Notkun svefnlyfja gæti haft alvarleg áhrif á eldri borgara Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2025 12:18 Tæp tíu prósent Íslendinga voru með lyfseðil fyrir svefnlyfjum árið 2020. Getty/Sergey Mironov Íslendingar nota margfalt meira af svefnlyfjum en nágrannaþjóðir. Varasamt sé að taka lyfin, þá sérstaklega til lengri tíma. Aðstandandi átaks til vitundarvakningar um lyfin segir eldra fólk verða að vera meðvitaðra um skaðsemi lyfjanna. Tæp tíu prósent þjóðarinnar voru með lyfseðil fyrir svefnlyf árið 2020. Það er margfalt meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Næst okkur koma Norðmenn með tvöfalt lægra hlutfall. Danir nota sex sinnum minna magn af svefnlyfjum miðað við höfðatölu. Drífa Sigfúsdóttir, fyrrverandi varaformaður Landssambands eldri borgara, segir lyfjanotkunina mun meiri hjá eldra fólki. Notkunin sé einnig hættulegust fyrir eldri borgara. „Það sem er alvarlegt í þessu er til dæmis ef fólk fær flensu, eru fjórum sinni meiri líkur á að það fái lungnabólgu ef það tekur svefnlyf. Svo eru tuttugu sinnum meiri líkur á að þú deyir en ef þú færð flensu og tekur ekki svefnlyf,“ segir Drífa. Drífa Sigfúsdóttir er ein af aðstandendum verkefnisins Sofðu vel. Þessar tölur komu fram við undirbúning á átaksverkefni embættis landlæknis um notkun svefnlyfja, Sofðu vel. Drífa var ein af átta sem kom að skipulagningunni og hefur mestar áhyggjur af notkun eldra fólks á lyfjunum. „Þá er þetta sá hópur sem er í mestri áhættu á að lenda fyrir illum áhrifum af svefnlyfjum. Þau eru ágæt til að ná kannski reglu á svefninn en það er ekki ætlast til þess að þau séu tekin lengur en í fjórar vikur. Þá á að hætta að nota þau. Ég þekki dæmi í minni fjölskyldu þar sem viðkomandi var búinn að taka svefnlyf í yfir tíu ár. Sá datt og brotnaði. Það hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk á þessum aldri að brotna. Hjá fólki yfir áttrætt er ekkert víst að beinin grói yfirhöfuð. Það er ekkert öruggt að þau grói svo það hjálpi sæmilega,“ segir Drífa. Lyf Eldri borgarar Svefn Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Tæp tíu prósent þjóðarinnar voru með lyfseðil fyrir svefnlyf árið 2020. Það er margfalt meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Næst okkur koma Norðmenn með tvöfalt lægra hlutfall. Danir nota sex sinnum minna magn af svefnlyfjum miðað við höfðatölu. Drífa Sigfúsdóttir, fyrrverandi varaformaður Landssambands eldri borgara, segir lyfjanotkunina mun meiri hjá eldra fólki. Notkunin sé einnig hættulegust fyrir eldri borgara. „Það sem er alvarlegt í þessu er til dæmis ef fólk fær flensu, eru fjórum sinni meiri líkur á að það fái lungnabólgu ef það tekur svefnlyf. Svo eru tuttugu sinnum meiri líkur á að þú deyir en ef þú færð flensu og tekur ekki svefnlyf,“ segir Drífa. Drífa Sigfúsdóttir er ein af aðstandendum verkefnisins Sofðu vel. Þessar tölur komu fram við undirbúning á átaksverkefni embættis landlæknis um notkun svefnlyfja, Sofðu vel. Drífa var ein af átta sem kom að skipulagningunni og hefur mestar áhyggjur af notkun eldra fólks á lyfjunum. „Þá er þetta sá hópur sem er í mestri áhættu á að lenda fyrir illum áhrifum af svefnlyfjum. Þau eru ágæt til að ná kannski reglu á svefninn en það er ekki ætlast til þess að þau séu tekin lengur en í fjórar vikur. Þá á að hætta að nota þau. Ég þekki dæmi í minni fjölskyldu þar sem viðkomandi var búinn að taka svefnlyf í yfir tíu ár. Sá datt og brotnaði. Það hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk á þessum aldri að brotna. Hjá fólki yfir áttrætt er ekkert víst að beinin grói yfirhöfuð. Það er ekkert öruggt að þau grói svo það hjálpi sæmilega,“ segir Drífa.
Lyf Eldri borgarar Svefn Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira