Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir, Sigrún Eiríksdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir skrifa 26. maí 2025 14:33 Eitt mikilvægasta samfélagsmál á Vesturlöndum er móttaka innflytjenda. Gríðarleg vandamál blasa við þegar stórir hópar þurfa að fóta sig í nýrri menningu, tungumáli og samfélagsgerð. Óháð stefnu í innflytjendamálum þarf að stuðla að því að þeir sem flytjast til nýs lands geti orðið virkir borgarar sem eiga möguleika á að taka þátt í samfélaginu. Við höfum í mörg ár unnið við íslenskukennslu innflytjenda í framhaldsskóla og erum sannfærðar um að góð tök á málinu sé frumforsenda þess að fólk samlagist og því líði vel í samfélaginu; tungumálið opnar dyr og veitir fólki fleiri tækifæri. Ísland er því miður enn skammt á veg komið í þessum málum og því rétt að skoða það sem hefur gengið bæði vel og illa hjá öðrum þjóðum sem hafa tekist lengur á við verkefni af þessum toga. Á vormánuðum fórum við til Antwerpen í Belgíu til að kynna okkur móttöku innflytjenda og kennslu í sérstökum móttökuskólum. Belgar hafa áratugalanga reynslu á þessu sviði og töldum við því heppilegt að læra af þeim. Áður en við lögðum af stað höfðum við óljósarskoðanir á móttökuskólum þar sem við þekkjum þá ekki í þeirri mynd sem tíðkast erlendis. Eftir heimsóknina erum við sannfærðar um að einhvers konar móttaka og þarfagreining þurfi alltaf að fara fram áður en nemendur eru sendir í íslenska skóla. Í Antwerpen er móttökumiðstöð sem tekur á móti öllum innflytjendum sem koma til borgarinnar frá svæðum utan Evrópu. Þar fer fram mikilvæg þarfagreining þar sem m.a. er skráð hvort fólk hafi gengið í skóla, sé læst á eigið letur og/eða latneskt letur. Í tilfelli barna er skólaganga foreldra einnig skoðuð. Síðan er reynt að finna lausnir við hæfi fyrir hvern og einn. Móttökumiðstöðin sér einnig um mikilvæga menningarfræðslu. Innflytjendur læra að auki um hefðir belgísks samfélags, skólakerfið og atvinnumarkaðinn. Móttökuskólar eru víðs vegar um borgina. Í skólanum sem við heimsóttum eru 135 nemendur á aldrinum 12 til 18 ára. Þar læra nemendur fyrst og fremst hollensku í eitt til þrjú ár eftir þörfum hvers og eins. Hugmyndin að baki móttökuskólunum er að nemendur læri tungumálið í landinu sem allra best til þess að aðlagast samfélaginu og eiga fleiri atvinnu- og námsmöguleika í Belgíu. Það sem okkur fannst eftirtektarvert var aginn sem ríkti og virðing nemenda fyrir skólastarfinu. Belgar leyfa engin höfuðföt innan veggja skólans og gildir það jafnt um hettur, húfur og slæður. Ekki virtist það valda árekstrum og þegar við inntum kennara eftir þessu þá töldu þeir að nemendur sem bæru slæður utan skóla upplifðu ákveðið frelsi í því að vera ekki með slæður í skólanum. Símar eru sömuleiðis ekki leyfðir og hanga efnisstrangar með vösum á vegg við kennaraborðið sem nemendur setja síma sína í í upphafi kennslustunda. Allir hlustuðu því af athygli þegar kennari eða bekkjarfélagar töluðu og bekkjarbragurinn var mjög jákvæður. Heimsókn okkar til Belgíu og reynsla okkar í íslenskukennslu erlendra nemenda í framhaldsskóla hefur opnað augu okkar fyrir því hversu stutt á veg við erum komin hér á landi í þessum málum. Aðstæður í framhaldsskólum hérlendis, hvað þetta varðar, hafa ekki verið til fyrirmyndar og kennarar hafa jafnvel þurft að taka á móti illa læsum eða ólæsum nemendum sem margir hafa litla sem enga skólagöngu að baki. Það gefur auga leið að framhaldsskóli hentar ekki sem fyrsti viðkomustaður þessara nemenda. Við vitum að það er verið að vinna að breytingum, en það er alveg ljóst að við þurfum að gera miklu betur. Fjöldi kennara er að gera frábæra hluti víða um land en við þurfum fastmótaða stefnu og skilning yfirvalda. Er það nokkuð svo galin hugmynd að vera með móttökuskóla? Horfum til þess sem vel er gert í öðrum Evrópulöndum og lærum af mistökum þeirra. Opnum öfluga móttökumiðstöð og greinum þarfir og stöðu nemenda áður en þeir eru sendir inn í skólastofuna. Kennum innflytjendum íslensku! Höfundar eru framhaldsskólakennarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta samfélagsmál á Vesturlöndum er móttaka innflytjenda. Gríðarleg vandamál blasa við þegar stórir hópar þurfa að fóta sig í nýrri menningu, tungumáli og samfélagsgerð. Óháð stefnu í innflytjendamálum þarf að stuðla að því að þeir sem flytjast til nýs lands geti orðið virkir borgarar sem eiga möguleika á að taka þátt í samfélaginu. Við höfum í mörg ár unnið við íslenskukennslu innflytjenda í framhaldsskóla og erum sannfærðar um að góð tök á málinu sé frumforsenda þess að fólk samlagist og því líði vel í samfélaginu; tungumálið opnar dyr og veitir fólki fleiri tækifæri. Ísland er því miður enn skammt á veg komið í þessum málum og því rétt að skoða það sem hefur gengið bæði vel og illa hjá öðrum þjóðum sem hafa tekist lengur á við verkefni af þessum toga. Á vormánuðum fórum við til Antwerpen í Belgíu til að kynna okkur móttöku innflytjenda og kennslu í sérstökum móttökuskólum. Belgar hafa áratugalanga reynslu á þessu sviði og töldum við því heppilegt að læra af þeim. Áður en við lögðum af stað höfðum við óljósarskoðanir á móttökuskólum þar sem við þekkjum þá ekki í þeirri mynd sem tíðkast erlendis. Eftir heimsóknina erum við sannfærðar um að einhvers konar móttaka og þarfagreining þurfi alltaf að fara fram áður en nemendur eru sendir í íslenska skóla. Í Antwerpen er móttökumiðstöð sem tekur á móti öllum innflytjendum sem koma til borgarinnar frá svæðum utan Evrópu. Þar fer fram mikilvæg þarfagreining þar sem m.a. er skráð hvort fólk hafi gengið í skóla, sé læst á eigið letur og/eða latneskt letur. Í tilfelli barna er skólaganga foreldra einnig skoðuð. Síðan er reynt að finna lausnir við hæfi fyrir hvern og einn. Móttökumiðstöðin sér einnig um mikilvæga menningarfræðslu. Innflytjendur læra að auki um hefðir belgísks samfélags, skólakerfið og atvinnumarkaðinn. Móttökuskólar eru víðs vegar um borgina. Í skólanum sem við heimsóttum eru 135 nemendur á aldrinum 12 til 18 ára. Þar læra nemendur fyrst og fremst hollensku í eitt til þrjú ár eftir þörfum hvers og eins. Hugmyndin að baki móttökuskólunum er að nemendur læri tungumálið í landinu sem allra best til þess að aðlagast samfélaginu og eiga fleiri atvinnu- og námsmöguleika í Belgíu. Það sem okkur fannst eftirtektarvert var aginn sem ríkti og virðing nemenda fyrir skólastarfinu. Belgar leyfa engin höfuðföt innan veggja skólans og gildir það jafnt um hettur, húfur og slæður. Ekki virtist það valda árekstrum og þegar við inntum kennara eftir þessu þá töldu þeir að nemendur sem bæru slæður utan skóla upplifðu ákveðið frelsi í því að vera ekki með slæður í skólanum. Símar eru sömuleiðis ekki leyfðir og hanga efnisstrangar með vösum á vegg við kennaraborðið sem nemendur setja síma sína í í upphafi kennslustunda. Allir hlustuðu því af athygli þegar kennari eða bekkjarfélagar töluðu og bekkjarbragurinn var mjög jákvæður. Heimsókn okkar til Belgíu og reynsla okkar í íslenskukennslu erlendra nemenda í framhaldsskóla hefur opnað augu okkar fyrir því hversu stutt á veg við erum komin hér á landi í þessum málum. Aðstæður í framhaldsskólum hérlendis, hvað þetta varðar, hafa ekki verið til fyrirmyndar og kennarar hafa jafnvel þurft að taka á móti illa læsum eða ólæsum nemendum sem margir hafa litla sem enga skólagöngu að baki. Það gefur auga leið að framhaldsskóli hentar ekki sem fyrsti viðkomustaður þessara nemenda. Við vitum að það er verið að vinna að breytingum, en það er alveg ljóst að við þurfum að gera miklu betur. Fjöldi kennara er að gera frábæra hluti víða um land en við þurfum fastmótaða stefnu og skilning yfirvalda. Er það nokkuð svo galin hugmynd að vera með móttökuskóla? Horfum til þess sem vel er gert í öðrum Evrópulöndum og lærum af mistökum þeirra. Opnum öfluga móttökumiðstöð og greinum þarfir og stöðu nemenda áður en þeir eru sendir inn í skólastofuna. Kennum innflytjendum íslensku! Höfundar eru framhaldsskólakennarar.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun