„Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. maí 2025 22:32 Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks þar sem honum líður best, á rennisléttu gervigrasi Vísir/Pawel Breiðablik tapaði í kvöld gegn FH í áttundu umferð Bestu deildar karla. FH skoraði tvö mörk þrátt fyrir að Blikar héldu meira í boltann. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks ræddi við Gunnlaug Jónsson hjá Stöð 2 Sport eftir leik og var að vonum svekktur. „Klikkum á dekkningu inní teig tvisvar sinnum. Fyrir utan það vorum við með öll völd á leiknum hér í fyrri hálfleik. Planið var að halda Rosenord eins langt frá sínum vallarhelmingi og hægt væri, það gekk vel. Þeir komast tvisvar inní teiginn okkar og þeir skora úr öðru skiptinu.“ - Sagði Halldór um hvað klikkaði í dag og bætti við. „Það var hrikalega svekkjandi síðan þegar þeir skora. Sóknarlega var þetta ekki nógu gott en það er ekkert grín á þessum velli að fara í gegnum þennan varnarmúr. Komumst samt í nokkur fín færi í fyrri hálfleik en gerum bara ekki nægilega vel. Það var mjög þungt að vera undir í hálfleik miðað við hvernig hann spilaðist. Þeir falla síðan enþá aftar í seinni hálfleik. Við vorum mjög lélegir og hægir í byrjun seinni hálfleiks. Þegar við náðum að færa okkur í breiddina og finna stóru mennina okkar í krossum vorum við loksins hættulegir.“ Halldór vildi ekki samþykkja það að liðið hefði átt meira skilið þrátt fyrir að hann sagði liðið hafa stjórnað leiknum. „Þegar þú gefur tvo krossa, sem þeir lifa á þá eigum við ekki meira skilið. Við vorum frábærir í að halda þeim frá þessum stöðum heilt yfir en Kjartan fær tvær fyrirgjafir og þeir skora í bæði skiptin. Þá áttu ekkert skilið.“ - Sagði Halldór og bætti við um framhaldið hjá blikum. „Við þurfum bara að halda áfram. Það vantar allavega ekki andann vorum yfir í baráttunni heilt yfir og héldum þeim frá sínu. Það er jákvætt.“ Völlurinn í Kaplakrika var blautur og ójafn sem virtist henta heimamönnum betur og viðurkenndi Halldór það. „Það má alveg gera fyrirsögn úr þessu og kalla það væl en það er bara erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum sem er ekki búið að slá heldur en á gervigrasi. Það er bara hluti af þessu, þá þurfum við bara að breyta okkar leikstíl og vera meira direct. Það er allt annar leikur á fimmtudaginn á gervigrasi gegn ÍA svo það er bara áfram gakk.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Sjá meira
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks ræddi við Gunnlaug Jónsson hjá Stöð 2 Sport eftir leik og var að vonum svekktur. „Klikkum á dekkningu inní teig tvisvar sinnum. Fyrir utan það vorum við með öll völd á leiknum hér í fyrri hálfleik. Planið var að halda Rosenord eins langt frá sínum vallarhelmingi og hægt væri, það gekk vel. Þeir komast tvisvar inní teiginn okkar og þeir skora úr öðru skiptinu.“ - Sagði Halldór um hvað klikkaði í dag og bætti við. „Það var hrikalega svekkjandi síðan þegar þeir skora. Sóknarlega var þetta ekki nógu gott en það er ekkert grín á þessum velli að fara í gegnum þennan varnarmúr. Komumst samt í nokkur fín færi í fyrri hálfleik en gerum bara ekki nægilega vel. Það var mjög þungt að vera undir í hálfleik miðað við hvernig hann spilaðist. Þeir falla síðan enþá aftar í seinni hálfleik. Við vorum mjög lélegir og hægir í byrjun seinni hálfleiks. Þegar við náðum að færa okkur í breiddina og finna stóru mennina okkar í krossum vorum við loksins hættulegir.“ Halldór vildi ekki samþykkja það að liðið hefði átt meira skilið þrátt fyrir að hann sagði liðið hafa stjórnað leiknum. „Þegar þú gefur tvo krossa, sem þeir lifa á þá eigum við ekki meira skilið. Við vorum frábærir í að halda þeim frá þessum stöðum heilt yfir en Kjartan fær tvær fyrirgjafir og þeir skora í bæði skiptin. Þá áttu ekkert skilið.“ - Sagði Halldór og bætti við um framhaldið hjá blikum. „Við þurfum bara að halda áfram. Það vantar allavega ekki andann vorum yfir í baráttunni heilt yfir og héldum þeim frá sínu. Það er jákvætt.“ Völlurinn í Kaplakrika var blautur og ójafn sem virtist henta heimamönnum betur og viðurkenndi Halldór það. „Það má alveg gera fyrirsögn úr þessu og kalla það væl en það er bara erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum sem er ekki búið að slá heldur en á gervigrasi. Það er bara hluti af þessu, þá þurfum við bara að breyta okkar leikstíl og vera meira direct. Það er allt annar leikur á fimmtudaginn á gervigrasi gegn ÍA svo það er bara áfram gakk.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Sjá meira