamar Heijstra.
Fjarvinna Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira