Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 25. maí 2025 18:01 Yfir 230 félagsmenn tóku þátt í aðalfundi Sósíalistaflokks Íslands síðastliðinn laugardag, þar sem kosið var í allar stjórnir flokksins. Þar var skýrt val á milli tveggja leiða – og niðurstaðan var skýr: félagsfólk kaus breytingar með afgerandi meirihluta. Lagabreytingartillögur um svæðisfélög, sem færa valdið til fólksins, voru samþykktar með afgerandi meirihluta. Ný forysta hefur því tekið við með traustu umboði og skýrri sýn: að endurreisa flokkinn sem lýðræðislega fjöldahreyfingu alþýðunnar. Við viljum byggja upp opið, aðgengilegt og lifandi flokksstarf þar sem félagsfólk alls staðar af landinu hefur raunverulegt vægi. Til þess ætlum við að: ●Halda mánaðarlega stöðufundi þar sem stjórnir flokksins og kjörnir fulltrúar upplýsa félagsfólk um framvindu mála og samstilla sig í baráttunni. ●Valdefla grasrótina með raunverulegri þátttöku í ákvarðanatöku og skipulagi – ekki aðeins á pappír heldur í framkvæmd. ●Dreifa valdi með því að styðja við stofnun svæðisfélaga sem fá raunverulegt sjálfstæði og vægi í starfi flokksins. Við viljum skapa nýtt andrúmsloft þar sem fólk vinnur saman af heilindum, ræðir hreinskilnislega um ágreining og byggir sameiginlega framtíðarsýn. En fyrst og fremst viljum við flokk sem hefur þor – flokk verkafólks sem beitir sér fyrir hagsmunum almennings og bíður auðvaldinu birginn. Aðalfundurinn markaði tímamót - og gaf skýrt umboð til nýrrar vegferðar. Við bjóðum öllum félagsmönnum að taka þátt í því verkefni að endurnýja flokkinn og byggja upp flokk sem getur orðið raunverulegt vogarafl í þágu almennings. Við erum rétt að byrja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Karl Héðinn Kristjánsson Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Yfir 230 félagsmenn tóku þátt í aðalfundi Sósíalistaflokks Íslands síðastliðinn laugardag, þar sem kosið var í allar stjórnir flokksins. Þar var skýrt val á milli tveggja leiða – og niðurstaðan var skýr: félagsfólk kaus breytingar með afgerandi meirihluta. Lagabreytingartillögur um svæðisfélög, sem færa valdið til fólksins, voru samþykktar með afgerandi meirihluta. Ný forysta hefur því tekið við með traustu umboði og skýrri sýn: að endurreisa flokkinn sem lýðræðislega fjöldahreyfingu alþýðunnar. Við viljum byggja upp opið, aðgengilegt og lifandi flokksstarf þar sem félagsfólk alls staðar af landinu hefur raunverulegt vægi. Til þess ætlum við að: ●Halda mánaðarlega stöðufundi þar sem stjórnir flokksins og kjörnir fulltrúar upplýsa félagsfólk um framvindu mála og samstilla sig í baráttunni. ●Valdefla grasrótina með raunverulegri þátttöku í ákvarðanatöku og skipulagi – ekki aðeins á pappír heldur í framkvæmd. ●Dreifa valdi með því að styðja við stofnun svæðisfélaga sem fá raunverulegt sjálfstæði og vægi í starfi flokksins. Við viljum skapa nýtt andrúmsloft þar sem fólk vinnur saman af heilindum, ræðir hreinskilnislega um ágreining og byggir sameiginlega framtíðarsýn. En fyrst og fremst viljum við flokk sem hefur þor – flokk verkafólks sem beitir sér fyrir hagsmunum almennings og bíður auðvaldinu birginn. Aðalfundurinn markaði tímamót - og gaf skýrt umboð til nýrrar vegferðar. Við bjóðum öllum félagsmönnum að taka þátt í því verkefni að endurnýja flokkinn og byggja upp flokk sem getur orðið raunverulegt vogarafl í þágu almennings. Við erum rétt að byrja.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar