„Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. maí 2025 22:32 Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks þar sem honum líður best, á rennisléttu gervigrasi Vísir/Pawel Breiðablik tapaði í kvöld gegn FH í áttundu umferð Bestu deildar karla. FH skoraði tvö mörk þrátt fyrir að Blikar héldu meira í boltann. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks ræddi við Gunnlaug Jónsson hjá Stöð 2 Sport eftir leik og var að vonum svekktur. „Klikkum á dekkningu inní teig tvisvar sinnum. Fyrir utan það vorum við með öll völd á leiknum hér í fyrri hálfleik. Planið var að halda Rosenord eins langt frá sínum vallarhelmingi og hægt væri, það gekk vel. Þeir komast tvisvar inní teiginn okkar og þeir skora úr öðru skiptinu.“ - Sagði Halldór um hvað klikkaði í dag og bætti við. „Það var hrikalega svekkjandi síðan þegar þeir skora. Sóknarlega var þetta ekki nógu gott en það er ekkert grín á þessum velli að fara í gegnum þennan varnarmúr. Komumst samt í nokkur fín færi í fyrri hálfleik en gerum bara ekki nægilega vel. Það var mjög þungt að vera undir í hálfleik miðað við hvernig hann spilaðist. Þeir falla síðan enþá aftar í seinni hálfleik. Við vorum mjög lélegir og hægir í byrjun seinni hálfleiks. Þegar við náðum að færa okkur í breiddina og finna stóru mennina okkar í krossum vorum við loksins hættulegir.“ Halldór vildi ekki samþykkja það að liðið hefði átt meira skilið þrátt fyrir að hann sagði liðið hafa stjórnað leiknum. „Þegar þú gefur tvo krossa, sem þeir lifa á þá eigum við ekki meira skilið. Við vorum frábærir í að halda þeim frá þessum stöðum heilt yfir en Kjartan fær tvær fyrirgjafir og þeir skora í bæði skiptin. Þá áttu ekkert skilið.“ - Sagði Halldór og bætti við um framhaldið hjá blikum. „Við þurfum bara að halda áfram. Það vantar allavega ekki andann vorum yfir í baráttunni heilt yfir og héldum þeim frá sínu. Það er jákvætt.“ Völlurinn í Kaplakrika var blautur og ójafn sem virtist henta heimamönnum betur og viðurkenndi Halldór það. „Það má alveg gera fyrirsögn úr þessu og kalla það væl en það er bara erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum sem er ekki búið að slá heldur en á gervigrasi. Það er bara hluti af þessu, þá þurfum við bara að breyta okkar leikstíl og vera meira direct. Það er allt annar leikur á fimmtudaginn á gervigrasi gegn ÍA svo það er bara áfram gakk.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks ræddi við Gunnlaug Jónsson hjá Stöð 2 Sport eftir leik og var að vonum svekktur. „Klikkum á dekkningu inní teig tvisvar sinnum. Fyrir utan það vorum við með öll völd á leiknum hér í fyrri hálfleik. Planið var að halda Rosenord eins langt frá sínum vallarhelmingi og hægt væri, það gekk vel. Þeir komast tvisvar inní teiginn okkar og þeir skora úr öðru skiptinu.“ - Sagði Halldór um hvað klikkaði í dag og bætti við. „Það var hrikalega svekkjandi síðan þegar þeir skora. Sóknarlega var þetta ekki nógu gott en það er ekkert grín á þessum velli að fara í gegnum þennan varnarmúr. Komumst samt í nokkur fín færi í fyrri hálfleik en gerum bara ekki nægilega vel. Það var mjög þungt að vera undir í hálfleik miðað við hvernig hann spilaðist. Þeir falla síðan enþá aftar í seinni hálfleik. Við vorum mjög lélegir og hægir í byrjun seinni hálfleiks. Þegar við náðum að færa okkur í breiddina og finna stóru mennina okkar í krossum vorum við loksins hættulegir.“ Halldór vildi ekki samþykkja það að liðið hefði átt meira skilið þrátt fyrir að hann sagði liðið hafa stjórnað leiknum. „Þegar þú gefur tvo krossa, sem þeir lifa á þá eigum við ekki meira skilið. Við vorum frábærir í að halda þeim frá þessum stöðum heilt yfir en Kjartan fær tvær fyrirgjafir og þeir skora í bæði skiptin. Þá áttu ekkert skilið.“ - Sagði Halldór og bætti við um framhaldið hjá blikum. „Við þurfum bara að halda áfram. Það vantar allavega ekki andann vorum yfir í baráttunni heilt yfir og héldum þeim frá sínu. Það er jákvætt.“ Völlurinn í Kaplakrika var blautur og ójafn sem virtist henta heimamönnum betur og viðurkenndi Halldór það. „Það má alveg gera fyrirsögn úr þessu og kalla það væl en það er bara erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum sem er ekki búið að slá heldur en á gervigrasi. Það er bara hluti af þessu, þá þurfum við bara að breyta okkar leikstíl og vera meira direct. Það er allt annar leikur á fimmtudaginn á gervigrasi gegn ÍA svo það er bara áfram gakk.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira