Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar 26. maí 2025 09:00 Narsissismi er trending, og stéttaskipting felur sig fyrir berum augum allra og saman eru þau að tæta samfélagið í sundur. Samfélagsmiðlar hafa ýtt undir sjálflægni og hafa núna gengið skrefinu lengra og valdið alvarlegri afleiðingum. Sjálfsmat sem er háð likeum, efnahag og fegurð. Samfélagsmiðlar verðlauna narsissíska hegðun eins og sjálfdýrkun, hégóma og manipúleringu, en refsa eiginleikum eins og auðmýkt og viðkvæmni. Á sama tíma hefur veraldlegur auður orðið að einhvers konar persónuleika, og því meira sem þú sýnir hann því meira ertu verðlaunaður. Ef þú ert ekki auðugur ertu ósýnilegur. Þetta er hættulegt af nokkrum ástæðum: Bæði býr það til gildislausan og falsaðan mælikvarða á velgengni og breytir fólki í markaðsvörur frekar en manneskjur. Þessi falsaði raunveruleiki ýtir líka undir neikvæð sálfræðileg áhrif eins og kvíða, öfundsýki og sundrung. Fólk er sífellt að miða sig við aðra og að sækjast eftir ímynd sem hefur ekkert innihald. Þessi umbreyting lætur manneskjum líða eins og þau séu bara mikilvæg ef þau eru sýnileg og stuðla að menningu þar sem ímynd skiptir meira máli en innihald. Forréttindi eru verðlaunuð frekar en góð gildi, og þessi menning ýtir undir ójafnrétti og sundrungu. „Í den“ eins og eldra fólkið segir, þá skipti karakter mun meira máli en umbúðirnar. Audrey Hepburn var ekki bara frábær leikkona heldur mannvinur sem vann mikilvægt starf fyrir Unicef. Það er þekkt þegar hún sagði: „Fegurð konu er ekki í fötunum sem hún ber, líkamanum sem hún hefur, eða hvernig hún greiðir hárið sitt. Fegurð konu sést í augunum hennar, því að þau eru dyrnar að hjarta hennar, staðurinn þar sem ást býr.“ Ef við hugsum ekki dýpra um hver fær sviðsljósið þá erum við á leiðinni í átt samfélagi sem virðir frammistöðu á samfélagsmiðlum fram yfir fólk. Í staðinn fyrir að tala saman mun samkeppni meðal fólks aukast og samkennd mun drukkna í samfélagsmiðla-algríminu. Hverju getum við breytt? Við getum ekki breytt algríminu yfir nóttu, en við getum breytt hvernig við sjálf komum klædd til dyranna. Við getum valið sannleika og innihald yfir likes. Við getum valið að fylgja fólki sem fræðir frekar en að sýna auð sinn. Við getum stoppað og hugsað áður en við póstum á samfélagsmiðla. Við sitjum öll í sömu súpunni en við getum gert betur. Til dæmis tamið okkur gagnrýna hugsun frekar en að taka inn hvað sem okkur er fært. Það er ekki uppbyggilegt að taka þátt í leik sem er byggður á óöryggi og samkeppni. Við getum búið til samfélag á netinu sem er betra. Sem er betra fyrir geðheilsu og samfélagið okkar, og valið að vera manneskjar frekar en markaðsvörur. Ímyndið ykkur nýja samfélagsmiðla byggða á hreinskilni og hamingju frekar en egóisma, hégóma og auð. Ímyndið ykkur hvað við getum gert saman. Ég held það yrði fallegt að komast að því. Eigum við að prófa það saman? Höfundur er sálfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Narsissismi er trending, og stéttaskipting felur sig fyrir berum augum allra og saman eru þau að tæta samfélagið í sundur. Samfélagsmiðlar hafa ýtt undir sjálflægni og hafa núna gengið skrefinu lengra og valdið alvarlegri afleiðingum. Sjálfsmat sem er háð likeum, efnahag og fegurð. Samfélagsmiðlar verðlauna narsissíska hegðun eins og sjálfdýrkun, hégóma og manipúleringu, en refsa eiginleikum eins og auðmýkt og viðkvæmni. Á sama tíma hefur veraldlegur auður orðið að einhvers konar persónuleika, og því meira sem þú sýnir hann því meira ertu verðlaunaður. Ef þú ert ekki auðugur ertu ósýnilegur. Þetta er hættulegt af nokkrum ástæðum: Bæði býr það til gildislausan og falsaðan mælikvarða á velgengni og breytir fólki í markaðsvörur frekar en manneskjur. Þessi falsaði raunveruleiki ýtir líka undir neikvæð sálfræðileg áhrif eins og kvíða, öfundsýki og sundrung. Fólk er sífellt að miða sig við aðra og að sækjast eftir ímynd sem hefur ekkert innihald. Þessi umbreyting lætur manneskjum líða eins og þau séu bara mikilvæg ef þau eru sýnileg og stuðla að menningu þar sem ímynd skiptir meira máli en innihald. Forréttindi eru verðlaunuð frekar en góð gildi, og þessi menning ýtir undir ójafnrétti og sundrungu. „Í den“ eins og eldra fólkið segir, þá skipti karakter mun meira máli en umbúðirnar. Audrey Hepburn var ekki bara frábær leikkona heldur mannvinur sem vann mikilvægt starf fyrir Unicef. Það er þekkt þegar hún sagði: „Fegurð konu er ekki í fötunum sem hún ber, líkamanum sem hún hefur, eða hvernig hún greiðir hárið sitt. Fegurð konu sést í augunum hennar, því að þau eru dyrnar að hjarta hennar, staðurinn þar sem ást býr.“ Ef við hugsum ekki dýpra um hver fær sviðsljósið þá erum við á leiðinni í átt samfélagi sem virðir frammistöðu á samfélagsmiðlum fram yfir fólk. Í staðinn fyrir að tala saman mun samkeppni meðal fólks aukast og samkennd mun drukkna í samfélagsmiðla-algríminu. Hverju getum við breytt? Við getum ekki breytt algríminu yfir nóttu, en við getum breytt hvernig við sjálf komum klædd til dyranna. Við getum valið sannleika og innihald yfir likes. Við getum valið að fylgja fólki sem fræðir frekar en að sýna auð sinn. Við getum stoppað og hugsað áður en við póstum á samfélagsmiðla. Við sitjum öll í sömu súpunni en við getum gert betur. Til dæmis tamið okkur gagnrýna hugsun frekar en að taka inn hvað sem okkur er fært. Það er ekki uppbyggilegt að taka þátt í leik sem er byggður á óöryggi og samkeppni. Við getum búið til samfélag á netinu sem er betra. Sem er betra fyrir geðheilsu og samfélagið okkar, og valið að vera manneskjar frekar en markaðsvörur. Ímyndið ykkur nýja samfélagsmiðla byggða á hreinskilni og hamingju frekar en egóisma, hégóma og auð. Ímyndið ykkur hvað við getum gert saman. Ég held það yrði fallegt að komast að því. Eigum við að prófa það saman? Höfundur er sálfræðinemi.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun